Nafn skrár: | GisIsl-1897-08-17 |
Dagsetning: | A-1897-08-17 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Gísli Ísleifsson |
Titill bréfritara: | lögfræðingur |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1872-04-23 |
Dánardagur: | 1932-09-09 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Rangárvallahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Rang. |
Upprunaslóðir (bær): | Vestri-Kirkjubæ |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Rangárvallahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Rang. |
Texti bréfs |
Reykjavik 17/8 1897 Kæri vin. Þökk fyrir brjef þitt jeg rjeri í hann fyrir nokkru og sogðist eiga að kaupa af honum hesta fyrir þig, en han sagðist eiga selja þá alla með fullu verði, en það hefði aðeins verið meiningin , ef hann ekki gæti þeigið fullt verð fyrir þá. Jeg fjekk alltsvo einga hesta. Innlagt sendi jeg þjer kvittanir fyrir samtals - 236 kr. 97 aur.- Af peningum hefur þú sent mjer 300 kr. því í fyrra brjefi þínu voru ekki nema 200 rk. í stað 210 kr., einig jeg bað Att því þú hjá mjer 65 kr. 03 aur. og bið jeg þig skrifa mjer kvort jeg á að senda þjer krónurnar eða hvað jeg á að gjöra við þær. Ekkert er að frjetta nema allt bærilegt hjeðan. þinn Gísli Ísleifsson |