Nafn skrár:FriBja-1881-02-28
Dagsetning:A-1881-02-28
Ritunarstaður (bær):Möðruvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðruvallaskóla 28 Februar 1881.

Kæri frændi!

Eg þakka þér mjög vel fyrir tilskrifið seinast, og er eg byrjaður á bréfi til þín, sem verður held eg ekki mjög ljótt!!! Nú eru engar fréttir til að skrifa, og hvað er þá

til? Tíðin er að batna minnir mig, og frostin að fara. Skepnur búnar að fá jörð, og menn hættir að kvarta yfir heyleysi í bráðina. Heilsufar er yfir höfuð held eg gott, og

kvillalaust, það eg til veit. Af sjálfum mér er það að frétta, að eg hefi næst liðinn halfan mánuð verið talsvert lasinn af höfuðbólgu eða heima komu. Hefi eg því lítið

lært nú um tíma, og alls ekkert, því meðan eg var veikur, þoldi eg ekkert að lesa, nú er eg að kalla alhress orðinn, og hefi eg hugsað mér, að nota tímann vel, sem

eptir er af skólaárinu. Þá er nú að minnast á blessaða!!! náttúrusöguna. Þú segir, að þér falli það illa að eg skuli niðra henni í bréfi mínu, og það heyri eg að þú heldur

mikið af henni. Orsakir eru til alls, og svo er einnig með það að mér skyldi ekki falla náttúrusagan vel í geð. Þú þekkir -nei þekktir- það, að eg var nú ekki vel

undirbúinn til að fara hér á skólann. í samanburði við þá, sem áður höfðu alveg lært undir Latínuskólann. Aptur vóru nokkrir ver að sér en eg. Það sem eg kunni og

hafði

gagn af, er eg kom hingað, var danska og reikningur. Dönsku skyldi eg á við marga af piltum, en aptur á móti hafði eg aldrei skrifað einn staf í henni fyrr. og

aldrei gjört stýla í henni áður, sem við erum þó mest æfðir við. Nú kom eg hér á skólann fákunnandi, og það sem verst var, var það, að eg kunni ekki að

læra, sem mest ríður á að kunna áður en maður fer á skóla. Nú var okkur sett mikið fyrir til hvers dags- eða svo fannst mér- og veitti

mörgum - mér einnig- erfitt að komst yfir að læra, það sem ákveðið ar. Fyrir utan tungumálin og reikninginn, var okkur sett langmest fyrir í náttúrusögu, því það

er svo mikið sem okkur er sett fyrir að lesa þessa tvo vetur, svo sem; Eðli og heilbrigði - sem við byrjuðum fyrst á - dýrafræði, steinafræði, jarðfræði, grasafræði,

eðlisfræði og efnafræði. Þetta á allt að lesa á 14. mánuðum og getur þú nærri, hvort það verður merkilegur lærdómum

r hjá sumum, í öllu þessu. Þegar eg nú sá, að eg hlaut að verða mér til skammar, ef eg ætlaði að læra að nokkru gagni

allt þetta, þá kom skrattinn þeirri flugu í munn mér, að eg skyldi trassa náttúrusöguna, bæði af því, að mér fannst að eg ekki vera upplagður til að læra hana, og svo

af hinu að mér munaði mest um, að sleppa fram af henni beizlinu, og eg gat þá lagt mig betur eptir tungumálunum og einnig sögu og landafærði. En það getur þú nú

vel skilið, að þegar maður fyrir alvöru er farinn að trassa

eitthvert fagið, þá fær maður því meiri óbeit á því, sem maður trassar það meira. Og þegar eg var hættur að skammast mín fyrir það, þó eg lærði náttúrusöguna

illa, þá var mér nú engin viðreisnar von. Fyrst framan af, meðan eg lærði hana dálítið vel, þókti mér hún skemmtileg, en eptir því sem eg trassaði hana meira, eptir

því leiddist mér hún meira. Nú hætti eg að tala um náttúrusöguna, og enda eg með því að náttúruvísindin eru vafalaust, ein hin skemmtilegasta vísindagrein, sem

maður getur lært, en þau taka tíma með sér, og það er um þá vísindagrein eins og hverja aðra, að það er leiðinlegt að hafi hvorki tíma né tækifæri til að læra hana til

hlýtar. Thoroddsen, kennarinn okkar, sem vafalaust er sá margfróðasti náttúrufræðingur er Íslendingar eiga, og sem nokkuð kveður á að þeirri grein hefir stundað

náttúruvísindi við Kaupmannahafnarháskóla í mörg ár, og þó held eg honum finnist

place="supralinear">hann vera stutt á leið kominn. I gær komu hingað nokkrir Fnjóskadælingar, og þar á meðal Bjarni bróðir minn; Eldjárn á Þvera og Tobba

og Rænka Tobba hefir held eg verið að finna mig, þú skilur!! Ekki gætti eg að, að spyrja Eldjárn, hvort hann ætlaði nú ekki að fara

gipta sig. he, hem. Eg hefi þó nýlega heyrt að svo væri, og mig minnir að konuefnið ætti að heita Kristbjörg. Taktu nú eptir, því sem eg er að segja þér. Eldjárn færði

mér bréf frá Ásgeiri bróður

þínum, og lætur hann vel yfir lífinu, og segir að allt væri nú gott, ef heyin væri nóg. Eg þarf að skrifa Ásgeiri bráðum, og skamma hann fyrir það, að hann nennir

aldrei að finna mig, sem hann er þó opt búinn að ráðgjöra. Í fyrradag og í (gær) dag er verið að prófa pilta í 4. sinn í vetur; geng eg ekki undir próf í þetta sinn, af

því eg hefi verið svo lasinn. Það eru aldrei gefni hér daglegri vitnisburðir, heldur haldin skrifleg príf, optast am, eða sem næst hverjum

mánaðamótum. Það þarf eg að segja þér, að þó eg læri náttúrusöguna illa, þá hefi eg þó einlægt fengið í góðu meðallagi fyrir hana við hvert próf, og með raupinu og

öllu saman, held eg að margir séu þó lakari í henni en ég (dag). Bezt hefi eg einlægt fengið fyrir reikning - æfinlega með hæstu einkunnum, sem nokkur hefir fengið

í skólanum, og þar næst fyrir sögu. Þyki mér saga mjög skemmtileg. Mikið er nú farið að tala um burtfararprófið í vor, en enginn veit neitt um fyrirkomulag þess. Þegar

þú skrifar mér næst,- sem egætla að biðja þig að gjöra með þessari póstferð- þá segðu mér. eitthvað um það, hvernig vorprófum er hagað við Reykjavíkurskóla

Af skólalífinu get eg ekkert sagt; við lesum og lærum etur og kúkum, leikum okkur og sofum, syngjum og dönsum. Fleira ætla eg nú ekki að rugla í þetta sinn, og

að endingu kveð eg þig með þeirri ósk, að þér líði ætíð vel. Svona segir frændi þinn Friðbjörn Bjarnason

Skrifaðu mér! Mundu það!

Bjössi Arnason biður kærlega að heilsa þér. punktum fineali.

Myndir:12