Nafn skrár: | EirJoh-1892-03-14 |
Dagsetning: | A-1892-03-14 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Eiríkur Jóhannsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1862-00-00 |
Dánardagur: | 1939-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Héraðsdal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Þorljótsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
1 Winnipeg Man 14 MArs 1892 Elskulegi bróðir minn! Guð gefi að þjer þjer og þínum líði ætíð sem best Loksins sest jeg við að skrifa þjer fáein einar línur það hefur alt of lengi dreigist mjer er sannar lega farið að leiðast aðvita ekki hvernig ykkur líður jeg gét eingum kjent um það nema sjálfum mjer því jeg veit að þú hefði skrifað mjer ef að jeg hefði sent þjer adresi mitt þegar að jeg skrifaði þjer í októb í Haust það er að seiga ef þú hefur fengið það brjef sem jeg vona að hafi verið og í þeirri von birja jeg þar sem jeg hætti að seigja þjer frá því sem fyrir hefur komið síðann það sem mína hægi snertir og er það af mjer og mínum að seiga að okkur líður fyrir drottins náð mikið vel við erum öll við góða heilsu og höfun nóg til lífsins viður halds Jeg hef ekki haft stöðuga 2 vinnu síðann um miðjan janúar enn frá því að jeg skrifaði þjer í í Október og framm að þeim tíma hafði jeg vinnu hvern dag enn jeg var svo lasinn oft um þær mundir að jeg tapaði þó nok útivinnu í þeim mánuðum því frostið er oft mjög biturt þennann vetur hefur tíðinn verið bæði köld og snjóa söm síðann fyrir Jól þó hafa komið kaflar í hjerjum maðuði mjög góðir og frostvægir og nú seinustu dagana af Febr. og fyrstu dagana af Mars þiðnaði til muna enn svo kólnaði hann 8 þessamaðað og hefur verið kuldi síðann enn menn vonast eftir að það verði hver síðastar það hvað vera vanalegt að snjó leisi í þessum mánuði og þá vonast menn eptir að verka menn í bænum hafi nóga atvinnu því það á að grafa mikið af vatns búinn að ákveða að töluvert á aðra Milljón dollara 3 verði lagt til endur bóta í bænum á næsta ári. þetta liðna ar hefur verið mikið gott fyrir verka menn í þessum bæ það hafa margir haft stöðuga vinnu síðann í apríl í fyrra enda eru nú margir Íslendingar að kaupa sjer Lot og bigga Hús yfir sig og þar af leiðandi hafa smiðir haft stöðuga atvinnu í allann Vetur. Mjer hefur oft leigið við að óska í huga mínum að þú værir komin hingað með alt þitt og okkar skildfólk jeg er sannfærður um að þjer fyndist munur á að komast hjer á framm heldur enn heima enn það þarf meira enn að hugsa og óska enda bíst jeg við að spakmælið gamla standi stöðugt nú sem fyr (að Guð ræður enn mennirnir hugsa) eða rjettarasagt að jeg er viss um að það stendur stöðugt. jeg hugsa að jeg biggi ekki kofa yfir mig fyr enn að þú ert kominn hingað til að smiða það fyrir mig enn jeg er nú heldur von lítill með það að jeg verði fljótt svo efnaður að jeg hafi fje til að eignast kofa yfir mig og þó því 4 vondanfari með að við munum sjást framar hjarna meiginn grafarinnar af því að jeg þóttist ætíð finna óbeit hjá þjer á að flitja hingað vestur jeg er líka alveg á sama máli eins og þegar að jeg skrifaði þjer í Haust (og verð það víst altaf.) að jeg eggja engan á að flytja vestur sem ekki hefur kvör til þess frá sínu eigin brjósti því það er sjaldgæft að þeim mönnum líki hjer vel sem fara hingað fyrir anna athugandi fyrir þá sem líður bærilega heima að fleij frá sér öllu sínu í von um að geta grifið hjer meiri gæði enn þeir höfðu á fósturjorðinni heima. dæminn hafa sínt að það hefur gengið skrikkótt fyrir mörgum, enn jeg get ekki sjeð að það sje milku sleppt fyrir mönnum sem hafa líkar kringumstæður og við bróðir höfðum og höfum á fósturjörðunni með öllu manns erviði og á higgum ekki svo mikið sem maður geti aflað sjer og sínum daglegs brauð svo þeir sem neiðar rend="overstrike">fríir 5 Það er sannarlega von að þeir menn reini að leitast við að komast þangað sem þeir halda að erviði þeirra beri meiri ávöxt Jeg hafði alldrei neinar glæsilegar vonir um að Amirika mundi gjöra mig stórríkann eða svo að seigja alsælann (og hef það ekki enn.) enn þenna stutta tíma sem jeg er búinn að lifa hjer hefur mjer liðið heldur betur enn jeg bjóst við áður enn jeg fór að heiman, erviðleikarnir hafa mjer ekki fundist eins til fynnanlegir og jeg bjóst við þeim, að frá dreignum fyrstu vikunum sem jeg lifði hjer þær fundust mjer æði leiðinlegar enda stuðlaði margt til þess eins og jeg gat um við þig í brjefinu sem jeg skrifaði þjer í Haust. og góður Guð hefur blessað svo erviði mitt að jeg hef nú þá ánægju að sjá börnin mín leika sjer glöð og ánægð í kringum okkur foreldrana og gétum veitt þeim það sem þau þurfa til lífs uppeldis án þess að þurfa að sækja mikið til annara (þau eru bæði vel frísk og fer vel framm.) og jeg veit að þú getur ekki bróðir betur enn flestir aðrir sett þig í mín 6 spor með það að mjer finnist munur á að géta haft börnin mín hjá mjer heldur enn að þurfa að upp og flækast sjálfur híngað og þangað manna milli og leita sjer atvinnu og vera svo valla sjalfraður hverninn maður ver því litla sem maður getur unnið sjer inn enn slíkt þarf maður ekki að óttast í þessu frjálsa landi það er líka mikill munur á að afla börnum sínum mentun það eru fríir Skólar fyrir öll börn frá 6 til 14 ára aldurs og svo eru alþíðu Skólar hjer fyrir svo sem ekki neitt sem allir eiga jafnan aðgang að svo það fer ekki eftir auðlegð manna hjer eins og heima að geta notið hæfileg leika sinna, jeg hef opt óskað að jeg hefði komið hingað þegar jeg var barn svo jeg hefðigetað notið þeirra mentunar sem börn og unglingar eiga svo hægt að afla sjer í þessu landi enn jeg held að þjer megi detta í hug þegar að þú les þetta brjef að það ætli að fara fyrir mjer eins og svo margir hafa verið 7 heima, enn þeigi yfir öllum ókostum þessa lands (enn það er þó efa laust að þeir eru margir) enn jeg vildi óska og jeg vona að það komi ekki fyrir að jeg skrifi annað enn það sem jeg veit rjettast heim til vina og vanda manna enn það er auðvitað að það vill hver einn gjöra enn hver skoðar hvað eina frá sinni hlið og og skoðanir manna verða ólíkar sem eðlilegt er um það kvert betra sje að lifa hjer enn heima þegar að als er gætt enn jeg hugsa að efþú værir nú kominn í þetta land mundir þú líta líkum augum á margt hjer eins og jeg því jeg veit að skaplindi okkar er að mörgu leiti líkt og við höfum átt við líka örðugleika að berjast fyrir farandi ár nema hvað þú hefur haft fyrir fleirum að sjá enda hefur þí að mörgu leiti meiri hæfilegleika til að geta betur unnið fyrir þínu húsi enn jeg er viss um að það kæmi þjer ekki síður að góðu í þessu landi því smiðir hafa hjer ofta og aðraog þó miklu betur borgað fyrir stutta vinnu tíman hjer heldur enn langa vinnu tímann heima. 14 þú leggur á stað enn það verður líklega á seinni skipunum sem þið Sveinn leggið á stað í þá ferð. jeg bið líka að heils Þorsteini mínum á Hugljótsstöðum og Sigurði Garðsh jeg var búinn að lofa þeim báðum að skrifa þeim enn jeg verð víst svikari við þá fyrst um sinn að minnsta kosti enn hver veit nema að jeg manni mig upp seinna og rissi fáeinar línur til þeirra ef jeg lifi lengi. Þinn sami bróðir Eiríkur jeg þig að birða á besta vég þó því sje í mörgu á fátt að endingu bið jeg þann sem ríkastur er af öllu góðu að annast og blessa þig og þína og bæta ur öllum ykkar þorfum andlegum og líkanlegum það mælir þinn til dauðans elskana bróðir með lifir og heitir Eiríkur. P.S. Við hjónin biðjum kærlega að heilsa Hávagerðis Hjónunum Sveini og Önnu og lofaðu þeim að vita hverninn okkur líður jeg veit að þau gleðjast af því að heir að það er heldur vel og þegar þú skrifar mjer þá segðu mjer um líðan þeirra jeg vildi að þau kæmi hingað jafnt þjer þegar að 9 Jeg lifi hjer í litlu húsi (sjenta) utarlega í bænum einn útaf fyrir mig og borga í húsa rentu mánaðarlega hálfan þriðja dollar eð 30 dollara um árið það eru hjer margir landar mínir í næstu húsum jeg á mikið góða nágranna eins og jeg átti heima jeg held að það lán ætli að filgja mjer eins hjer og heima ekki þekkti jeg neinn af nábúum mínum sem nú eru; þegar jeg var heima nema einn mann ur Húnavatnssýslu sem jeg kintist við á Suðurlandi Árni og Guðrún Systir konu minnar lifa hjer skamt frá í níu Húsi sem þau biggðu sjer í Haust það kostar orðið um $300 dollara og þó eftir að að borga það, Húsið verður á gætt þegar búið er að fullgera það og einga ímindun hef jeg með að þau hefðu komist yfir svo mikla eign ef þau hefðu verið kir heima og svo er með fleiri sem blásnauðir hafa verið heima að þegar þeir komu hingað og margir haft Mikla fjölskildu framm að færa. 10 Guðrún hefur verið sistur sinni mikið væn þau Hjónin gafu okkur upp 15 dollara af fargjaldinu sem þau sendu heim og við fengum, einsog þú vissir enn 26 1/2 dollar borgaði jeg í Haust og Vetur smá samann og svo hef jeg keipt innan Húsmuni fyrir rúmlega nú allt sem jeg hef lagt fyrir síðan að jeg kom í þetta land enda er nú tíminn ekki nema 8 mánuðir jeg er búinn að vinna mjer inn$ 170 dollara í 6 mánuði það telst svo til að 2 mánuði hef jeg ekki unnið og til þessað hafa fremur gott líf þá þarf jeg $20 dollara um mánuðinn fyrir okkur 4ur í fæði. hita, ljós, og Húsaleigu. enn nokkuð minna yfir hita tímann því Mikið langar mig til að taka land úti í ní lendum einkverstaðar enn jeg held að jeg leggi það samt ekki sinn, enda býst jeg við að jeg yrði ekki mjög heppinn með búskapinn hjer heldur enn heima um kvernig sem 11 sem fer með framtíðina þá þakka jeg bæði Guði og góðum mönnum sem að því stirkta að vera kominn hingað því heima fannst mjer að jeg gæti ekki lifað við kringumstæður við þó að sumum kunni að hafa þótt sú skoðun mín heimskulegt einræði Jeg vildi óska að jeg gæti sínt það í verki að mjer líði hjer betur enn heima aður enn langir tímar líða ef jeg verð með lífi og heilsu því fyr verð jeg ekki verulega rólegur. Jeg vonast eftir að þú skrifir mjer með fyrstu Póstskipsferð, þegar að þú hefur fengið þetta brjef, ef það kemst til þín því mig langar til að frjetta heimanað úr mínu byggðarlagi jeg hef ekki neitt frjett heimanað nema það sem Islendsku blöðinn hjer seigja enn það eru bara almennustu frjettir af landinu yfir höfðuð, og mjer þóttu þær ekki vera mjög glæsilegar síðustu Islandsfrjettirnar sem blöðinn fluttu oss, morð Sjálfsmorð og slisfarir svo bæði jeg og aðrir gátu þess til að Islands frá Amiriku. 12 Heilsaðu kærlega öllum þínum frá okkur hjónunum og börninn okkar og þeim öllum sem því vilja takaogsem ókkur voru kunnugir að góðu. Þið siskininn verðið öll að eiga þetta brjef því þó jeg vidli skrifa fleirum enn einu í senn þá hef jeg ekki annað að skrifa enn það sem, nú þegar hef sagt þjer og þegar þú skrifar mjer næst þá seigðu mjer hvort þú hefur nokkra hugmind um að þú munir nokkurn tíma hugsa til að koma híngað vestur eða nokkuð af okkar fólki ef að jeg mætti ráða vildi jeg að þið kjæmuð öll hingað vestur ekki núna í Sumar. heldur næsta sumar ef þið hefðuð þá nokkrar kringumstæður og vilja til þess segðu mjer þegar þú skrifar mjer hvernig auminga Simbabróðir líður það sem heilsuna snerti ef við siskininn værum hjer öll þá trúi jeg ekki öðru enn að við gætum veitt honum lífsuppeldi ef hann þirfti á að halda og ekki óhugsandi að hann gæti fengið linun ef ekki bót meina sinna því hjer eru mjög goðir læknar það lælnaði Enskur doktor mann hjer í fyrra sme þjaður var af mjog líkum Sjúkdómi |
Myndir: |