Nafn skrár:EinAsm-1867-05-29
Dagsetning:A-1867-05-29
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Nesi 29. mai 1867

Góði vinur!

Jeg þakka þjer fyrir þitt góða brjef í vetur, og allar upplýsingarnar sem það hafði inni að halda. Þessar línur sendi jeg þjer svo aptur rjett til að láta þig vita að jeg tóri en ekkert hefo jeg annars að skrifa þjer nema nóga ótíð að undanförnu og nóg bágindi nú orsökuð af því. Jeg verð að hafa við þið dálitla þolinmæði með skildingana, en reydnar er jeg nú í mesta hraki með þess háttar. Ekki held jeg geti átt við að flytja mig buferlum suður, það

kostar meira en að flytja sig í annað land. Nokkuð öðru máli hefði verið að gegna ef jeg hefði átt einhverja vísa atvinnu af öðru tægi A.a.m. í Rvík. , en jeg býst við að þar sjeu nógir um það sem þar er að starfa. Komdu fyrir mig seðlinum sem hjer er samferða á rjetta leið

Með óskum alls hins bezta

þinn vin

EÁ.

Myndir:12