Nafn skrár:EinKri-1897-10-22
Dagsetning:A-1897-10-22
Ritunarstaður (bær):Syðra-Hvarfi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Einar Kristjánsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1842-11-09
Dánardagur:1907-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Vallnakot
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

The Narrows P.O. 22. October 1897

Elsku frændi alúðarheilsan Nusest eg við að skrifa þjer þessar fáu línur með kjæru þakklæti firir sendinguna sem S Eymuns

sem sendi mjer nefni lega Ná?? unu firir Estikals partinum. Enn þegar jeg reif upp brjefið og sá kvað an það

var varð mjer first fyrir að Bölfa storum bæði sjálfum mjer þjer og fleirum first mjer firir rægtar leisi að skrifa þjer svo skjald an að þú værir orðin svo

reiður við mig að þú virtir mig ekki svo mikils að skrifa mjer linu og eptir því færu allir minir ættingar og vinir þar jeg hef ekki feingið brjef að heiman í

rumt ár, þar til jeg fjekk logsins Br.

Skrifað i Reykavik 18. Juni 97 enn hingað komið 27 septenber 97 enn Brjefið fra sigfusi fjekk eg

seint í agust og eg var orðin af hugnað jeg mundi fá brjef frá þjer enn sigf skrifaði og samstundis afur og ljet hann vita að Brjefið kom til skila jeg er

orðinn fjáska latur að skrifa og of latur, því fristundir gjet eg haft þo búskapar ann rikið sje ein lagt hjer er ætið nog að gjera mjer og min um liður all

vel. mjer er ein lagt að hnigna sjer deilis með Heirnina jeg er farin að heira mjög ill jeg heiri ekki algeint tal og hv fólk sje að tala saman inni þá heiri

eg ekki orða skil svo er Gigktin að kvelja mig og mart andstreimið öll eru sikinin hja okkur en þeir baðir vinna firir buinu þar eg er orðin onitur. Enn

þo er stjani að missa heilsuna ef han fær ekki meðöl við þvi i tima

Enn til

Kina satu er farið 2 ferðir i manuði og firir ferðina 82. enn það kostar talvert mikið að halda við tveimur beitum og nú í sumar keifti Helgi

hann 3 og það er dekkbátur gamall svo nu er nokkuð mikill skipa stall orðin hjer. Skepnur eru við þettað sama þegar þær fjölga þá sel eg af þeim

þar það tindir mest a mjer að hirða þær vetur og sumar i juli i sumar tapaði eg 3 Hestum sem eg frjetti ekki til fir en nú nilega um 80 milur hjeðan enn

siðan jeg frjetti til þeirra þá geisaði Eldur ifir það plass sem hestarnir voru i og þar brunnu fleiri tugir af nautgripum enn eg hef ekki frjett neitt siðan um

Hestana ef jeg tapa þeim þá hef eg um $200 skaða. Hestar eru hjer dirari en heima

Leiðin legar frjettir voru það þegar jeg sa það i Lögbergi

i vor um dauðsfall sigurðar i Hjörsey og þeirra og jeg samhriggist Gunnu sistir að verða firir þessum astvina missir kvað ofani annað með meiru sem hún

hefur haftað bera. mikið þótti mjer leiðin legt að frjetta að siggi frændi væri farinn að Búa i Terukoti en ekki er það af því eg tresti

honum ekki að standa i bonða stöðu ligt og aðrir ungir men en heldur hefði eg viljað kjosa að hann hefði birjað Buskap hjer i Amiriku þó Blöðinn ifir

völdin eð embættis menn niði amiriku og búskap fanan hjer þa er þo af koma landa hjer mörgum sinni betri en heima setum svo

að maður með konu og 4 Börn braði að bigga og bera á langavassdal eða arnarvassheiði og ætti til 100kr i Peningum

og firir þettað ætti

hann að kaupa Kú og fleira og gjeta bjargast a fram. Hjer er einn bondi a 70 aldri hefur konu og 4 Börn kom hingað firir 5 arum þá með eina kú sem

honum var gjefin og önur að láni þegar han kom til Winnipeg atti han $.8 til enn nu á han 12 gripi þar af 4 kir og einn augi en til

brukunar 3 svin 4 kindur Net Bat (Pran) og sto og fleira han hefur ekki átt sældar líf en aflas nog að jeta han eiðir Tobaki miklu og eins konan Föt hafa

þeim gjefist og fleira smaveis. Enn hefði han veiðini Bæ þa hefði han ekki haft það eins gott þar eru út gjöld og eins þar sem lögleg bigð er enn hjer eru

eingin útgjöld einginn Prestur og ekkar ifir vald. Enn þo er friður og samþikki mana i milli

Við efptir að jeg kom hjer að Narrows skrifaði eg

þjer og gaf þjer fullmagt til að vera firir mina hönd við skifin og sölu en Eski hottisson og það með undir skrifuðum vottum og aðra

fullmagt sendi eg i sama sinn in ani brjeftil setsdu ef ann að skildi tapast enn að likindum hafa þessi bæði Brjef tapast. Nu hef eg firir vetrar man Asgeir

þorbergsson faðir hans gjetur ekki tjonkað við han han artast illa en er þo greindur enn otta lega latur ekkert hef eg frjett af Kr frænda

hann skrifar mjer ekki siðast þa eg frjetti af honum þa leið honum vel Hjer með bið eg að heilsa öllum kunningonum það er að seja frænd fólki minu við hjer

biðum mikið vel að heilsa Yetsdu sistir og sigga frænda, liði þjer ætið sem best sjertu kjært kvaddur af þinum Elskandi frænda Einari

Kristjanssyni

Ps jeg vona jeg lifi svo leingi að jeg sjai sigga frænda hjer i amiriku hann æti að bregða sjer hingað til að læra eikvað sem han gjæti haft gott af heima

eða aðrir mart ma bruka heima sem hjer er brúkað

Það sem að honum geingur eru stlög ligt og væri Lalla þínum han fellur niður hvað sem stendur og fær aungvan firir voru og a eftir man han ekkert af

því en han er mj0g eftir sig ekki hefur hann feingið nema fjögur köst enn þettað er mjög hættu leg veiki hjer því hjer er í hættu leg værkfæri sem brúkuð eru

til vinnu dagsdaglega ferðir um vatnið í sumar var hann norður a vatni a Vekk bat þegar han fjekk slagið og datt a dekkið nu er han inn

i Winnipeg að leita sjer lækninga, Þettað þikir mjer mjög leiðin legt og leiðin ligra af því stjani er mindar maður og leit ut firir bbiggi legan man agjætt smiða

efni a trie og jarn han er a lika stor orðinn og afi hans var og nafni en Helgi er með hæðstu mönnum ifir 3 aln

I águst manuði fer Helgi suður á

v vatn að veiða hann for a 2 ur Batum og tok 3 daglauna men en han tapaði á því allmikið en við stjani vorum við

hey skapin þar til han for in og þess a milli að sæka og flita Póstin sem er all mikil töf fra hey vinnunni hjeðan til Teairforð eru ifir 40 milur

Enskar og þangað verð eg að senda Postin firsta manu dag i hvurum manuð i sumar og vetur sjoveg asumin en land veg á veturnar þessi Posflutningur biraði

hjeðan i april i vor þessar ferðir i sumar hafa þeir farið einir a batnum utan nú seinustu ferðina þa fjekk eg man með stjana þvi han var ni buin að fa slag. við

höfum $12. 50 Cent firir kvara ferð fram og til baka og við er um mjög öfundaðir af því en það er litill hagur ef tveir þirtu að far ferðin tekur upp 5 daga ef vel

geingur enn hjer þikir ekki hatt kaup $1 og fæði

Myndir: