Nafn skrár:FriOlg-1880-01-11
Dagsetning:A-1880-01-11
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Faðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðgeir Olgeirsson
Titill bréfritara:bóndi,söðlasmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1838-07-13
Dánardagur:1885-06-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Garði
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Garði 11. 1 80

Elskulegi Einar minn!

Jeg þakka þjer kærlega fyrir tilskrifið nú seinast af 26. 11m n.l. ár. Vænt þótti mjer að heira að þú hafðir virið vel frískur og að þjer hafði

leðið vel, og jeg hugsa að hafirðu sömu heislu þá muni viðin gjörningurin verða hinn sami. Þó jeg nú pári þjer línur þessar þá gjet jeg ekkert sakt þjer í frjettu skini, það

ber her ekkert til tíðinda í Sveitinni. jeg og allir hér eru nú sem stendur vel fríksir. og eingin dáið. tíðin er hin æskilegasta þó umtileipíngar sjeu miklar og opt

fjaskleigir biljir, og nú fyrir Stuttu kom Sunnan og Austan veður mikið og reif af öðru heyinu út við húsin, og jeg tapaði

fjórum - 6 böggum úr því, tölu vert er búið að gjefa hjer lömbum og Hestum en útá heiðinni er ekkert búið en að gjefa nokkri skepnu - það er að seiga sem

mað gjetur talið, ekki búið að taka Hesta í Kumsm; nje Vestari k: það kom hríðar gusa núna á Nýársdag og næstu dagana

á eptir svo það kom nokkur snjór, en nú í næstl: viku kom góð hláka svo allstaðar nú jörð. Það vildi jeg að jeg að jeggæti flogið á milli B og G: svo jeg gæti

einstokusinnum náð fundi þínum og talað við þig. því margt er það sem mjer finnst að jeg vildi minnast á sem of lángt er að rugla á pappír, Gaman væri að þú minnt

á við einhvurn sem þú hgusaðir Kjörnastan til þess hvurt að ekki væri hægt að fá lán úr einhvurjum sjóð, af þeim ótölulegu sjóðum sem til eru hér, það sjest

núna í Þjóðvina Álman: og víðar að það er ögn til í þeim, Eins og vant er hef jeg nó að gjöra. já þó jeg vekti dag og nótt enn alt fyrir það kjemur lítið inn af peníngum

til mín, ekki varð af því að jeg hrepti þínghús smíðið á Bakka sem jeg gat um við þig, jeg þorði ekki að taka það að mjer fyrir jafn lítið, og sama var fyrir fleirum,

Sveirn á Hóli hrepti það, og I. Skarði smíðar. opt er jeg leiðinlegur með sjálfum mjer af peníngaleysi jeg hefði víst nú sent þjer nokkrar krónur ef það hefð

verið góð völ á þeim, bæði tl brúks fyrir sjálfan þig, og svo til að biða þig kaupa ímsar bækur sem mig lángar til að eiga og ekki fæst hér, þó það komi nú þær

flestu hér norður sem útkoma þar, eða maður gjetur altjent feingið þær þegar kr. eru til. Jeg hefði verið til með að gánga í Þjóðvinaf: því það eru heldur góðar bækur

sem það gjefur út. Þá vildi jeg minnast á það við þig; hvurt þjer sínist nokkuð á móti því að hafa Koforta skipti jeg er nú að koma upp Kofortum sem jeg ætli þjer, en

þú átt kanski bátt með að skipta um fyrr en að þessi K: kjemust til þín, nefnil: aður en hin sem hja þjer er sendust, þú seigir mjer eitthvað um það er þú skrifar næst.

Flutt

Myndir:12