Nafn skrár:FriBja-1889-06-28
Dagsetning:A-1889-06-28
Ritunarstaður (bær):Hrísey
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hrísey 28. Júní 1889

Kæri frændi minn og fornvinur!

Það er nú rétt með hálfum huga og ekkert meira, að eg þori að skrifa þér, þar sem þú ert nú orðinn geistlegur embættismaður og andlegur prestur! Samt er eg

þetta áræðinn, og þetta litla "determined", að eg þúa þig en ekki þér, allt upp á forna íslenzku eins og þá er við vórum saman í

grasaheiðinni forðum hjá Rósu heyrnarlausu. Manstu annars eftir því? - Það er annars ekki til neins að vera að tala um þetta en byrja

rend="overstrike">r heldur á fréttum ef eitthvað fyndist þesskonar. Mér líður vel að öllu leyti, er einlægt friskur vel og hefi góða

"Appetit" eins og maðurinn; hefi verið hér síðan annan Maí í vor eins og nokkurskonar undirpresident Gránufélagsins; veit enn ekki hve lengi eg stunda sömu

iðu og því síður hvar eg verð í vetur. Næstl. vetur gifti eg mig eins og margir góðir menn gjöra, það hefir nú Auður sagt þér.- Bjarni bróðir er hjá Phredbirni

lausakaupmanni nú í sumar eins og undanfarin sumur, Marteinn útskrifaðist frá Hólum í vor og er nú ferðabúfræðingur Fnjóskdæla. _ Foreldrar mínir

búa í Vestarikrókum eins og áður; Óli bróðir kom heim frá Ameríku haustið 1887, þetta annars veiztu nú allt áður. Ondveigis tíð má heita stöðug, grasspretta víst

yfir höfuð hér í nálægum sveitum með bezta móti, nokkrir

strax byrjaðir að heya hér austan og vestan megin fjarðarins. Hákarlaskipin mörg búin að fá góðan afla, en fisklaust nú alveg hér á firðinum, en allgóður afli

sagður austur með undan Fjörðum og hjá Flatey. Vesturfarar fóru af Akureyri 21. þm. um 70- eða 80 alli var sagt, Þar á meðal vóru Jóhannes í Hvammi með konu og

barn og fleira ættfólk sitt og Gísli gamli frá Svínárnesi. Hvað líður Ásgeiri? er hann hjá þér? Segðu honum frá mér, ef hann er hjá þér, að mér sýnist eg sjá fyrir

endann á því, að skuld okkar hjá Friðbirni sé gjörsam lega töpuð? Hann skilur það.-

Nú er eftir ein bls. og allt bréfsefnið. Maður heitir Gunnlautur, hann búr búi sínu þar sem ehitri at Víðivöllum, hans kona er Friðrika í ætt við okkur báða

hand="Scribe" rend="overstrike">r. Þau hafa lánað mér bók, þá sem heitir Michael Arnestray, en á bókinni stendur einhverst. Einar Friðgiersson - nema betur

skrifað um þetta _ sem nú er orðinn pastor á Borg Skallagríms sáluga. - Spurningin er: Viltu nú ekki gjöra svo vel og selja mér bókina, sé það ekki mjög svo mikið á

móti þínum góðum vilja eða Gunnl. eða Friðriku? Og stóra hjólið seinasta í bréfinu er þetta: Viltu ekki gjöra svo vel og lofa mér að heyra andsvör því með einni línu?

og svo þarftu líka að fyrirgefa ruglið! _

Með kærri vinarkveðju

Þinn einl. frændi

Friðbjörn Bjarnarson

Myndir:12