Nafn skrár:EinAsm-1861-03-19
Dagsetning:A-1861-03-19
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Nesi 19 marz 1861

Góði vin!

Þó jeg sje að leggja af stað í langferð, þá vil jeg ekki láta hjálíða að þakka þjer samstundis meðtekið brjef.- Og vil jeg þá láta þjer þá ætlun mína í ljósi að þó að Norðri sýnist nú ætla að rísa upp "forklaraður" þá hef jeg lítið traust á því gagni sem hann gjörir nú frama eða á því að hann fái, í þessu ári marg kaupendur. lítið blað "kjarngott" kæmi sjer betur og yrði vinsæla meðal almennings (Norðri gæti verið for de höiere klasser í samfundet) en við bændur.

viljum helzt eiga lítið blað við okkar hæfi og væri bezt að enginn af hinum lærðu oflátungum ætti neinn þátt í því Bændastjettin þarf að eiga sitt Organ fyrir sig og sjálf bera sig í því sundur og saman um sínar þarfir. Manaðarblað á halfri örk í senn væri nóg í þessu ári. - Farð þið Björn og byrjið nú með nýu sumri nýtt blað. og ef þið endilega þurfið fleiri í þetta litla fyrirtæki þá fáið þið til við bótar góða bændur lærðir vindhanar verðar ykkur ekki til góðs með framtíðinni. Jeg vona þú brennir nú þetta blað, því jeg skrifa þjer núna meiningar í trúnaði

þinn

EÁsmundsson

Myndir:12