Nafn skrár: | EirJoh-1891-10-25 |
Dagsetning: | A-1891-10-25 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Eiríkur Jóhannsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1862-00-00 |
Dánardagur: | 1939-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Héraðsdal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Þorljótsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Vinnipeg 25 október 1891 Elskulegi bróðir minn Guð gefi að þjer og þínum liði ætíð sem best ! Loksins sest jeg við að pára þjer fáeinar línur og eiga þær að færa þjer mitt hjartans þakklæti fyrir allt bróðurlegt ástríkt og gott mjer og mínum auðsýnt frá því fyrsta alt til okkar skilnaðarstundar því er miður að þessar línur verða ekki eins margar eða frjetta fróðar eins og jeg hefði viljað enn lítið er betra enn ekkert jeg má skammast mín fyrir að hafa dreigið það svo lengi að skrifa þjer línu til þess að láta þig vita að jeg er þó enn í tölu þeirra lifandi enn jeg hef einhvernveginn ekki komið mjer fyrir með það að skrifa neinum fyr enn þetta að undanteknu að jeg skrifaði þjer frá Glaskóv um ferðalagið það sem búið var þá af því. Þá er enn að birja á því að segja þjer í fáum orðum frá ferðalæginu frá Glaskóv til Vinnipeg og gekk það fremur seint og stirðlega að öllu leiti (jeg ætlaði að halda dag bók alla leið eins og jeg gjörði á leiðinni til skotlands enn gat það ekki vegna vesældar á mjer og mínum.) VIð fengum fyrst sæmt veður í Atlandshafinu storm og stórsjó í tvo sólarhringa og þá urðu flestir veikir af sjósótt jeg var ekki góður og mæðgurnar mjög lasnar nafni þinn var sá eini af okkur sem var alveg frí við svoleiðis vesöld alla leið eftir tvosolarhringa gerði logn enn eftir það var oftast þoka svo valla sá út fyrir borðstokkinn og tafði það ferð skipsins mjög mikiðog vorum við 12 og 1/2 dag tími fyrir marga því auk sjó veikinnar sem alla leið þjáði suma var sumt af fólkinu veikt af illkinjaðri kvefveiki sem líktist Inflúensa veikinni sem gekk heima í fyrra vor og varð jeg mjög slænur af henni og fanst okkur vagna leiðinn yfir Amiriku frá Hvebekk til Vinni 1600 Mílur enskar em víða mátti sjá mikla fegurð og marg breitni í ríki náttúrunnar loksins komum við til VInnipeg 13 júlí eftir 27 daga ferð og flestum held jeg hafi þótt ferðin nógu löng. Það helsta sem við bar á þessari ferð var að 1 barn dó á sjóleiðinni og annað á Vagnleiðinni utanum það fyrsnefnda var smíðaður kassi og siðann var lesið og sungið yfir því og svo var því latið síga niður í hina afar víðu gröf hafsdjúpsins og meðann á athöfninni stóð stóðu allir yfirmennirnir af skipinu á samt Íslendingum berhöfðaðir yfir hinni litlu líkkistu jeg kunni ekki ver við þá greftrun heldur enn að jeg hefði verið staddur í kirkjugarði heima Íslandi hitt barnið sem dó á vagnaleiðinni var skilið eptir í dálitlum bæ sem við komum í og jarðað þar á kostnað stjórnarinnar þegar að við komum hingað til Vinnipeg kom Guðrún sistir Ólafar strags á Emigrantahúsið og fór með okkur heim til sín og hafa þau hjón reinst okkur mikið vel við höfum lifað hjjer í sama húsi síðann og rentum eitt litið verelsi Margt hefur nú borið fyrir augu mín síðan að jeg kom í þetta land eins og þú getur ímindað þjer elsku bróðir enn jeg hef ekki hentugleika í þetta sinn að skrifa þjer í þetta sinn nema um mína eiginn hægi jeg hafði gjört mjer hugmind um aður enn jeg fór að heiman að það mundi vera mjer miklir peningar að koma hingað snemma sumars enn mjer reindist það öðruvísi því það er hjer aldrei verra að fá vinnu enn framan af sumri því þá er fjöldinn svo mikill á meðann að Uppskeruvinnan er ekki birjuð hjá bændum útá landinu enn hún birjar vonalega ekki fir enn seint í ágúst. jeg hef alldrei tekið meira út af leiðindum á æfi minni enn fyrstu þrjár vikurnar sem jeg var hjer enda stuðlaði margt til þess að svo væri, fyrst og fremst það að jeg gat ekki fengið neitt að gjöra og svo urðu börnin okkar strags mjög lasinn af magaveiki og svo í þriðjalaægi að það var hjer mikið sorgar hús hjá Arna og Guðrúnu því þau mistu báða tvíburana litlu eftir að við komum hingað og liðu aðeins þrír dagar á milli þeirra í sama húsi og við lífum í var maður að rend="overstrike">upkjeru á stað hjeðann 1 águst það kostar á fjórða dollar þangað á Gufuvagni vegalengdinn er um 100 Mílur Enskar og lánaði Eyvindur mjer það sem jeg rend="overstike">þ spotta um miðjan legginn og eru bindinn á að giska 20 til 30 pund á þingd vjelinn gjörir þetta alt slær HVeitið bindur það og ber það saman í múga og er það róleg vinna fyrir þann sem situr á Vjelinni og stýrir henni. Það sem jeg fór fyrst að vinna var að að bindinn eru reist upp hvert á móti öðru og kveitinu snúið upp og eru hjer bil höfð 9 til 14 í kverjum það er talið fullkomið verk að sjokka á eftir binara fyrir einn mann jeg get helst líkt því við að bera saman ill þurra töðu heima af kappi allanndæginn og opt var jeg þreittur á kveldinn fyrsa tíman sem jeg vann enda brá mjer við að eptir svo langt yðjuleisi samt komst jeg fljótt uppá að vinna við uppskuna og fjekk fullkomið kaup eins og þeir sem vanir voru þeirri vinnu nema fyrstu vikuna fekk jeg ekki nema 1 dollar 75 sents enn 2 dollarar voru vana kauið auk fæðis og er það mikið þegar að maður ber það samann við peninga upphæð heima að hafa 7kr50ar í kaup daglega auk fæðis enn það er ekki vanalegt nema við þá vinnu enn öll vinna er hjer betur borguð enn heima vinna hjá bændum er vanalega löng enn þó er hún stittri enn heima þar sem að jeg búið er að slá og sjokka Hveitið er stakkað það er að bindunum er hlaðið saman í krínglottann hlaða og kveitinu snúið um og eru þeir líkastir í lögum og hvíta síkurtoppur og vanalega hafði 4 saman úrstökkunum er Hveitið þrekst og er til þess höfð vjel sem knúinn er áframm með gufuafli og er það stórkostlegt furðuverk að sjá kverninn hún aðskilur hveitið og Stráið við þreskivjel vinna vanalega 12 eða 16 menn og er það vanalega mjög hörð vinna. Seinni partinn af Seftember og framanaf Október gerði hjer mikinn Oþurka kafla og þá verður ekki unnið við neina uppskeru vinnu svo jeg fór aftur norður til VInnipeg og hef unnið hjer í bænum síðann við kurða vinnu og hef í kaup 5 Ekki tók betra við þegar að jeg kom til bændanna það sem atvinnuna snerti því hveitivinna birjað ekki fyrir alvöru fyr enn í kringum þann 20 við fjelagarnir vorum þar hjá Islendingum og feng og fengum að vinna fyrir mat við komum til Pembína sem er dálítill bær í norður dakóta þar lifa æði margir Islendingar þú þekkir held jeg fáa þerirra nema Lárus Guðmundsson sem einusinni bjó í Brekkukoti hann og hona hans tóku vel á móti mjer og var jeg hjá þeim í meir enn viku þeim líður mikið vel nú orðið þau eiga fallegt íveru hús og ámeir enn 100 fjár og marga Gripi og alifugla og ekki seigist hann yðrast epgir að hann fór af gamla landinu enn ervitt atti hann hjer fyrstu árinn enn nú græðir hann mikið árlega frá PEmbína forum við til Hamilton sem er líka lítill bær í norðurd.k. þar lifir mjög fatt af Íslendingum samt fann jeg þar eina stulku sem þú kann as við það er Guðrún sem einusinni var á Þorsteinstöðum hún er búinn að kaupa dálítið Hús og lifir í því með Guðmundi syni sínum og líður þeim vel hún seigir að það það hafi verið munur á æfi sinni síðann að hún kom vestur enn var heima hún sindi mjer hina mestu gestristni og bað mig að heilsa ykkur kærlega frá sjer þegar að jeg skrifaði þjer og seigja að sjer liði vel. VIð Eyvindur rjeðumst báðir hjá sama Farmara. (svo eru þeir nefnir sem búa á landi) 5 Mílur frá Hamilton og birjuðum að vinna 24 ágúst það er einkar skjemtilegt að vinna við uppskeruvinnu enn frmeur er það er vel sprottið eins og það var þetta Sumar (mig langar til að lýsa dálítið fyrir þjer þeirri vinnu að ferð) Þegar akrarnir eru orðnir móðnaðir (bleikir) þá eru þeir slegnir með vjel sem til þess er gjörð og kölluð er Sjálfbindari og ganga fyrir henni ímis Hestar eða Ugxar hún slær Hveitið og bindur það í knippi og get jeg helst líkt því við það að maður hefði tekið stórann mest unnið með Ísleningum það er óefuð sannfæring mín að betra sje að komast hjer af enn heima og flestir landar hafa hjer betra líf enn þeir höfðu heima og flestir eru búnir að eignast dálítið og sumir mikið sem tekið hafa land enn þeir sem lfia hjer í bænum græða fáir nem þeir sem komist hafa að einkverri stöðugri atvinnu því opt koma hjer langir tímar sem litla vinnu er hægt að fá enn allt fremur dírt sem þarf að kaupa eða flest að minsta kosti, ekki er það heldur satt sem sumir landar hafa skrifað heima að dollarinn hjer sje ekki meira virði að kaupa fyrir enn krónann heima mjer hefur fundist að þegar maður tekur meðaltal af öllu sem maður þarf til lifins viðurhalds þá sje líkt verð á því og heima því þó sumt sje nokkuð dírara enn heima þá er sumt mikið billegra til dæmis sem matvar svo sem kveiti og kartöflur og fleira er þriðungi ódírara enn heima kaffe og Sikur er hjer með mjög líku verði og heima og fatnaður og skótau engu dírara aftur að hinuleitinu þarf maður hjer margs við að Vetrinum sem maður þurfti ekki á Íslandi þó kalt þætti mað þarf að eiga ofn og mikið á dag sú vinna er bæði ervið og óþokkaleg enn þó fynnst mjer hún ekki verri enn mörg rústar vinna heima sem ver var borguð Jeg ætlaði mjer að heimsækja Guðbjörgu sistur okkar áður en jeg for birt ur Dakota enn það fórst fyrir af því að jeg tímdi ekki að missa tímann því hjer er aldrei eins gott að fá vinnu og á Haustinn hún lifir um 30 mílur frá því sem jeg vann og líður bærilega eptir því sem jeg frjetti því sem mjer var sagt af fólki sem jeg frann sem þekti hana líka held jeg að Birni sem var á Hofi og Guðrúnu sje farið að líða bærilega þau munu hafa átt mjög ervitt uppdráttar hjer fyrs eins og nátturlegt er um menn sem koma hjer fjelausir með mikla fjölskildu enn mesta orðugleika hefur maður hjer af málleisinu fyrs í stað enda verður það seintekið fyrir flestum ekki síst þeim sem eru orðnir nokkuð fullorðnir stálpuðum börnum og Unglingum gengur best að læra málið Jeg held að jeg ætli að verða mesti tossi að læra málið jeg er litlu nær enn jeg var fyrst enda hef jeg nú af kolum og við þarf maður að kaupa til þess að geta haft nægann hita í húsum sínum og kostar það mikla penínga, Í gær sem var viku seinna enn jeg birjaði að skrifa þetta brjef því það eru hjáverk mín á kveldinn þegar jeg er hættur að vinna sá jeg fyrst snjó hjer í Amiríku með samfara frosti og kulda þó nokkrum enn í dag er aftur komið gott veður með minni áhyggju horfi jeg framm á þenna vetur enn jeg gerði heima eftir að jeg fór að eiga með mig sjálfur eggja jeg engann á að fara heimanað hingað vestur sem getur lifað þolanlegu lífi heima og það er líka langt frá því að jeg letji nokkurn sem hefur laungun til þess eða hefur við mikla fátækt að stríða því það er sannreynt að þeir með þungbærir fyrst í stað og síst vil jeg ráðlegga gömlu folki að fara hingað vestur því fáir gamlir eru svo ungir í anda að þeir geti felt sig við þá breitingu sem hjer verður á lifnaðar háttum manna því líttur er sá sem ekki filgir landsiðnum og sannast það hjer sem annarstaðar jeg kann betur við marga siði hjer enn heima og öll viðskipti mann eru hjer miklu frjáslegri enn heima enda mun frílífið hjer vera í mesta lagi hjá sumum mikill munur er á verslunar að ferð hjer eða heima þeir sem maður hefur fasta verslun hjá koma til mans í hverri viku og ekki keirt heim til mans fyrir ekki neitt ef maður óskar þess margt gæti jeg skrifað þjer fleira elsku bróðir enn jeg verð að sleppa því í þetta sinn jeg reini að rissa þjer nokkrar línur seinna í vetur ef jeg tóri berðu hjartans kveðju frá mjer og mínum til allra þinna og þeirra sem því vilja taka jeg get ekki annað sagt enn að okkur öllum líði fyrir Guðs náð vel. jeg vona eftir línu frá þjer í vetur elsku bróðir kveð jeg þig svo og bið algoðann Guð að annast þig og þína í lífi og dauð þess bið þinn elskandi bróðir. Eiríkur Jóhannsson |
Myndir: |