Nafn skrár:EirJoh-1899-06-22
Dagsetning:A-1899-06-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

no 1

Húsavík 22 júni 1899

Kæri bróðir! Af öllu hjarta óska jeg að miði þessi hitti þig og þína glaða og heilbrygða á sál og líkama. jeg þakka þjer kærlega fyrir þitt goða brjef dagsett 18 noember

meðtekið 13 Febrúar: Það gleður okkur innlega að heira að þjer og þínum líður þolanlega eftir því sem við verður búist Það dregst altaf lengur enn vera ætti að skrifa

þjer og er það þó ekk að kjenna vilja leisi hvað það kjemst eint í verk, mjer fynst að jeg ekk koma mjer að því að byrja og stundum búinn að gleyma

sumu sem þú kynnir að hafa gaman af að frjetta þó verð jeg að birja á einhverju. Yfir höfuð mun líðan fólks í þessu bygðarlagi vera fremur góð og þó ekki

síður í öðrum bygðum Íslendinga hvað efna hag snertir; hjer eru hægar frammfarir eptir Amirikenskum mælikvarða þó heldur miði í þá áttina. Ef jeg ætti að

mynnast á Veðuráttu síðan að jeg skrifaði þjer síðast þó er nú margt misjafnt um hana að seigja síðast liðið sumar var tíðin

fre fremur óhentug kalt og þurt til sláttar og gras voxtur þarafleiðandi fremur lítill, um sláttinn stopulir þurkar og Haustið afleitlega vottog kalt og komu

skjepnur snemma á gjöf Veturinn! já; maður ætti að muna eptir honum, mjer hefur ætíð þótt ósanngjarn dómur B. Gröndals um tíðina hjer á Manitóba sljettunum þar

sem hann seigir að "hjer breni alt eða frjósi eins og í Hviti" um enn mjer gat þó ekki annað enn

dottið í hug það sem kallinn sagði þegar að jeg hugsa til kuld

ans síðast liðinn vetur því hann var bæði bitur og langsamur, til.d. gjet jeg þess að 17 daga í einu var frostið mynst að mirgni 31 stig og mest 40 stig á raumur og

afan á þetta slæma haust og kalda vetur bættist að það voraði mjög seint og urðu margir Heyj litlir sem næstum var von því gjafa tími var frá því mánuði fyrir Vetur og

þar til mánuð af sumri fyrir mjólkur kýr, að minsta kosti hefði þurf að gefa svo legi þó fæstir væru svo byrgir að þeir gjætu það. Isinn leisti af vatninu með seinasta móti

ekki fyr enn 25 mai enn nú er hin indælasta sumarblíða og lítur út fyrir að gras verði í góðu meðal lagi og yfir höfuð lítur út fyrir góða tíma hvað atvinnu snertir (eins

og það er alment kallað.) þetta verða nú víst allar þær almennar frjettir sem jeg skrifa þjer í þetta sinn

af mjer og mínum er það að frjetta að okkur líður þolanlega við erum við þolanlega heilsu nema nafni þinn hann er alt af mesti aumingi hann er nú búinn að vera í

rúninu stöðugugt síðan í haust hann virðist vera heldur á batavegi nú enn það gengur sant mjög seint það er hingað fluttur til nýlendunnar Íslenskur læknir sem er nú

að reyna við hann Ekki þurfti Ingibjörg lengi að halda á hjálp dætra sinna e hjer, hún dvaldi hjá okkur frá því í águst og

þangað til í Febrúar þá vildi hún endilega fara aptur til Guðrúnar enn nokkru eptir að hun kom uppeftir fjekk hún slag og dó lillu seinna úr afleiðingum af því og voru það

Gleðileg umskipti fyrir hana því hún var orðin mesti aumingi til sálar og líkama

no 5 5

það er eins og mönnum skiljist altaf betur og betur þau mikilvægu sannindi "að maðurinn lifir ekki af einusaman brauði". nú fer jeg að hætta

þessu klóri besti bróðir það er orðið nógu langort jeg bið þig að fyrirgefa það og virða á betra veg, allar mín mínir biðja

að heilsa þjer og þínum hjartanlega Jeg vonast eftir brjefi frá þjer það fyrsta því altaf þikir mjer vænt um að fá brjef frá þjer og frjetta fyrst og fremst af ykkur systkinum

mínum, og svo af gömlum kunningum og nágrönnum, ef þú kynnir að sjá Pálma Pjetursson á Sjávarborg þá bið jeg mjög vel að heilsa honu því mjer er altaf mjög

hlýlegt til hans því jeg álít að hann hafi átt bestan þátt í að jeg komst til Amiriku og altaf alít jeg að jeg hafi heldur haft gott enn ilt af því að skipta um

Vertu ætíð sæll elsku bróðir Guð annist þig og þína í lífi og dauða þess biður þinn einl. enn litilsmegnandi bróðir

Eiríkur

E.S. Ólöf mín biður sjerstaklega að heilsa Imbu systir og lofar því enn hátíðlega að skrifa henni í Sumar og senda henni mynd af sjer enn samt gjetur nú skjeð að

það verði nú ekki fyr enn næsta vetur enn einkvern tíma verður það samt ef hún lifir og ef við lifum öll lengi þá sendum við ykkur

einhverntíma mynd af allri familíunni. jeg er þinn sami bróðir.

Eiríkur

Myndir: