Nafn skrár:FriBja-1881-01-08
Dagsetning:A-1881-01-08
Ritunarstaður (bær):Möðruvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðruvölum 8 Janúar 1881.

Kæri frændi!

Eg get eigi látið hjá líða, að senda þér eina línu núna með póstinum, einungis til þess að biðja þig að skrifa mér aptur tvær. Eg hefi lengi ætlað mér að hripa þér

miða en sú ráðagjörð hefir ætíð farið í hundana. Eg er nú eins og þú veizt á Möðruvallaskóla, og drekk í mig visindin, eins og

eg væri að drekka mjólk. Ám gamans! Mér geðjazt vel að lífinu í allann máta, einungis þykir mér eitt skorta,

og það er: eg hefði óskað mér að eg hefði verið betur undirbúinn, áður en eg kom á skólann; en þar sem við ekkert er að stríða, er ekki sigur neinn að fá, og það er

enginn frægð að læra og lesa það, sem maður hefir lært allt áður. Milli Jóla og Nýárs fór eg heim til mín; kom eg þá

í Garð, og sá eg þar bréf frá þér, og gladdist af að heyra, að þér hafði gengið vel suður í haust. Eg get sagt þér það,

að skyldfólki þínu öllu leið vel; eg var 1. nótt á Þverá, og tvær í Garði og átti ekki nyog slæmt. Olli litli bróðir þinn var annars

E.S. Bjössi frá Skuggabjörgum, sem er skólabróðir minn, biður kærlega að heila þér, og biður þig að muna eptir gleraugunum ,sem þú hafðir sagt að því skyldir útvega

honum, ef þú gætir.

dálítið lasinn, og þótti mér það eliðinlegra þú veizt nú víst (víst) flest af því sem við höfum að læra. Það er nefnil. Íslenzka, Danska, Enska, náttúrusaga, saga,

landafræði, reikningur og búfræð Mér þykir gaman að læra allt, nema náttúrusöguna Íslenzku lærum við svona: fyzt lásum við nýarRitreglur eptir Valdimar Ásmundarson,

og svo höfum við verið látnir greina orð í Gunlaugs sögu Ormstungu. 7. sinnum höfum við verið látnir rita ritgjörðir um ýmislegt efni, svo sem : leggja útaf málsháttum,

skrifa ferðasögur, biðilsbréf og fleira. Lagar svo Hjaltalin stafsetningu, aðgrenningarmerki og setningaskipun. Eru þetta ágætar æfingar. Dönsku lærumvið svona:

Einn daginn stýlar (snúa Íslensku á Dönsku) annan dagin munnlega, og þriðja að lesa hana á bækur og þýða. Svo höfum við einnig lesið lítið eitt í málf: danskri.

Í Ensku höfum við bæði að skrifa, skilja, lesa rétt, og þar að auki málfræði í henni, og svo tala hana. Í ensku tímunum talar Hjaltalíun aldrei annað en Ensku, nema það

sem hann þarf stundum. að þýða hana fyrir okkur, þegir enginn skilur það sem hann segir, en það er nú sjaldan því sumir höfðu lesið hana töluvert áður en þeir

komu. Náttúrusögu lásum við fyrst á "Eðli og heil-

bryggði mannlegs likama eptir Jóhanesen, og svo dýrafr.. B. Gröndals. Það sem við höfum lesið í sögu er í ágripi af Sögu Íslands, eptir sera Þorkel Bjarnason Við

lesum Landafræði Erslevs, og reikning af Breim. Búfræði er lítið kennd. Þú sérð af bréfi þessu, að eg hefi breytt stafsetning frá því sem áður var, fækkað joðum en

brúka nú é í þess þeirra stað, og eg hefi nú líka fleiri upphafsstafi en áður var, svo sem: í

mánaða og daga nöfnum. Hjaltalín skólastjóri fylgir alveg réttritun skólastjórans ykkar, og kennir Íslensku samkvæmt því sem hann vill. Eg ætla að taka það fram, að

kenna(nir)rarnir báðir eru sérlega skemmtilegir og góðir kennarar, og það má víst telja það sem sérstaka heppni,

fyrir hinn fyrsta skóla á Norðurlandi, að fá svo ágæta kennara straz í byrjun. Hjaltalin kennir: Ensku og Islenzku og sögu í báðum bekkjum, og reikning í efni bekk,

en Thoroddsen kennir: Dönsku, landafræði og náttúrusögu í báðum bekkjnum, og reikning í neðri bekk. Það er búið að halda tvo próf, og verður núna á Fostudaginn

haldið hið þriðja. Þau hafa verið haldin á mánaðamótum, en núna er það, eða verður

það í miðjum Januar. Eg sit núna í 4. sæti í efri bekk, að neður, og byst eg sjálfsagt við að hrapa eitthvað núna, því prófin þyngjast einlægt, meira heldur en að menn geta

lært, það er að segja, þeir sem lítið eða ekkert kunnu áður en þeir komu á skólann. Fyrsta prífið sem haldið var við lok Oktober, var langléttast, og þá eigi prófað

nema í því sem menn vóru þá búnir að læra, en seinna prófið miklu þyngra, og fóru margir niður á við, og eg líka um eitt sæti, en fer betur næst.

Eg hef gleymt, að minnast á tíðarfarið á Norðurlandi. Það hafa nefnil. verið fádæma harðindi, en það þó mest vegna áfreða, og illviðra; því eg get sagt þér til d. að snjór

í Fnjóskadal hefir opt verið miklu meiri en núna, á sama tíma. 3. vikur sagðist pabbi þinn vera búinn að gefa öllu inni fé og hestum. Eg held eg

place="supralinear">hafi farið (nú) aptanað siðunum, að eg skyldi ekki byrja brefið á því að óska þér gæfu og blessunar En betra er seint en aldrei, og óska

eg þá fyrst og fremst að miði þessi hitti þig heilbrigðann, glaðann

og ánægðann. Eg óska að þér gangi vel lærdómurinn; að þú ekki líðir neitt, hvorki á sál né líkama, og að þú fáir staðizt árásir heimsins. Þú skrifar mér. Mundu það!

Hvar siturðu núna!? Hvernig gengur Hannesi Sveinbjarnarsyni af Akureyri? Eruð þið margir í skóla núna? Hvar situr Jóhannes frá Núpufelli Hvernig hefir tíðin verið

á Suðurlandi? hefir þú haft góiða heilsu? þetta, samt margt fleira þarftu að skrifa mér. Líði þér ætíð sem bezt fær óskað vinur þinn einlægur og frændi - Friðbjörn

Bjarnasson. Eg gleymdi að geta þess að eg skal skrifa þér aptur, ef þú skrifar mér. Einnig þarf eg að biðja þig að forláta þetta

rugl og riss, sem er á þessu bréfi.

Myndir:12