Nafn skrár: | AdaBja-1915-01-22 |
Dagsetning: | A-1915-01-22 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3078 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason) |
Titill bréfritara: | vinnumaður,bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1864-09-01 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatunga |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saurbæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Guide Rock Nebr 22 Jan 1915 Elskulegi Bróðir Hjartans þökk firir þitt elskulega brjef skrifað 6 jeg sá í blöðonum að Islendingar voru í New york í haust til þetta að stofna verslun við Americu og jeg bið og vona að þeim hafi gengið vel því það verður líkasttil ómögulegt að fá kornmat frá Evrópu eins lengi og stríðið heldur áfram Já það sem jeg sagði þjer í firra brjefinu um útlit hjer í Nebr var nú svo ógreinilegt að jeg skal nú reina að gera það greinilegra það hefur nú mikið breist hjer síðan þú varst hjer, þá var nú besta tækifærið firir fátægt fólk að koma til Nebr því þá voru járnbrautir og borgir að biggast og þá varð að brjóta landið og bigga heimili þettað er nú allt búið. þeir sem hjálpuðu við þettað verk kjeiptu land og fóru að búa verksmiðjur biggðust hjer ekki vegna þess að hjer hverki járn kol eða timbur svo Nebr er og alltaf verður búnaðarhjerað það hefur aldrei verið mikill influtningur af vinnufólki en bændur hafa stöðugt flutt sig híngað, vinna hjá bændum hefur verið óstöðug því þegar uppskjeran er rír þá er ekkert sem menn geta fengið að gera jeg íminda mjer að það sje nú mesta orsök til þess að fólk hefur ekki komið híngað í stórflokkum eins og til annara hjeraða t.d. Canada þettað hefur nú leitt til þess að bændur gera að mestu leiti sína eiin vinnu verkfæri eru búin svo til að bændur geta gört sín eiin verk án hjálpar nema hvað þeir skjiptast á um verk vinnufólk er ekki að fá og er ekki hugsað uppá það allt fer nú raunar á beisli um uppskjeru og þreskingar tíma en við komum því af með tímanum, Land selst nú frá 100 til 200 dollara ekran svo maður verður að hafa nokkur efni til að renta land og renta er há verður að vera það til að borga prósentu það er líka hart að renta margir landlausir menn verða að hafa Kristján Halldórsson bróðir Jóns Halldórssonar var í Nebraska í mörg ár hann fór til Canada og seinast jeg sá Jón þá sagði hann að Kristjáni líkaði það ágætlega Já mjer hefur gengið fremur vel og mjer er nú ekki að þakka það nema að jeg hef reint að vera ráðvandur og reglusamur jeg hef verið annarlega blessaður og er sannarlega þakklátur Jeg vildi jeg hefði verið komin heim í sumar að hjálpa þjer með túnsláttin jeg vildi þú hefðir heiverkfærin sem við höfum hjer allt er gört með hestum og heiið er ekki snert þángað til það er í hlöðu eða stack. Mikið gott er túnið þitt að gefa svo mikið hei Þaug seinust undanfarin tvö ár hafa verið rír hjer í firra var þó verra en í sumar við höfðum gott hveiti og hafra og hei en corn var rírt vegna ofþurka jeg fjekk 500 bú af hveiti 800 af höfrum 20 tons alfalfa 1200 bú af corni en ef árferði hefði verið gott hefði jeg átt að hafa 5000 bú allt er nú að hækka í verði vegna stríðsins Þú segir að Markús sje nú ekki farin að búa já jeg hef nú oft hugsað um hann hann er nú víst mikil hjálp firir þig jeg get nú til að það væri best firir hann að bíða þángað til hann gæti birjað buskap í Ameríku segðu honum frá mjer að ef hann lángar til að koma til Americu að láta mig vita það og skal jeg hjálpa honum mjer þætti gaman að fá brjef frá honum Jeg get ekki sagt þjer af Lárusi því jeg hef ekki sjeð hann í meir en 3 ár en jeg heiri af honum við og við hann er við góða heilsu jeg sendi þjer nú mind af okkur og vona þú fáir það með skjilum Jeg bið hjartanlega að heilsa Guðlaugu og börnum þínum firigefðu hvað þettað brjef er stutt og ómerkilegt það ætti nú að komast heim með firstu ferð ef þú færð þettað brjef með skjilum þá skrifaðu mjer aftur með firsta tækifæri jeg skal nú hætta í þettað sinn og bið Guð að varð veita ukkur öll í lífi og dauða þinn elskandi bróðir A Bjarnason |