Nafn skrár:EinAsm-1867-01-26
Dagsetning:A-1867-01-26
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Nesi 26 Janúar 1867

Góði vinur!

Það er nýtt sem sjaldan skeður mátt þú segja þegar þú sjerð seðil frá mjer, en það verður heldur ekki nema nafnið í þetta sinn. Bæði jeg og aðrir eru hálf sturlaðir yfir harfðindunum, sem nú leggjast þungt á alla í öllum sveitum. Það hefur glatt mig mjög að heyra, að þú værir búinn að fá embætti í höfuðstaðnum og vil jeg nú óska þjer til lukku, þó jeg að líkindum verði á eptir öllum öðrum í því. Jeg vona annars að það sje töluvert betra fyrir þig að komast af í Reykjavík en á Akureyri, og jeg

held jeg megi fara að flytja mig suður í höfuðborgina, og bið jeg þig að skrifa mjer uppástungu þína um það hvað jeg á þá að taka þar fyrir. Eins ætla jeg að biðja þig að skrifa mjer rækilega ýmsar frjettir, og þar á meðal að segja mjer sem næst af heimilisháttum sra B. honum hefir komið til hugar að vera hjer nyrðra að vetri, og þætti mjer því gaman að heyra sem nákvæmast hvernig hann býr heima hjá sjer bæði til matar og drykkjar og svo frv.- Óvenjulega vel kæmi mjer að geta nú fengið þá fáu skildinga, sem jeg ljeði þjer til suðurferðarinnar, því jeg er í kröggum með peninga eins og margir eru hjer nú. Það hefði verið mjer kærust að þurfa ekki að minnast á þetta lítilræði. Nú vona jeg að þú sendir mjer aptur linu með sömu ferð.

Lifðu ætíð vel þess óskar þinn einlægur vin

EÁsmundsson

Myndir:12