Nafn skrár:EirJoh-1893-04-23
Dagsetning:A-1893-04-23
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

enn PS í brjefinu sem Sigm. Skrifaði mjer sem var skifað á Gamlársdag, gat hann ekki sagt

mjer með vissu hvert hann færi í vor og því vissi jeg ekki hvar jeg ætti að skrifa hann EJ

Winnipeg man. 23 apríl 1893

Elskulegi bróðir minn alla tíma sæll og blessaður! af einlægu hjarta óska jeg að miði þessi hitti þig og þína glaða og heibrigða,

hann á líka að færa þjer mitt innilegt þakklæti fyrir alt gott mjer og mínum auðsýnt fyrst og síðast, þetta brjef verðuraðeins nokkrar

línur því það er svo stutt síðann að jeg skrifaði þjer enn þegar þú ert búinn að borga það brjef setst jeg við að skrifa þjer langt brjef.

Af mjer og mínum er það að seigja að okkur líður bæri lega fyrir drottins náð við erum öll með goðri heilsu og höfum nót til lifsins

viðhalds enn fremur hef jeg haft daufa tíma það vinnu snertir í Vetur og vor, það sem af er, enn jeg vona að jeg fari bráðum að fá vinnu

þegar betur vorar að, tíðarfar í vetur hefur verið í verra lagi og einkum í vor það muna valla menn sem

PS jeg og minir biðja að heilsa öllum þínum og mínum Skilmennum og kunningum

Sami E.

búnir eru að vera hjer nær tuttugu árum eftir eins slæmum apríl á Sumardaginn fyrsta 20 þ.m. var hjer snjókomu hríð framanaf

deginum og svo birti hann upp með frosti og norðann stormi, í dag er allgott veður,

snjór er hjer ekki fullleistur en og er það alveg óvanalegt um þennann tíma. af þessu leiðir að vor vinna birjar með seinna moti og er það

bagalegt bæði fyrir bændur og verkamanni í bænum. Jeg sendi þjer hjer með brjef til Sigmundar mágs míns og bið jeg þig besti bróðir

að koma því til hans með góðum skilum og það fyrsta sem þjer er auðið, jeg sendi

Inga mínum fargjald með þessari Póstferð Sigm. skrifaði mjer og mæltist til að jeg næði Inga til mín í SUmar og var mjer sönn ánæga

í því, jeg þorði ekki að reiða mig á Baldvin því hann hefur ekki svarað brjefinu okkar Guðrúnar sem við skrifuðum honum í vetur, enn nú

er ervitt að fá peninga lán hjeri Vert ætír með öllum þínum Guð falinn í lífi og dauð mælir bróðir þinn

Eiríkur

Myndir: