Nafn skrár:EirHal-1877-04-03
Dagsetning:A-1877-04-03
Ritunarstaður (bær):Eyrarlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Eiríkur Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eyrarl. 3. apr 1877

Elsku vinur og frændi!

Það reyndar væri ekki um skör fram þó jeg væri farinn að skammast mín fyrir að hripa þjer ekki línu, ekki þess vegna, að þú hafir skemtun af því eður þjer geti

verið þægð í því, að fá línu frá mjer, heldur sjálfs mins vegna; en satt að segja hefir það meir, komiuð af einhverri feimni, og er þó undar legt, að jeg sem er eða

þykist vera búinn að uppræta hana alveg hjá mjer, skuli vera feiminn við þig; nú hefir þú eða þið elsku hjónin ljett af mjer þessu feimnis oki, með því að segja

aumingja barnið mitt velkomið að vera hjá ykkur næsta ár fyrir þetta, þakka jeg þjer og þinni elsku konu betur en jeg get orðum að komið, því hvergi vildi jeg vita

það fremur, og hvergi eins; jeg sem sje, kinokaði mjer við að fara að biðja ykkur fyrir hana að nýju því það (er að

segja telpuna mína) jeg vissi afur vel að nóg var af þess háttar rusli á Hofi, og svo var jeg einlægt í aðra röndina hræddur um hún gæti ekki komið sjer jafn vel og jeg

óskaði, en nú þykist jeg sannfærður um að það sje þó í hið minnsta

þolanlega, auminginn var heima alein og ófullkomin, en gott grey; jæja elsku enur og frændi! Guð launi ykkur fyrir barnið mitt betur get jeg ekki beðið.-

Hjeðun er ekkert að frjetta það tíðinda indur er vert, enda lepja blöðin smátt og stórt, týðar farið er grimmt, nú um

tíma norðan hríðar dagl. og menn vænta með kvíðog hafíssins, á hverju augna bliki. hey þröng ekki enn tilfinnanleg, það jeg veit, enda er það nokkuð snemmt því

tími er eptir af gjafatíma enn, ef hart fellur; síðan bólguveikin fór hjer um er heilsufar manna fremur gott og gripahöld eins, mjer og mínum líður fyrir Guðsnáð

bærilega, sama var þegar jeg frjetti síðast frá Bergstöðum.- Jeg Gratulera þjer fr: með nýja prestinn að Valþjófsst: það þókti mjer einnig vænt um þín og þinna vegna

fallegt er á Valþjófsst. og gott er víst að vera þar prestur, enda á Valþjofsst: skilið að fá góðann prest og það fær hann nú líka Hjer er mikið rætt um skatta málið,

allir eru himin-fallnir fyrir tillögu Arnljóts, um að leggja allann skatt á fast eignina, ekki get jeg fallist á hana

og hafa opt orðið um það kappræður milli mín og annara, það vildi jeg þú værir á mínu máli, jegað hyllist meir tillögu

skatt nendarinnar, en í sjálfu sjer virðist mjer að ekki sje búið að finna öllu rjettari gjald máta að liggja til grundvallar fyrir allri skatt heimtu, en tíundar

reglugjörðina fornu, gaman væri að heyra þitt álit.- Ætlar þú ekki á þing í sumar? Það er einnig mikið rætt hjer um þingmannskosningu austfirðinga síðan greinin

eptir "austfirðinginn" kom í Norðanf. með yfir skript "Betra er hjá sjálfum sjer að taka" mjer er alltaf sárt til minna elsku austfirðinga, og langar svo mikið til að þeir

standi ekki á baki annara, eins og þeir reyndar ekki gjöra, en með eins góða menn og þeir hafa heima fyrir virðist brók fyrir þá

ð að leita langt út fyrir kjör-dæmið og það verður þeim lagið til ámælis. Þú tekur ekki hart á mjer þú jeg sje opinn og túðri í öllu, jeg

hefi ritað þessa grein, en hún er háksalega misprentuð og eiga leið rjettingar að koma í næsta bl. yfir það versta, segðu mjer álit þitt um aðal stefnu hennar en

enginn má vita eptir hvern hún er, ritstjóri veit það ekki sjálfur, en austfirðingar ættu

að sækja betur kjörfundi enn þeir gjöra það var reyndar axar skapt af þeim að kjósa út úr kjördæminu síðast því eins góða menn áttu þeir heima fyrir og Eggert

og er hann reyndar góður drengur.- Þú hefur heyrt það og líkl. sjeð af Nf: að jeg er að þvætta í málaferlum þeirra Reykvikinga, og eru nú bæði dæmd í hjeraði, en ekki

ek verður hvílt við það, síðar eður nær jeg kemst að verður dómurinn byrtur í Haldórs málinu þar er nú Skapti reyndar

fríkendur að fullu en allir segja H. það mátulegt nema jeg, mjer finnst Skapti hafa mælt sjer þar, (þó um annann hefði verið að ræða en Halldor yfirkennara).

sjer til verulegs óhelgis, því hvornig sem H. kannað vera á hann rjett sinn eins og hver annar maður; þó held jeg, jeg

hegði aldrei tekið að mjer mál hans hefði ekki verið hjá mjer svo sterk velvild til nafnsins, mjer finnst mjer vera vel við alla Halldóra, sem ekki er ónáttúrulegt, jeg

átti elskul. föður með því nafni, á elskulegann vin og frænda með því nafni, þar sem þú ert, á elskul og efnilegann son með því nafni; þú verður því að virða mjer

heldur til vorkunar og halda heldur fyrir mig skyldi þegar aðrir skíta mig út fyrir það að hafa brúkað mig til slíkra ill þrifa, en jeg beini þeim flestum einhverju svo

beinlitlu, sem hægt er sem skíta mig stórt út fyrir að hafa tekið þetta mál að mjer,- Fyrirgefðu ruglið, berðu elsku konu og börnum ástfyllstu kveðju okkar hjónanna,

þig kveður ástfyllst í anda þinn ónytur fr. EHalldórsson

Myndir:12