Nafn skrár:EirJoh-1894-12-30
Dagsetning:A-1894-12-30
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Bergstöðum Gimli P.O. 30/12, 94.

Elsku bróðir! Guð gefi að miði þessi hitti þig og þína glaða og heilbrigða á sál og líkama, hann á að færa þjer mitt hjartans þakklæti fyrir alt gott mjer og mínum

auðsýnt, líka fyrir tilskrifið af 14 marz síðast liðnum. ÞEgar að jeg nú loksins sest við að pára þjer nokkrar línur þá verður mjer fyrst fyrir að hugsa um hvað það er stór

vanrægslu synd sem á mjer hvílir að hafa ekki gjört það fyr því jeg get engum kent þann drátt nema trassaskap sjálfs míns og það er enginn furða þó þú sjert orðinn

leiðinlegur yfir því fyrir löngu, að vita ekki hvert jeg er lifandi eða dauður, það er að minsta kosti full ástæða til þess að þú hafir hugsað þjer líðan mina miklu verri

um hún hefur verið; því þó að jeg eins og fleiri hafi átt fremur örðugt uppdráttar þá má jeg þakka góðum Guði það eins og alt annað gott að

jeg og mínir hófum ekki liðið skort á daglegu brauði, og aldrei hef jeg tekið pennann eins ánægður til að skrifa þjer síðann að kon hingað vestur, því nú er þó allur

blessaður barnahópurinn minn að leika sjer í kringum mig. því það hefur opt staðir okkur fyrir ánægju að Ingi litli gat ekki verið hjá okkur eins og

hin börnin okkar, og jeg er bæði Guði og þeim mönnum sem að því stuðluðu mjög þakklátur fyrir alla þeirra hjálp með

að koma honum til mín því þó hart sje um atvinnu nú og hópurinn minn sje nú helmingi stærri enn þegar að jeg skrifaði þjer síðast, þá er jeg hug hraustur og treysti

Guði að hann hafi bæði vilja og mátt til að fæða og klæða mig og mína, barnið sem við eignuðumst 15 Febrúar í fyrra Vetur er Piltur hann er mjög skjemtilegt barn og

efnilegur og heitir Sigmundur og þikir babba og mömmu mjög vænt um litla busann sinn. Þetta næst liðna sumar hefur verið hið lakasta síðan að jeg kom vestur með

það

hvað lítil var atvinnan, og þar afleiðandi lágt kaupgjald, og stafaði það eflaust mikið af því að engar Jarnbrautir voru bygðar því hjer í norðvestur landinu eins og

annarstaðar þar sem lönd eru að byggjast og bæir að stækka er fjöldi fjöldi af verka mönnum sem vinnur á Jarnbrautum

á Sumrin eða eiða svo æfi sinni í bæunum á vetrum í algjörðu yðjuleisi enn þegar að járnbrautar vinna bregst þá eru bæirnir fullir af verka folki fram

eftir öllu sumri alt þangað til að bændavinna byrjar og þar af leiðandi er kaup fyrir þá litlu vinnu sem til flest boðið niður úr öllu hófi. Jeg fór norður

á vatn næst liðið Sumar og vann þar hjá Fjelagi sem stundar þar Hvítfisksveiði á hverju Sumri enn sú vinna þótti mjer að öllu leiti mjög ill og heldur þótti mjer hún mynna á

vinnu tíman tíman hjá ríkisbændum heima a gamla frómi því þegar mikill Hvítfisksafli er sem sjaldan bregst þegar vitjað

verður um vegna storms; þá má heita að mað

4

ur verði að vinna dag og nótt Það voru flest Íslendinar, sem unnu hjá fjelaginu sem jeg var hjá, enn vinnan varð endaslepp hjá sumum okkar því eftir 6 vikna tíma var

12 af okkur sagt upp vinnunni og vorum við þó ráðnir fyrir 3 mánuði svo við fengum okkur Lögmann, og stefndum formanni fjelagsins og heintuðum þriggja mánaða

kaup og kostpeninga fyrir það sem vantaði uppá tímann þegar við vorum látnir fara. (við vorum ráðnir uppá 20 dollars um mánuðinn og fríann kost.) þetta mál er enn

ekki útkljáð og verður ekki fyr enn í næstu febrúarm. lok í fyrsta lagi, enn fult útlit er fyrir að við munum vinna það, enda óska vist flestir eptir því því þetta áminnsta

fjelag er mjög óvinsælt fyrir illa meðferð á mönnum sem fyrir það hafa unnið undanfarandi Sumur. Það er bæði seinlegt og kostar mikla peninga að sækja mál hjer í

Canada. því menn verða

5

að fá Lögmann til að sækja og verja mál sín, og kostar það ærna peninga og eru líka sagðir vanskilegir með að taka mútur enn Dónarar eru sagðir hjer heldur

rjett dæmir og munu sjaldan taka mútur þótt ekki sje gott að forsvara það því flest fæst fyrir peninga í þessu landi ekki síður enn annarstaðar Svona gekk nú

sumar vinnann fyrir mjer hvað sem að jeg kann nú að hafa uppúr henni á endanum. jeg líklega læt þig vita um það seinna hvernig málið liktar því það er nú

í fyrsta sinni á æfinni að jeg stend í málaferlum Jeg var í Winnipeg um tíma í Haust og vann við skurðagröft kaupið var þá 15 cents á klukkutímann enn það sem

af vetrinum er hef jeg verið heima og hirt gripi fyrir manninn sem jeg ?? er til húsa hjá hann heitir Jón Sigurðsson

ættaður af Skagaströnd úr Húnavatnsýslu og býr með fóstru sinni sem Sigríður heitir það hefur farið hjer mikið vel um okkur eftir því sem maður getur vonast eftir

því það er vandfenginn staður fyrir þá sem hafa mörg börn og valla að vonast eptir að maður

géti verið í húsum hjá öðrum svo vel fari, enn jeg sje mjer ekki fært að taka Land af því að jeg er svo efna laus því ekki græði jeg á þessum árum, þikist gjöra

vel á meðann að jeg get unnið fyrir fötum og fæði handa hiski mínu jeg á bara eina Kú og 3 kindur það er nú öll eignin. Jeg er nú að hugsa um að reyna að koma upp

kofa á Vatns bakkanum því það er þó það helsta fyrir fátæklinga því það er mikil merð af fyski í þessu Vatni enda eru það margir munnur sem lifað hafa á því frá

því fyrst að Nýja-Ísland bygðist þó það hafi nú máské verið aumingja líf hjer áá fyrstu tímum. Jeg mun hafa lofað þjer að seigja þjer eitthvað um ný Íslendinga þegar

jeg skrifaði þjer sýðast og landshagi hjer það hefur margt verið skrifað heim til fósturjarðarinnar um 7 Nýja Island, og

það flest misjafnt og er það að vísu satt að hjer eru margir ókostir enn það er líka óefað að hjer eru margir góðir kostir fyrst er nú þess að gjæta að þó þessi nýlenda

sje á eftir öðrum nýlendum

með það sem verklegar frammfarir snertir þá hefur hingað flutt alt fátækasta fólkið sem sem vestur yfir hafið hafið

hefir komið, það hefur ætíð verið við hvæðið við fátæklinga þegar að blessaðir Agentarnir haf vitað að þeir væru peninga lausir, að það væri best fyrir þá að fara til

Nyja-Islands. Þeir gæti lifað á fyskinum úr vatninu svo það hefir verið lítið sem sumir hafa byrjað með búskapinn, og hafa þó eftir fá ár verið búnir að eignast þó nokkuð

af Nautgripum og kyndum enn svo hafa menn opt flutt burtu hópum saman eptir að þeir voru búnir að að standa hörðustu frumbýlis árinn og bunir að

rend="overstrike"> standa búa töluvert um sig, ef mikið votviðra Sumar hefur komið, eða blöðin hafa sungið mikið lof um einhverja Nýlendu sem þá hefur verið

að byggjast, og þannig hafa o tvisvar eða þrisvar lagst í eyði mörg býli og svo aptur verið tekinn smátt og smátt af alslausum ynnflytjendum sem hafa orðið að

8

vera í útvinnu svo og svo langann tíma af árinu og þar afleiðandi ekki getað gert löndunum neitt til góða, enda er á hugi manna mjög lítill með að rækta Jörðina því

það má svo heita að sumir reyni ekki að rækta neytt: valla nógar Kartöflur handa sjer, auk heldur annað og er það þó ekki því að kjnna að jörðin sje hjer ekki frjósöm eins

og annarstaðar hjer í manitoba, auðvitað er það bæði evitt og seijnunnið verk að búa Jorð hjer undir sáningu þar sem fyrst þarf að ryðja Skóginn, og ná upp Trjástofnum

og rótum áður enn farið er að Plægja enn Jörðin er bæði frjórri og endingar betri fyrir sáðverk þar sem skógur hefur áður verið enn skóglausu sljetturnar. Skógurinn er

hjer mestur nálægt vatninu, enn landið mjög öldu myndað og lyggja þær frá útnorðri til Suðausturs og er mýrlendi á milli aldanna og standa þeir flóar opt fullir af

vatni framm eftir öllu vori, og er þá opt blautt

9

yfir ferðar þó eru ekki eins mikil óþægindi að því eins og flugunum framanaf sumrinu því þær eru sannarleg plága bæði fyrir menn og skepnur það þyrfti bæði að

riðja Skóginn og í burtu og skera landið framm til þess að flugurnar minkuðu og vegir yrðu bærilegir, enn hvoru tveggja er hægt því bæði er

nýlendann fátæk og fámenn og þó það lakasta að góðsamtök og fjelagsskap vontar menn koma hingað frá móður landinu, með sinn einstrengislega hugsunar hátt

og sjá lítið eða ekki neitt af búnaðar háttum ynnlendra, og vinna svo hver fyrir sig í staðinn fyrir að þeir þirftu að sameina krafta sína og vinna hver með öðrum eins

og margir landar hafa gjört sem flutt hafa í aðrar nýlendur, á meðal hjerlendra manna og lært af þeim að rækta Jörðin, og átt bæði Jarðyrkjuverkfæri óg vinnudýr

í fjelagi meðann að þeir voru að komast dálýtið áfram.

Þjer mun nú þikja að jeg telja upp fáa kosti sem Nýja Island hefur enn sem komið er. Enn þá er að geta þess að eins og hjer er vont og leiðinlegt yfir flugnatímann

á Sumrin þar á móti er skjemtilegt og rólegt að lifa hjer á Veturnar því þá er opt gott veður hjer þó það sje (bálomdar ekki hlýtt á sljettunum

og ekki vantar eldi við í Stóna til að halda húsunum heitum og víðá eru orðinn hjer goð Húsakynni og mun NýÍslendingar ekki vera á eftir annara þjóða mönnum

sem numeð hafa hjer land með það Húsinn eru flest byg úr Skógartrjám, sem eru höggvin sljett og svo geirskorinn saman, siðan er slett yfir rifurnar með Vegglími

(motur.) sem búið er til úr sandi og uppleistu kalki og síðast hvít þvegið yfir með Kalkblöndu svo þau líta út eins væru þau máluð með blýhvítu þau eru með

spónalögðu borðaþaki plægður viður í lofti og Gólfi og hjá sum

um eru þau bygð úr söguðu Timbri að öllu leiti Lifnaðar hættir eru hjer að mörgu leiti líkir og heima, mest er lifað hjer á Fiski og Kartöflum Mjólk. Haframjölsgraut

Skiri, Kaffe, og Brauði, og nokkuð af Kjöti. engum á Veturnar, viðast mun Gestrisni vera hjer lík því sem heima var. Trúar eða kyrkju lif manna hjer vil jeg ekki mynnast

mikið á enn výzt mu óhætt að fullyrða að það sje í heldur bágu ástandi hjá allflestum Nú held jeg að jeg sje búinn að rugla nóg um þessa nýlendu og í búa hennar við

þig kæri bróðir. Jeg bið þig það fyrsta að skrifa mjer ef þetta brjef kemst í þínar höndur og seigja mjer alt sem þú gétur til tínt Jeg hef sjeð það á Islands frjettum sem

staðið hafa í blöðunum að þið hafið fengið gott Sumar og Haust, og gleðst jeg mik mikið af því samt get jeg ekki ímyndað

mjer að það geti verið svo mikið góðæri heima að jeg gæti þar unnið fyrir 4 börnum án þess að vera uppá aðra kominn af því að jeg er eigna laus.

12

eins og jeg hef gjört hjer enn, enn jeg gjöri nú ráð fyrir að það verði nú hart á því að jeg geti það ef að atvinnann fer nú mikið versnandi úr þessu enn jeg vona að það

verði nú betra næsta ár eftir því sem nú lítur út fyrir, enda má nú kannske seigja um mig eins og opt hefur verið sagt um Amiriku menn þeir lifi mest á tómri von það er

líka satt að þetta er vonarinnar og frammtíðarinnar land. Nú fer jeg að hætta þessu klóri og bið þig forlát mjer það eins

og alt annað að endingu bið góðann Guð að gefa þjer og þínum gott og gleiði legt nýár jeg er nú að enda við línur þessar á takmörkum hins gamla og hins nyja árs það eru

nú allir í fasta svefni sem í Húsinu eru nema jeg einn allir mínir biðja að heilsa öllum þínum og mínum Skyldmennum og kunningum enn sjálfann þig kveð jeg með óskum

als góðs Guð annis þa og blessi þig og þína, í lífi og dauða þess bið þ? þjer

als góðs unnandi bróðir þinn.

Eiríkur.

PS Heilsaðu Árna á Nautabúi Sjerstaklega frá mjer með þakklæti fyrir tilskrifið með Inga mínum.

Myndir: