Nafn skrár: | AdaJon-1873-03-20 |
Dagsetning: | A-1873-03-20 |
Ritunarstaður (bær): | Hafursá, S-Múlasýslu |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2755 4to |
Nafn viðtakanda: | Halldór Jónsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Aðalbjörg Jónsdóttir |
Titill bréfritara: | vinnukona |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Hafursá 20 Marts 1873 Velæruverðugi Herra Profastur ! Yður má þykja undarlegt að fá bónarbréf frá mér, yður með öllu okunnugri umkomulausri vinnukonu; enn það gefur mér djörfung að skrifa að góðvild yðar og mannuð, er mér af allmenníngsrómi vel kunnug; og svo hitt að þá þér sjáið hver orsökin er til bæna þeirrar, er jeg hér ætla að bera framm fyri yður; þá munið þér vyrða til vorkunar þótt eg leyti til yðar fremur öðrum. og vil jeg þáán þess að hafa lengri formala,- Skíra yður frá hvers vegna eg verð að ónáða yður með þessum línum. Þegar herra læknir J. Finnsen, fór alfarin, frá Akureyri til Danmerkur, þá fluttist þangað með honum- sem þjinustustulka- dottir mín Johanna að nafni Jonatansdóttir, hún dvaldi síðan um nokkurn tíma í husi hans; og á því tímabili fékk Jeg bréf frá henni nokkrum sinnum. Síðast þá hú Skrifaði mér gat hún þess i brefi synu, að hun ætlaði að hafa vistaskipti, enn gat þess ekki hver tilvonandi húsbondi hennar væri eður hvar hann byggi, Jeg Skrifaði henni þá aptur, og ráðstafaði því bréfi til herra Finnsens; tvisvar síðan hefi jeg Skrifað og ráðstafað bréfunum sömu leið, enn ekkert svar fengið í móti, Þetta vekur hjá mér þann ótta, að þessi á minsta dóttir mín, muni-annað hvert vera dáin, eða með einhverju móti komin í þær kíngumstæður, að hún géti ekki Skrifað mér. óvissan um þetta sem hér er avikið, knír mig til.- herra profastur! að bera þá auðmjuka bæn upp við yður, að þér vilduð gjöra svovel og spyrjast fyrir, hjá herra Finnsen;- því jeg gjöri mjer vissa von um að þér Skrifið honum.- hvað hann viti um Jóhönnu dottur mína, hvert heldur hún væri lífs eða liðin, og síðan til kynna yður það.- -yrði jeg svo heppin að fá einhverja upplísingu þessu viðvikjandi, þá bið jeg yður- enn fremur- gjöra svo vel og til kynna mér það hið fyrsta skeð gæti.- i öruggri von um að þér verðið við bæn minni; og fyrirgefið mér dyrfskuna; er jeg i undirgefni yðar velæruverðugheita; Skuldbundin vina;- Aðalbjörg Jonsdottir; |