Nafn skrár:EirHal-1872-03-11
Dagsetning:A-1872-03-11
Ritunarstaður (bær):Eyrarlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Eiríkur Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Krossi 11. marz 1872

Elskulegi Vinur og frændi minn!

Mjer dettur ekki í hug að hripa línur þessar í því skini þjer verði skemtun að lesa þær þú sem færð brjef úr öllum áttum og öll miklu efnis ríkari og fallegri en þetta,

það er þakklætis tilfinning fyrir síðast og síðasta elskul. brjef þitt sem knýrr mig til þessa og nauðun úr kerlingu minni elskul. sem

rend="overstrike">sem segir jeg sje marg skyldugur að skrifa þjer, en hvað á jeg þá að skrifa? Lófssaga mín er stutt og viðburðalaus síðan seinast jeg þarf að

sönnu ekki að klóra seðla mjer til dægra styttingar eins og seinastþá

, því jeg er farinn að vinna dálitið en mikið vantar, jeg sje jafngóður betra er heilt en el gróið og hræddur var læknir um að lifrin væri gogguð Guði sje lof meðanjeg

get dálitið unnið.- Almennir viðburðir eru mjög fáir á lopti, nú þessa daga: illa artaður

hósti (kíghósti) stíngur sjer víða niður, drepið hefir hann 4 börn í Eyjaferði, þeir láta illa við að lækna hann, bezta meðal telja sumir við honum uppsölu vinstein

gefinn í tíma.- Almenn mál er helzt Gránufjelags fundur 27 f.m. hans aðgjörðir koma út í næsta blaði Nf.; fjelag það er á góðum framfaravegi

og áhugi manna eindreginn helzt hjer um þingeyjar þing að veita því vöxt. og viðgang; í fyrra um þetta leiti átti Grána hjerumbil 4000 nú nálægt 11000.- Þú þekkir

blaða deilu þeirra Jóns og Ljóts, menn eru orðnir þess fullvessir hann sje að verða að Náttuglu norður lands; Gr: fundur var samankallaður að

beiðni Bæsár kálfa,- og- auðfundið var að þar var andvígur flokkur, á fundi sem þeir ættu hlut að, n sökum fjölda norðan manna gætti þess lítið; Ljótur er alltaf órór

sökum þess hænn komst ekki í Kaupstjóra sætið, það veit maður, en oss þykir viðurhluta mikið að taka prestinn úr stólnum

og gjöra hann að prangara er það ekki ókristilegt? En hvað er betra en sjálfumlikur. einginn ber annars traust til hans hvorki til þess nje annars.- Maður var sendur

suður til Víkur af Akureyri ,hann kom aptur nú um seinustu manaðar mót hann færði brjef og blöð, fátt var merkilegt að frjetta, eg tel sjálfsagt hann hafi komið með

brjef í Hof og þau sjeu kominn á leiðina; sonum þínum hæfði liðið vel, eg spurði hann um þá, þar hefir gengið einhver illörtuð veiki, og drepið nokkra helzt um

tvítugs aldur.- Þeir Reykvíkingar höfðu borið sig illa af kornleysi (víða er pottur brotinn) afli hafði verið þar nokkur og árgæzka til landsins valla gránað í fjöll hvað

þá í byggð.- Fyrirgefðu mjer þetta fánýta hjal elsku frændi! berðu allri þinni elskul. Familiu kæra kveðju okkar hjerna, vertu sjálfur virðingarfyllst og kærast kvaddur

af þínum ónýtum frænda

EHalldórssyni

Myndir:12