Nafn skrár: | EinAsm-1867-01-26 |
Dagsetning: | A-1867-01-26 |
Ritunarstaður (bær): | Nesi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 95 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Einar Ásmundsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1832-06-21 |
Dánardagur: | 1897-10-20 |
Fæðingarstaður (bær): | Vöglum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Rauðuskriðu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Nesi 26 Janúar 1867 Góði vinur! Það er nýtt sem sjaldan skeður mátt þú segja þegar þú sjerð seðil frá mjer, en það verður heldur ekki nema nafnið í þetta sinn. Bæði jeg og aðrir eru hálf sturlaðir yfir harfðindunum, sem nú leggjast þungt á alla í öllum sveitum. Það hefur glatt mig mjög að heyra, að þú værir búinn að fá embætti í höfuðstaðnum og vil jeg nú óska þjer til lukku, þó jeg að líkindum verði á eptir öllum öðrum í því. Jeg vona annars að það sje töluvert betra fyrir þig að komast af í Reykjavík en á Akureyri, og jeg held jeg megi fara að flytja mig suður í höfuðborgina, og bið jeg þig að skrifa mjer uppástungu þína um það hvað jeg á þá að taka þar fyrir. Eins ætla jeg að biðja þig að skrifa mjer rækilega ýmsar frjettir, og þar á meðal að segja mjer sem næst af heimilisháttum Lifðu ætíð vel þess óskar þinn einlægur vin EÁsmundsson |