Nafn skrár:EinAsm-1859-02-18
Dagsetning:A-1859-02-18
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

20 Nesi 18. d. februarm. 1859.

Góði vinur!

Jeg sendi nú hjer með handritið af kúabókinni og vona að byrjað verði að prenta það hið fyrsta. Vigfús vill álíta að hann eigi hálfa prentunarheimildina, og hefur hann rjett að mæla ef hann hefir ekki afsalað þjer henni, en mjer skildist að svo hefði verið, því með Friðriks part átti hann ekki, og þann part hef ejg aptur fengið hjá Friðrik. Jeg veit nú af þessari orsök ekki hver ykkar í rauninni er fjelagsbróðir minn í þessu efni, þið verðið að afgjöra það ykkar í milli.- En með því jeg veit að þið viljið báðir taka þátt í (kostrnaðinum) útgáfunni, þá er jeg ekki ófús að afsala mejr mínum rjetti og lofa ykkur báðum að gefa ritið út ef þið haldið nú hiklaust áfram með það, því mjer þykir mestu varða að

það komist fljótt út í almenning . Mjer líka myndirnar bærilega, steinmyndin bezt, og verðið á henni er ekki fráleitt en á trjemyndunum er það æði hátt, mjer þykir lítið að gjöra ekki nema 2 af þeim á dag. Annars kemur mjer ekki við að tala um þetta ef jeg tek ekki þátt í kostnaðinum. Þið ættuð nú að fara að láta setja fyrstu örkina strax þegar nógu margar myndir eru komnar, og synist mjer að byrjað sje á innganginum, en titilblaðið prentað seinna og þar með kýrmyndin ef hún verður höfð. Það sem jeg ætlaði að skrifa til viðbotar skal koma í tíma og má prenta það annað hvort í formála með titilblaðinu eða í athugagreinunum aptast í kverinu Jeg kem inneptir einhvern tíma, og vona þið verðið þá búnir að gjöra mikið að verkum.

Með virðing og vinattu

EÁsmundsson

Myndir:12