Nafn skrár: | EinAsm-1868-02-10 |
Dagsetning: | A-1868-02-10 |
Ritunarstaður (bær): | Nesi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 95 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Einar Ásmundsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1832-06-21 |
Dánardagur: | 1897-10-20 |
Fæðingarstaður (bær): | Vöglum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Rauðuskriðu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Kæri vinur! Jeg þakka þjer ástsamlegast fyrir þitt góða brjef í fyrra vetur og aðra góða viðkynningu. Þó jeg hafi nú lítið sem ekkert að skrifa þjer þá þykist jeg ekki mega annað en koma á það einhverju nafni, rjett til að láta þig vita að jeg lifi, og að mjer líður þetta hjer um bil eins og þegar þú þekktir til. Með póstinum seinast fjekk jeg brjef, sem mjer sýndist mundi vera frá þjer, en ekkert var í því nema boðsbrjef að kaupa nýtt blað, sem eitthvert fjelag í Rvík ætlaði að gefa út. Jeg verð nú að álíta mjög mikla þörf á að annað blað komi út í "Hoveðstaðen nægi að vita það eitt, að útgefendurnir sjeu þar. Á þetta boðsbrjef sem mjer var sent er búið að skrifa sig fyrir 8 expl. og vel getur verið að við það bætist ennþá, en eins og þú sjerð, er ekki gott að mæla fram með blaðinu þegar maður veit ekki hverjir fyrir því standa Það gefur jafnvel grun um að það sjeu engir kjarkmenn að minnsta kosti, sem eru svo óframfærnir að nafngreina sig ekki, þar sem þeir þó ætlast til að fá dálítið af verði blaðsins fyrirfram. Jeg vildi ráða þessu góða fjelugi til að vera dálítið djarfara og bezt þætti mjer að það byrjaði útgáfu blaðsins undireins eða að minnsta kosti með sumrinu, því fyrst er þörfin á blaði mjög svo mikil, og í annan stað er ekki fyrirhöfnin eða kostnaðurinn við ekki stærra blað svo mikill að þetta sje ekki kleyft fyrir heilt fjelag manna, ef í því eru ekki tómir vesalingar. Verði blaðið vel ritað mælir það undir eins betur með sjer en nokkurt boðsbrjef, og ónýtt er að bjóða mönnum ónýtt blað. Ef þú ert nú annaðhvort í fjelaginu, eða erindareki fyrir það, þá hvettu til þess í öllum bænum, að fljótt og vel verði byrjað Það verður þinn einlægur vin Einar Ásmundsson |