Nafn skrár: | EinAsm-1870-02-22 |
Dagsetning: | A-1870-02-22 |
Ritunarstaður (bær): | Nesi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 95 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Einar Ásmundsson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1832-06-21 |
Dánardagur: | 1897-10-20 |
Fæðingarstaður (bær): | Vöglum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Rauðuskriðu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Nesi 22. Febrúar 1870. Kæri vin! Í þeirri von að mjer takist nú að ná í póstinn, sezt jeg niður til að hripa þjer þessar línur. Það er annars merkilegt hvernig gengur hjer með þær póstgöngur, í haust vissum við aðeins af því, að pósturinn var kominn, en svo vissi enginn hvenær hann átti aptur að fara og þá fór hann undireins, rjett sömu dagana, sem við fengum brjefinn úr ferð hans heim til okkar, svo ómögulegt var að svara þeim og þótti mjer þetta illt margra hluta vegna. Hjeðan er nú ekkert að frjetta nema fráleit harðindi allt hið umliðna ár og munu þau að vísu allstaðar hafa komið við, en sjálfsagt hvergi eins og hjer á Norðurlandi þar sem hafísinn lá hjer um bil landfastur mest allt sumarið, og allra fyrstu kaupskip komust eigi að landi fyrri en í Júli, og það þó eigi nema í sumar hafnir, en eigi fyrri en í Agúst í sumar. Skyldu Sunnlendingar eigi hafa verið orðnir soltnir um það? þar sem þeir kvörtuðu eins og þeir gjörðu þrátt fyrir það þó sjórinn væri auður, skipin kæmu í tíma og goður styrkur af gjafakorni væri þeim veittur, en ekkert okkur. Svo hafa nú Sunnlendingar fengið gott sumar, við eitt hið bágasta. Vetrar tíðin hjá þeim fram að nyári að sögn góð, mestu harðindi hjá okkur. Þú getur því nærri hvernig er að lifa hjer nú á dögum. Síðan um nýár hefur hjer verið bezta tíð, allt til þessa dags, en nú er að snúast til frosta og hafáttar, og er jeg hræddur um að rætist gamalla manna mál, að hin góða þorratíð vinnist upp með harðindum, sem á eptir komi . Jeg veit ekki hvort þú ert enn í Baldurfjelaginu þó jeg ímyndi mjer það. Í fyrra sendi jeg Einari prentara 6 í sölulaun En fyrir afleitan peninga skort get jeg nú með engu móti sent þessa skildinga, 4da 48rd, með þessari ferð og vil jeg nú~biðja þig að hafa einvher ráð að hjálpa upp á mig með þetta. Sömuleiðis bið jeg þig að umgangast að mjer verði eigi sendir nema 6 framvegis, ef menn annars vilja ekki hætta að hafa mig fyrir útsölumann. - Jeg hef orðið fyrir mjög hörðum árásum og málssoknum þetta ár, og þó jeg væri sýkn og yrði dæmdur sýkn, þá hefur þetta gjört mjer mjög mikið tjón, enda mun nú leikurinn hafa verið til þess gjörður. Fyrir það sem hinn stóri lögvitringur(?) áleit mig hafa unnið til stórsekta með því að ljá prestinum okkar húsnæði í 6 vikur, og fyrir það sem hinn sami skipaði að leggja löghald á allar eigur mínar og svipta mig frjálsum umráðum þeirra, þá eins og vonlegt var vildi hver einn, sem nokkuð átti hjá mjer, fá sitt, með því líka til að borga þetta. viðjerðu sjá svart á hvítu hvað sekt mín átti að verða eptir þessu, þá hefði hún orðið 70.364.744.436.660 lóð silfurs, þ. er yfir 70 billiónir, og hefði henni svo verið skipt jafnt milli allra þessara þúsund millióna manna, sem á jörðinni búa þá hefði hvert mannsbarn fengið meir en 70.364 lóð silfurs og mundi margur láta sjer minna draga, og það jafnvel þó jeg hefði orðið fyrir þeirri náð, að borga aðeins helminginn eins og lög þykja standa til á Íslandi, þá hefði þó enn komið yfir 35 þúsund lóð silfurs á hvort mannsbarn á jarðríki. Þarna sjerðu hvernig norðlenzka rjettvísin er nú a dögum. Nú hætti jeg og bið þig að fyrirgefa flýtinn þinn einlægur vin EÁsmundsson.- |