Nafn skrár: | EirJoh-1891-06-14 |
Dagsetning: | A-1891-06-14 |
Ritunarstaður (bær): | Sauðárkróki, Skag. |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Skag. |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Eiríkur Jóhannsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1862-00-00 |
Dánardagur: | 1939-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Héraðsdal |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Þorljótsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Lýtingsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Skag. |
Texti bréfs |
Sauðárkrók 14 júní 1891 Elskulegi bróðir minn Guð gefi að þjer að þjer líði ætið sem best og öllum þínum Með söknuði og tárum rita jeg þjer þessar fáu línur Elsku bróðir minn er?? þó að nokkr leyti verða mjer ljett bær því jeg set alla mína von til Drottins og treysti honum einum Jeg er nú búinn að kveðja flesta mína kunniga og skildmenni nema ykkur Sæmund það er eins og forsjoninn eð öllu heldur forlöginn hrifi okkur hvern frá öðrum án við gætum hvaðt hver annann að líkindum í síðasta sinn hjarna meginn grafarinnar, Enn stutt er stund þótt lífsins leið sje myrk oss Drottin traust og von og styrk) Ekki skrifa jeg þjer neinar frjettir nema að allir hafa skilið vel við mig og undrunarlega greiðs úr öllum erviðleikum sem hlotist hafa af þessari færslu á komudeigi skipsins Ingibjorg er búinn að lofa mjer að vera að nokru leiti brjef til þín því nú sem stendur Einnar bænar vil jeg biðja ykur Sæmund og hún er sú að gera ofanir leiðið Ingibjorgu minnar sálugu fyrir mig úr því að jeg var sá slóði að vera ekki búinn að því jeg veit að þið leggið saman að hjálpa mjer með þett sem annað hætti jeg nú þessu flýtirs klóri og bið ykkur báða að eiga þessar línur bræðurnar sem kveðju þó hun sé ljelegri enn jeg vildi. Góður Guð virðist af náð sinni að annast ykur og blessa í lífi og dauða ásamt öllum ykar ástvinum og gefi okkur ollum gleðilega samfundi á landi lifenda þar sem öll tár verð þerruð og einginn ástvina skilnaður á sjer framar stað þess óskar og biður af hjarta ykkar einlægur og til dauðans elskandi bróðir Eiríkur P.S. Allir minir biðja að heilsa ykur og öllum ykkar og jeg bið að heilsa kunningum og skildmennum mínum hjartanlega Sami |
Myndir: |