Nafn skrár:EirJoh-1892-08-01
Dagsetning:A-1892-08-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

1

Winnipeg Man. 1. ágúst 1892

Elskulegi bróðir minn. Guð gefi þjer og þínum allar stundir góðar og blessunar ríkar bæði fyr og síðar Imilegt þakklæti á þessi miði að færa

þjer fyrir alt bróðurlegt ástríki mjer og mínum auðsínt og síðast fyrir þitt góða brjef sem jeg með tók 27 júli og sem mjer þótti vænna um enn frá meigi seigja jeg

var orðinn leiðinlegur yfir því að vita ekki neitt kvernig ykkur liði og ekki síst þar sem allnemar blaða fregnir að heiman voru heldur illar hvað

tíð snerti og svo jókt gleði mín óseigjanelga við það að frjetta að Sigmundur bróðir okk er nú genginn til hinnar eilífu hvíldar Jeg gjet aldrei þakkað guði eins og vert

er fyrir þá miklu miskusemi að

2

honum skyldi þóknast að ljetta af honum þeim hinum langvinna veikinda krossi og gjefa honum svona gleðlega sinnaskipti fyrir and lát sitt, mig hafði altaf grunað

að það væri orðinn einhver breyting hjá ykkur þó mjer væri óljóst kvernig hún var lögug þangað til að jeg las þitt ágæta brjef elsku bróðir. Af mjer og mínum er það að

seigja að okkur líður vel fyrir Drottins náð við höfum góða heilsu og nægilegt til lifsins viðhalds af því sem daglega útheimtist að sömu safnast lítið enda er nú maðurinn

lítið hneigður fyrir að græða eins og þú þekkir jeg hef ek?? haft eins góða tíma í Sumar það sem af er eins og út lít var á þegar að jeg skrifaði þjer

í marz manuði jeg hafði þó vimu uppá hvern dag og bærilegt kaup frá miðjum marz til april manaðar loka enn þó kom dálítið atvik fyrir sem gjörði breitingu högum

margra Isleskra

3

verka manna hjer í Winnipeg og það lítið til góðs að minsta kosti í þá bráðina svoleiðis er mál með vexti að hjer í þessum bæ eru margir Islendskir daglauna menn í

fjelægi sem nefnist (hið Islendska verkamanna fjelag í Winnipeg) fjelagið var stofnað (að mig minnir) fyrir þremur árum í þeim tilgangi að reina að bæta kjör verkamanna

með því fyrs og fremst að reyna að hækka kaup verka manna þegar auðið væri. fjelags menn gjörðu hjer verkfall í Júli manuði í fyrra og lukkaðist ágjætle þeir fengu því

á orkað að kaupið var hækk um 25 cents á dag eða úr 12 1/2 og 15 centum upp í 17og1/2 cents á klukkutímann og þá var þó fjelagið bæði fáment og sindist stand illa

að vígi enn það var hjálpinn að svo mikil vinna opnaðist þá hjá bændum úti á landi að það mátti heita fremur mann fátt hjer í bænum seinnipart í fyrra sumar. Nú

næstliðið vor átti að

4

stíga langt spir í frammfara áttina og koma kaupinu uppí 20 cents á klukkutínann og það jafnt fyrir alla sem ynnu við sama verk svo eftir harðar og langar umræður

á fjelagsfundum var af ráðið að senda nefnd manna sem til þess var valinn að fynna verkgjefendur og átti hún nefninn að reina að komast að samningum við

verkgjefendur með að hækka kaupið upp í 20 cents áklt. verkgjefendur vildu að vísu hækka kaupið nokkuð gjefa sumum 20 c. enn þó fleirum þar fyrir neðann enn

ófáanlegir til að gjalda öllum jafnt það hafði verið á kvarðað af fjelags mönnum að reina með öllu mögulegu móti að hafa þessa kröfu framm svo þessum ofanskrifu

tilboðum frá verkeigendum var neitað til allrar óhamingju og með maí birjun lögðu allir fjelags menn niður vinnu í þeirri von að þeir mundu fá kröfur sínar upfyltar

eftir fáa daga enn það snjerist á annann veg fyrstu dagana gjekk alt vel fjelags menn höfðu fund með sjer á hverjum degi og höfðu sína

5

útsendara og njósnar menn í öllum áttum samhelninn var ágæt og allir landar reindu að gjöra sitt besta til að stirkja fjelags skapinn og alt sýntist benda á að

við mundum hafa sigur úr bítum enn verkgjefendur vöru seigir fyrir með að lát undann menn streymdu að úr öllum áttum og buðu sig fyrir sama kaup og við höfðum

haft þegar að útlitið fór svona versnandi þá fór nú sumum fjelags mönnum að lítast illa á horfurnar og skárust þá úr leik. svo endirinn varð sá að margir vóru vinnu lausir

einn til tvo mánuði og máttu svo fara að vinna fyrir sama kaup og áður mjer er óhætt að fullyrða að margir hafa tapað miklu við það verkfall jeg hef að líkindum tapað við

það frá 40 til 60 dollurum og svo mum hafa verið meðmarga fleiri enn það var bót í máli að flestir gátu vel þolað þann skaða því næst liðið ár var hjer svo gott hvað vinnu

snerti enn það var verst af jeg er hræddurum að þessi ósigur okkar verði til að eiðileggja verkamanna fjelagið í Winnipeg sem þó að mörgu

6

leyti er gott og nauðsynlegt Í dag fyrsta águst eru Islendingar að halda almenna skjemti samkomu (Íslendingadaginn sem kallaður er) það er í þriðja sinn að þessi

almenna skjemti samkoma hefur verið haldinn hun var haldinn í Stærsta skjemtigarði bæarins jeg fór ekki á Samkonuna mig langaði ekki svo mikið til að fara af því að

við gátum ekki farið bæði hjóninn það er svo óþægilegt fyrir þá sem hafa ungbörn því það er svo langur vegur frá okkur þangað sem skentuninn fór framm það haf verið

verið þar mjog fjölment um 1200 mans þar reyna menn í þróttir sínar hlaup glínur og fleira þar voru og ræðuhöld og söngur og dans veðrið var hið blíða og þeir sem fóru

munu hafa haft allgóða skjemtun af ferðinni. Hvað tíð snertir síðann að jeg skrifaði þjer síðast þá var vorið heldur í lakara lægi eftir þ?? sem hjer

hvað vera vana legt einkum hvað vot

7

viðri snerti bæði seinnipartinn af apríl og fyrri partinn af maí enn ifir miðja maí gerði töluvert kulda kast með æði miklu frosti enn síðann um þau mánaðamót maí og

júnihefur verið hjer indælistíð frenur litlar vætur og engir ákaflegir hitar enn þá bændur hjer útálandi eru nú sem oðasl að heyja handa gripum sínum grasvöxtur sagður

ágætur og útlit fyrir að Hveiti uppskera verði í góðu meðallægi ef ef ekki koma óhöpp fyrir með það af Hagl stormum eða næturfrosti áður enn það verður slegið því er

ætíð meiri hætta búinn þegar að það verður ekki slegið fyr enn seint sem útlit er fyrir nú sem orsakast mest af því að svo seint varð sáð í vor vegna þess að jörðin þornaði

svo seint. Heilsufar meðal Íslendinga hjer ehfur mátt heita heldur gott það sem enn er liðið af þessu ári og fáir dáið nema ungbörn. bólu veikinn hefur að sömu gjört vart

við sig hjer í lveimstöðum í filkinu enn lítil brögð eru að því enn

8

sem betur fer enn menn eru hræddirvið þessa voða veiki og strángur vorður sellurum þessa bæi veikinn er sagt að hafi fluts hingað í filkið með Kynverjum. nú

held jeg að almennu frjettirnar fari að mínka og eru þær bæði litlar og illa skrásettar ein sog þetta brjef verður víst alt fra upphafi til enda. HVað mínum o gminna högum

liður (þá er það að segja að) lítið hef jeg eignast síðann að jeg skrifaði þjer síðast jeg keipti kú í maí mánuði í vor enn

ekki er jeg nú búinn að borga hana út enn hún kostaði $32 og á jeg að borga hana eftir henlugleikum jeg hef haft nægilega mjólk handa okkur ur henni í Sumar optast

fra 8-10 potta á dag jeg hef líka haft betri heilsu síðann að jeg fór að lifa meira á mjólk enn áður og eins er um börnin mín þau hafa bæði haft góða framm för í Sumar

nafni þinn er nú orðinn fljótur að hlaupa og heldur þikir hann harð leikinn við

9

jafnaldra sína þegar svo ber undir. Jeg skipti um húsnæði 22 júni og fluttimig enn lengra frá bænum það á Íslendskur maður sjenton sem við lifum nú í hann heitir

GUðmundur Ólafsson Úr Húnavatnssýslú og kominn hingað fyrir ndr 20 árum hann hefur það fyrir atvinnu að selja

rend="overstrike">mj? mjólk og hann hefur hjer kýr sínar og við tókum að okkur að mjólka þær í Sumar og fáum fyrir það $ 5 um mánuðinn og það er helst í

orði millum okkar að jeg hirði þær að ölluleiti í Vetur þær eru 8 enn verða líklega 6 í vetur og þá á jeg að fá 10$ dollara um mánuðinn þetta er að

vísu lítil borgun enn jeg gekkst fyrir tvennu fyrst að það er ný bigður sjenti og heldur billeg leigður (tvo dollara um mánuðinn) enn hjer hefur verið mjög illt að fá

Húsnæði í Sunar nena með afa kostum því innflitjanda straumurinn hefur verið svo mikill hingað til bæarins svo var annað hitt

10

að jeg býst við að það verði ekki eins mikil vinna í bænum í vetur komandi eins og var næst liðinn vetur og þá er betra að hafa þessa vinnu vísu heldur enn enga

því jeg sje að jeg gjet gengið út í sögum mið partinn úr deiginum þó jeg passi kírnar jeg held að jeg verði að skrifa þjer það í frjetta skini að jeg er nú búinn að læra það

verk hjer sem jeg ekki kunni heima og það er að mjólka kýr jeg fer á fætur klukkan 5 á kverjum morni til að mjólka með konunni áður enn jeg fer í vinnuna enn á

kveldin fáum við konu sem lifir hjer í nærsta húsi til að hjálpa konu minni til að mjólka því þá er jeg ekki kominn heim úr vinunni. Það er nú það fyrsta sem jeg ætla að

biðja þig góði bróðir að skrifa mjer við fyrsta tækifæri þegar þú ert búinn að fá þetta brjef og seigja mjer alt hvað þú gétur vitað um hægi Sigmundar mágs míns og þess

fólks jeg skrifaði honum í bæði skiptinn

11

sem jeg skrifaði þjer enn ekki fengið eina línu aftur og erum við hjónin mjog leiðinleg yfir því að vila ekki neitt hvernig því líður jeg ímynda mjer þó að hann hafi

hlotið að vita hverni hafa fengið brjefinn úr því að þú fjekkst þín með skilum. líka langar mig til að vita hvert þú hefur ekki

fengið brjefið sem jeg skrifaði þjer frá Skotlandi það hafði inni að halda dag bók sem jeg hjelt yfir það sem fyrir mig kom á leiðinni þangað til að jeg fór um borð á línu

skipinu sem flutti okkur yfir attlands hafið Sigfús Eymundsson bauðst til að taka af okkur brjef heim fyrir ekki neitt þegar han skyldi við okkur svo það er að öllum líkindum

honum að kjenna ef þau hafa ekki komið til skila, berðu Solfanes syskinunum kveðju mína og seigðu þeim að ekki vili jeg neitt um Guðmund bróðir þeirra jeg hef ekki

getað hitt neinn sem að veit neitt um hann enn jeg skal frammveigis

12

hafa það í huga svo bið jeg þig að heisla frá mjer og mínum öllum þínum og svo öllum okkur góðkunugum og jeg vil feiginn biðja þig að grennslast eftir hvert brjefið

sem Olöf skrifaði Ingibjörgu á Skíðastöðum hefir komið til skila og innaní því var brjef til Sigríðar á Reykjum hún vonast eftir að fá línu frá annari hverri þeirra. Þetta brjef

er alt illa úr garði gjört jeg hef verið að klóra það í hjá verkum mínum á kveldinn þegar jeg er hættur að vinna og nú enda jeg það

9 8 ág. Jeg reyni að klóra þjer nokkrar linur við fyrsta tækifæri aftur jeg býst ekki við að við gjetum gjört annað hvor öðrum til ánægju framar í þessu lífi enn að tala

saman með pennanum og það ættum við að gjöra sem optast við hjóninn fórum 3 daga í röð norður á Emígrantahús í Sumar þegar að fyrri enn

hopurinn kom að heiman enn einginn kom sem við þektum það er þessi sífelda þrá fyrir allflestum hjer eftir að fá fólk sitt hingað vestur og það altaf

Myndir: