Nafn skrár:EinAsm-1859-02-28
Dagsetning:A-1859-02-29
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

24 Nesi 28. Febryar 1859.

Góði vin

Á þessu augnabragði fjekk jeg brjef þitt frá 23 þ.m. og er fyrir hálfum tíma búinn að senda mann inn á Akureyri, en bátur er að fara frá Höfða og vil jeg reyna að ná í hann Jeg vil nú biðja þig vinur að semja um allt sem þarf viðvíkjandi kúabókinni í fjelagi við Vigfus og sjá um prentunina þangað til jeg kem inn eptir sem verður um einmánaðar komuna. Þjer er velkomið að taka þátt í útgáfunni að helmingi ef þú vilt móti Vigf. eða þá þriðjungi og við sjeum þrír um hana. Í þriðja lagi þarftu ekki að taka neinn þátt í henni ef

þú vilt þann kost helzt, en þþá vil jeg innilega biðja þig að vera minn fullmektugur. Að öðru leyti er ekki nauðsyn að fast binda þetta fyrri en jeg kem inneptir því ekki þarf að leggja út neinn kostnað þangað til.- Í öllu falli bið jeg þig að skrifa mjer aptur með fyrstu ferð og segja mjer hvort þú vilt vera við nokkurn þennan kost eða ekki. Jeg bið þig ennfremur að komast eptir í kyrþey hvort E Briem muni ekki bjóða upp hús Jafets fyrir páska ein sog hann lofaði í vetur.

með virðingu og vinsemd

EÁsmundsson

Myndir:12