Nafn skrár: | EirJoh-1896-03-16 |
Dagsetning: | A-1896-03-16 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Eiríkur Jóhannsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1862-00-00 |
Dánardagur: | 1939-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Héraðsdal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Þorljótsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Húsavík P.o 16 Marz 1896 Elskulegi bróðir minn, Guð gefi að þjer og þínum líði ætíð sem best, Jeg þakka þjer hjartanlega fyrir alt gott mjer og mínum auðsýnt, fyrst og síðast, líka þakka jeg þjer fyrir tilskrifið meðtekið nú fyrir þremur dögum; enn dag sett 12 oktober f.á. það hefur eftir því verið 5 manuði á leiðinni. Jeg ætla ekki að seigja þjer frá því hvað jeg varð feginn að fá línu frá þjer jeg hugsaði skundum að þú hefðir aldrei fengið brjefið sem jeg skrifað þjer með miðsverlar ferðinni í fyrra vetur, og þú hugsaðir auðvitað að jeg væri dáinn; og stundum hugsaði jeg að þú værir dáinn enn furðaði samt á því að hin Sistkyninn skyldu þá ekki skrifa mjer, enn jeg þakka Guði að þið lifið öll og líður bærilega og jeg vona að við látum aldrei framar líða langann tíma frá því að við fáum brjefinn hver frá öðrum og þangað 2 til að við byrjum að skrifa næsta brjef því tafirnar eru opt svo miklar að við höfum víst báðir meir enn nóg að tala saman í brjefum okkar, því pappirinn verður víst það eina sem flytur orð og hugsanir á millum okkar í þessu lífi elsku bróðir Það hefur ætíð verið siður minn að mynnast ofur lítið á almennar fjettir í brjefum til þín og ætla jeg því að mynnast svo lítið á tíð og árferði, mæslliðið ár. Veturinn í fyrra eftir að jeg skrifaði þjer var í meðallagi eftir því sem hjer gerist enn Voraði mjög snemma og þar á eftir fylgði hið blíðasta og besta Sumar og var bæði grasspretta og uppskera af korn tegundum í besta lagi og notaðist eptir því vel Haustið var kalt og stormasamt og frusu bæði ár og vötn alt að hálfum mánuði fyr enn vant er og voru því fyski föng manna hjer við vatnið með minnsta móti þessi Vetur það sem af er sem má nú heita þegar liðinn hefur verið 3 mjög frosta vægur og lítið snjófall þó kom sleða færi heldur snemma og kjemur það sjer vel hjer í Nyja Islandi, því sumar vegir eru hjer altaf slæmir þó mikjið sje búið að bæða þá eru því milliflutnar mest á vatninu yfir Sumartímann á Seglbátum eða Gufubátum, enn á vetrum er hjer einlæg umferð á brautinni með Uxa og Hestapör sem flest flytja fysk frá mönnum sem stunda fyskveiði langt norður með vatni frá 70 til 160 mílur hjeðann og er sú veiði vanalega stunduð fra því að vatnið er lagt og þangað til seinast í febrúar og eru menn altaf að auka þann tilkostað árlega sem af þeirri vetrarveiði stafar, og eru orðinn mikil ára skipti að því bæði hvað mikið aflast og svo hvernig gefið er fyrir fyskinn þegar til markaðar kjemur enn árlega eru það morg þusund dollara sem sú vetrar veiði gefur af sjer í hreinan ágóða þennan Vetur mun veiðinn hafa orðið í meðallagi enn verðið á fyskinum 4 í besta lagi svo flestir munu hafa gjört heldur góðann túr sem norður foru til syskiveiða yfir höfuð mun líðan manna hjer vera með betra móti og stafar það mikið af hinni ágætu uppskjeru er menn fengu hjer næstliðið haust ekki auðgar kveitið uppskjerun samt Ný Islendinga því hún er mjög lítið stunduð hjer hjer eru aðal atvinnu vegir Griparækt og fiskiveiðar og margir af þeim fatækari fara í hinnar mildu hveiti nýlendur og vinna þar hjá bændum um uppskjerutímann Þess má geta sem almennra frjetta að kosningar til fylkisþingsins fóru framm í januar í Vetur. í þinginu sem kosinn er til 4 ára hjer í þessu kjördæmi sem þessi nýlenda tilheirir voru 2 Islendingar í vali n.l. Baldvin L. Baldvinsson Innflutninga agent og hinn var Sigtryggur Jónasson ritstjóri Lögbergs þær kosningar 5 voru sottar af kappi miklu og hafði 79 atvæða mun. hjer eins og víðast eru tveir flokkar á þingi andvígir hver öðrum sem annar kallar sig frjálslinda enn hinn í haldsflokk hver flokkurinn sem fjölmennari er á þinginu hefur stjórn filkisins í sinni hendi leitast því hver flokkurinn um sig við að koma sínum mönnum að við hverjar kosningar og má svo að orði kveða að öll meðul bæði leifileg og hin sjeu brúkuð og kosninga hitinn virðist opt hjá Amirikumanninum ganga framm yfir öll góð takmörk og eru Islendingar ekki eptirbatar í annara þjóða manna í því, og lokins eiga þeir nú fulltruá þinginu af sínum þjóðflokki hann telur sig að filga hinum svokallaða frjálslynda flokk sem nú situr að völdum enn mikið eru 6 deildar skoðanir manna með það hvert valið hafi fallið heppilega eða ekki nú er jeg buinn að rugla svo mikið af því sem jeg kalla almennar frjettir að jeg held það sje mál að hætta við það og byrja að seigja þjer eitthvað frá mejr og mínum það ætti að taka nokkurt rúm á Pappírnum að seigja þjer lífssogu mína yfir meir enn heilt ár og þá er nú best að byrja. Ekki verður annað sagt enn okkur líði heldur vel fyrir drottins náð og að þetta næstliðna ár hafi verið okkur blessunarríkt og hinum alvalda hefur þoknast að senda okkur bæði gleði og sorg, jeg er glaður yfir því að geta sagt þjer að jegskrifa þetta brjef undir mínu eiginn Húsþaki það er nú rjett ár síðann að jeg byrjaði að fella fyrsta trjeð í Skóginum í þetta hús sem jeg flutti í 6 vikum síðar snemma í maí síðast liðið vor, það stendur á Vatnsbakkanum 4 Mílum sunnar enn jeg lifði 7 áður eins og þú getur nærri er það ekki skrautlegt stórhýsi sem hjer er um að ræða stærð þess er að innan máli 17 fet á lengd og 14 á breidd með 2ur gluggum og plægðu gólfi. veggirnir bygðir úr Skógartrjám og allir máttar viðir teknir úr skóginum sem halda uppi það og er jeg buinn að flytja trjen í hann jeg hef hjer ekki tekið rjett á landi enn og sett hjer niður til bráða birgða og býst við að flytja hjeðan á heyskapar land ef jeg lifi það að jeg geti komið upp dálitlu af gripum þetta land sem jeg lifi nú á er dalítil ræma (40 ekrur að stærð) sem gjekk af þegar mæld voru löndin það er hjer fremur fallegt eptir því sem hjer er um að gera afstaðan minnir mann á blessaðan sjóinn heima hjer sjest vel öll umferð bæði á vatninu á Sumrin og eins þeir sem fara um brautina á vetrum hjer er líka stutt 8 til næstu húsa og nú á að byggja á næsta loti í vor og verður það viðlíka langt frá mjer eins og frá korinu og ofan að Þorsteinsstöðum það hefur verið siður minn að seigja þjer þegar að jeg hef skrifað þjer hvað jeg ætti mikið til af búpeningi og jeg held það sje rjettast fyrir mig að halda þeim vana því þó viðbótin sje ekki stór árlega þá veit jeg að þjer þikir vænt um hana hvað lítil sem hún er bústofnin er þá þetta 2 kýr, 2 kvígur ársgamla 1 kálfur ungur, 2 ær, 1 gemlingur 6 hæns og þá er nú upptalið. Jeg gat um við þig í fyrra að jeg stæði í máli við stórt auðmanna fjelag ásamt fleiri löndum mínum, og unnum við það mál og það svo vel að engum datt í hug að við mundum fá svo fullkominn sigur, sem það hafði ráðið okkur, og þar að 9 auki fyrir allar okkar ómaksferðir meðan á málinu stoð og allann málskostnað svo enalokinn færðu okkur dálitla peninga og það sem mest var í varið sigur í rjettu máli. Jeg for suður í dakota nætsliðið sumar eptir að jeg var búinn að heyja handa kúnum og vann þar hjá bændum í 2 mánuði og hafði heldur gott kaup og skilvíslega útborgað jeg kom heim úr þeim túr fyrir miðjan Okóber og hef verið heima siðan og stundað fyskiveiði í hjá verkum mínum enn heldur hefur veiðin gengið illa bæði hjá mjer og öðrum þetta haust og þennan vetur enda eru tölu verð áraskipti með veiðina hjer í vatninu ekki sýst hjer í Suðurhlutanum þó afli bregðist ekki algjört hjer eins og í SJónum heima við Island. Þá er líka að seigja þjer frá því sem mest hefur angrað mig síðan jeg skrifaði þjer síðast, þegar jeg kom heim úr dakota ferð minni í haust var Ingsta 10 barnið okkar dáið fyrir 4um dögum hann var búinn að vera veikur lengst af þeim tíma sem jeg var í burtu og gat lækirinn hjer sem þó er álitinn að vera heldur góður ekki bætt honum hið allra minsta, þessi missir er mjer sá þingsti sem mjer hefur mætt síðann jeg koms til vits og ára því Sigmundur sálugi var hið ánægulegasta barn bæði að gæðum og greind, að bæði mjer og móðirinni fans eins og nokkuð af heimilisánægu okkar hverfa með honum enn því skildum við mögla fyrst hinum heimkomuna enn tíminn læknar það eins og annað mótlæti. Börnin mín sem lifa eru heldur efnileg Ingi minn hefur gengið á barnaskólann í Vetur hann er stór og sterkur eftir 11 ur Manga er í meðalagi á voxt og lítur úr fyrir að hún verði heldur vel greind hún er mikið farinn að hjálpa mömmu sinni í Husinu við öll ljettari verk. nafni þinn er stuttur og gildur og nokkuð þikkir hann vera óþekkur og skælusamur enn þá, enn jeg hugsa að hann sje mest manns-efni af krökkum mínum ef honum koma ekki hnekkir hann talar opt um nafna sinn og segist vilja sjá hann og hjer í vetur tók hann til að skæla af því að jeg skrifaði þjer ekki. Nú held jeg að jeg fari að hætta þessu rugli það það er víjst orðið nóg að vöxtunum ef það væri eins skjemtilegt að lesa fyrir þig. Jeg vonað þú skrifir mjer nú langt brjef það fyrsta að þú gétur eftir að þu hefur fengið þetta brjef það eru margir heima sem mig langar til að frjetta af bæði skyldmenni og kunningar. um almennar frjettir 12 og frammfarir langar mig ekki eins mikið að frjetta í brjefum þínum því jeg fæ mikið af þeim í gegnum frjetta blöðin hjer vestra það eru svo margir heima bæði skyldir og vandalausir sem jeg ber hlýann hug til; jeg þiki nú reindar vita að jeg muni nú vera þeim flestum gleymdur nema þeim nákomnustu. enn jeg man eins vel eftir bæði folkinu og landinu eins og daginn sem jeg for þaðan fyrir nærfelt 5 árum síðann helst langar okkur til að frjetta af Reykjafólkinu og Skíðastaða og Nautabus sem var okkar næsta nagrannafólk þegar við vorum í Gilkoti og freirum svo sem Hágerðis hjónunum og Þorsteini mínum á hugljótsstöðum berðu þessu fólki kæra kveðu okkar og svo fleirum sem þú heldur að þið vilji taka berðu skyldfólki okkar kæra kveðju frá okkur það sem jeg skrifa þjer verður að vera bref handa ykkur ollum systkynum mínu Guð annist og blessi þig og þína í lífi og dauða óskar bróðir þinn. Eiríkur |
Myndir: |