Nafn skrár: | EinAsm-1861-03-19 |
Dagsetning: | A-1861-03-19 |
Ritunarstaður (bær): | Nesi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 95 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Einar Ásmundsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1832-06-21 |
Dánardagur: | 1897-10-20 |
Fæðingarstaður (bær): | Vöglum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Rauðuskriðu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Nesi 19 marz 1861 Góði vin! Þó jeg sje að leggja af stað í langferð, þá vil jeg ekki láta hjálíða að þakka þjer samstundis meðtekið brjef.- Og vil jeg þá láta þjer þá ætlun mína í ljósi að þó að Norðri sýnist nú ætla að rísa upp "forklaraður" þá hef jeg lítið traust á því gagni sem hann gjörir nú frama eða á því að hann fái, í þessu ári marg kaupendur. lítið blað "kjarngott" kæmi sjer betur og yrði vinsæla meðal almennings (Norðri gæti verið for de höiere klasser í samfundet) en við bændur. viljum helzt eiga lítið blað við okkar hæfi og væri bezt að enginn af hinum lærðu oflátungum ætti neinn þátt í því Bændastjettin þarf að eiga sitt Organ fyrir sig og sjálf bera sig í því sundur og saman um sínar þarfir. Manaðarblað á halfri örk í senn væri nóg í þessu ári. - Farð þið Björn og byrjið nú með nýu sumri nýtt blað. og ef þið endilega þurfið fleiri í þetta litla fyrirtæki þá fáið þið til við bótar góða bændur lærðir vindhanar verða þinn EÁsmundsson |