Nafn skrár:EinAsm-1860-02-16
Dagsetning:A-1860-02-16
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Nesi 16. Febrúar 1860.

Kæri vin!

Það er ekki mikið um brjefa skriftir okkar í milli, þú ert, held jeg, orðin svo sokkin niður í þína lögreglu, að þú getur eigi framar litið upp úr henni. Jeg var einvhern tíma fyrir einum tveimur árum að Makka til við þig að útvega mjer kvæði Tegnérs og jeg tók svo eptir að þú ætlaðir að hafa mig í huga með það, en svo veit jeg ekki um það meir. Jeg vona þú skrifir mjer að minsta kosti fáein orð með póstinum

Jeg hef engin tíðindi að skrifa hjeðan, nema mjer líður bærilega, eptir því sem það getur nú verið í þessu bága ári. hvernig líður þarna syðra? hvað skrafa menn helzt um? Hvað þenkir og ályktar Reykjavík á þessum dögum? Ekki held jeg að jeg geti komið út meiru en 6 Böldrum þetta ár, því Ólafur í Hringsdal beddi nú upp eða þeir sem hann úthluraði.- Baldur hefði betur talað eitthvað fleira enn hann gjörir um stjórnarmál, og um framferði sumra yfirvaldanna, einkum hjer nyrðra; því opt hefir verið illt, en sjaldan sem nú. Sjáðu fyrir mig um hjálagða seðla.

þinn einlægur vin

EÁsmundsson

Herra Jón Borgfírðingur

Myndir:12