Nafn skrár: | EirJoh-1892-12-28 |
Dagsetning: | A-1892-12-28 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Eiríkur Jóhannsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1862-00-00 |
Dánardagur: | 1939-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Héraðsdal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Þorljótsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Winnipeg Man. 28 desemb.1892 Elskulegi bróðir minn! Guð gefi þjer og þínum allar stundir sem gleðilegastar af einlægu hjarta þakka jeg þjer fyrir alt gott mjer og mínum auðsýnt og svo fyrir þín góðu brjef það seinasta (dagsett 14 október). meðtekið 16 desember það gladdi mig stórlega að sjá línu að heiman þó leiðinlegt sje að frjetta þetta slæma árferði hjá ykkur því það má nærri gjeta að lífið muni vera ervitt fyrir æðimörgum. Fátt er þjer í frjettum að segja nema mjer og mínum líður vel, lof sje Guði, við erum öll við bærilega heilsu og það amar ekki neitt annað að okkur enn að hugsa til þess hvað skildmenni okka heima eiga við þraungann kost að búa af því efna hagur okkar er ekki svo góður eins og þú gjetur nærri að við sjeum aflögu fær það sem nokkru nemur enn mesta áhyggju beninn við þó fyrir Ingólfi okkar því það væri of mikill munur á æfi hans og heima barnanna okkar ef hann ætti við skort að búa eða yrði að flækjast til allra ókunnugra, enn jeg minnist á þetta eftni seina í þessum miða. Hvað almennar frjettir snertir þá hefur mátt heita að þetta sumar og haust og það sem liðið er af Vetrinum hafi verið hið æskilegasta stilt veður og litlar úrkomur. jarðar groði og graspretta í góðu meðallægi og nýting á öllum afurðum jarðarinnar í bezta lagi hjer í Manitóba og víðast sem til frjettist Hjer í bænum hefur verið mikil vinna í Sumar og Haust, enn þó ekki eins lengi frammeftir vetrinum og í fyrra fyrir almenning Jeg vann við skurðagröft þangað til fjórða desember n.l. síðan hef jeg ekki haft neina vinnu nema að hirða nokkrar að vísu litlir peningar sem við höfum fyrir kúa pössunina tíu dollars um mánuðinn það er rúnlega fyrir húsarentu og fóðri handa kúnni minni. Jeg vona að jeg fái vinnu aftur seinni partinn í Vetur það lítur út fyrir að það verði um töluverða vinnu að gera því bærinn er í miklum uppgangi. Elsku bróðir jeg er sannar lega Leiðinlegur yfir því að Sigmundur magur skuli ekki skrifa mjer línu ekki síður fyrir það þó kringumstæður hans sjeu eitt hvað leiðinlega erviðar jeg veit að honum fellur þungt að skilja Ingólkf litlavið sig þó mjer þiki líklegt að hann vilji heldur að Ingi komist til okkar enn að þurfa að kalla af sveitinni með honum Guðrún o gÁRni eru nú búinn að skrifa Baldvin Baldvinssyni og biðja hann að lána sjer hvert hun brúkar það handa sjálfri sjer eða lætur Triggva hafa það jeg er hjer um bil viss um að Baldvin lánar þeim það því hann hefur lánað þeim aður og þá lofað að hjálpa þeim í annað sinn ef þau bæðu sig. og svo var herra Baldvinn beðinn um tuttugu dollars sem eiga að ganga til Pálma á Skíðastöðum og eiga þeir að verða í fargjald hana Inga mínum ef að fósturforeldrar hanns nú verandi vilja leifa að hann fari. jeg gerði þessvegna svo lagaða ráðslófun fyrir þeim Peningum að jeg þikist vita að það muni verða leitað til Pálma ef farið verður að biðja um stirk með Inga enn ef það bregst að Baldvin vilji lána þessa fyr áminstu tuttugu dollars þá reini jeg að senda þá í vor ef jeg lifi og verð með heilsu því heldur skal jeg selja kúna mín enn að gjeta ekki náð Inga litla til mín ef að fósturforeldrar hans gjeta ekki veitt honum uppeldi án annara hjálpar jeg ætla að skrifa Sigmundi með næstu Póstferð þegar að svarið er komið til Árna og Guðrúnar uppá það hvert
bróðir að reynast mjer nú vel einsog fyrri og reyna að komast eftir fyrir mig áður enn þú skrifar mjer næst hvert að Sigmundur mundi vilja láta Inga litla fara til Amriku því jeg bíst við að það standi ekki í mínu valdi að koma honum til mín ef honum er það þvert um geð enda var jeg búinn að heita því að taka ekki Inga litla frá þeim nema með þeirra vilja og það ætla jeg að reyna að enda, mjer þætti best að þú gætir fundið Sigmund sjálfur í eigin Persónu eða þá að þú skrifaðir honum því ekki bíst jeg við að fá brjef frá honum þó jeg færi að skrifa honum enn þá einu sinni. Hvað því viðvíkur að Triggvi komis til Amiriku með það sem honum filgir þá er ekki hægt að senda meira enn eitt fargjald í þetta sinn jeg veit að Ingibjörg mun láta Triggva njóta þess þó henni sje eiginlega sent það ef það gjæti komið honum að gagni jeg hef reynt að útvega honum stirk hjá frændum hans enn það þarf valla að vonast eftir hjálp úr þeirri átt, jeg vil fegin fyrir þinna bænastað ástkæri bróðir reina að gera alt það sem í mínu valdi stendur til þess að Tryggvi auninginn kæmist til Amiríku því leiðinlegt þiki mjer að vita til þess að jeg skyldi verða til þess að auka raunir þínar og þinna með því að leiða þann óhappa gjest í garð þinn, þó jeg viti að þjer er það fullljóst að það var fyrir bænastað annara að jeg ættli nokkur hlut að því máli og jeg hugsa að það því miður fylgi honum lítil gæfa þó hann komist til Ameríku, enn skildi það vera óhugsandi að þeir á Hofða fargjald svo að þau gætu bæði komist ef þau vilji heldur filgjast að honum þá hefði mjer sýnst að það væri rjettast að hann ljeti konuna fara með barnið næstkomandi Sumar ef það er hennar vilji, við hjónin og líka Arni og Gúðrun bjóðumst til að taka á móti henni með barninu og og þá yrði reynt að koma Tryggva vestur næsta ár þetta er nú mín tillaga í þessu máli enn hún er kannskje ekki heppileg enn samt held jeg að þið ættuð að taka hana til íhugunar. þetta brjef verður að mestu leiti eins og ómerkileg þula frjetta laust og leiðinlegt og efnið yfir hofuð að tala í milum Jeg ætla að seigja þjer frá því að gamni mínu að Jeg er nílega genginn inní Lífsabirðarfjelag og búinn að vátriggja líf mitt upp á (1 $ 1000) eitt þúsund dollars. Jeg þurfti að borga átta og hálfandollar þfyrir að komast inn í fjelagið og svo þarf jeg að borga tæpa dollar á hverjum mánuði það eru margir landar hjer sem eru búnir að assurera sig. Jeg er mjög lukkulegur yfir því að geta skilið konu og börnum eftir þessar leifar ef jeg kinni að deyja frá þeim áður enn þau gjætu unnið fyrir sjer Nú fer jeg að hætta þessu klóri jeg bið þig að virða á betra veg elsku bróðir allir mínir biðja að heilsa þjer og þínum og við óskum ykkur hjónum til lukku og blessunar með litla soninn Við biðjum öll að heilsa Margrjetu minni í Gilhaga. Guðannist og blessi þig og þína í lífi og dauð. Þinn elskandibróðir Eiríkur |
Myndir: |