Nafn skrár: | FriOlg-1880-11-05 |
Dagsetning: | A-1880-11-05 |
Ritunarstaður (bær): | Garði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | Faðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Friðgeir Olgeirsson |
Titill bréfritara: | bóndi,söðlasmiður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1838-07-13 |
Dánardagur: | 1885-06-18 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | Garði |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Aðaldælahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Þing. |
Texti bréfs |
Garði 5/11 80. Elskulegi Einar minn! Innilega er jeg þjer þakklátur fyrir tilskrifið nú af 7 Oktober; þó jeg nú hripi þjer línur þessar þá verður það eins og vant er frá mjer gagns og gaman lítið, jeg hef augnvar frjetir að seiga þjer utan að jeg hafa geingið hér síðan þú forst, og ekki hafa dáið hér í kríng svo jeg muni utan Guðrún gamla í Grenivík, og ganla Ragnheiður í Flatey, Nú fyrir nokkrum dögum lagðist Gamla Guðrún í Böðvarsnesi og er sagt að hún sje mjög þúngt haldin, og er hætt við að hún deigi Kristjan gamli liggur lika en það var sakt það væri mest gikt er að hönum geingi og því hldur vonandi að hönum batni aptur, Tíðarfarið hefur mátt heita gott í Haust hann gjörði nokkra hríð mig minnir litlu eptir seinustu gaungur. og kom þá nokkuð mikkil snjór á og tók strags aptur, og var svo blíðasta tíð þar til Viku fyrir vetur þá gjörði hann Hríðar hreitu nokkra svo að það kom mikil snjór til Heiða og nokkurn í bigd samt hefur verið en nó Jörð hér að þessum tíma og ekki hefur verið gjefið full orðnu fje hér en. Ekkert hef jeg verið annar staðar en við smíði en nú ætla jeg að fara að fara útá Þunglabakka bráðum til að klára það eptir vor af Baðstofunni; Jeg bygði Húskofa Norður í Torfunesi yfir 20. jeg ljet heyga á Stað og flitja frameptir, svo þarf jeg að kaupa Hey til við bótar. Það er því margt bæði heima og annar staðar sem allir eiga hér á Heimili og færi betur að það kæmist alt vel af. Gott þikir mér að heira að þú ert frískur og að þjer líður vel. Lítið þótti mér það vera sem þeim Heiðruðu Herran þoknaðist að veita þín og hvað kom til þessa úr því það var nokkuð Sefur þú í þessu Herbergi sem þú leig?.? og ertu ekki í Skólanum nema við yfirheirsluna? Slæmt þikir mjer að gjeta ekki tekið einhvurn mann í Vetur til þess að seiga Krökkunum til en þess er ekki kostur vegna þreingls i Baðstofunni, jeg auk heldur gjet valla verið við smíði því í smíðhúsinu er nú rúm, jeg verð feigin ef jeg lifi til vordagana að það rímkaði eitthvað. Þþví það verður ekki útreyknað hvað ilt jeg hef af þreinglum þessum með öðru fleiru, en biðja þig færa til betra vegar alla gallana, að Endíngu fe jeg þig þeim algóða guði um tíma og eilífð það mælir þinn elskandi Faðir Friðgeir Olgeirsson E.S. mamma þín og sistir biðja hönum eður eitthvað |