Nafn skrár: | GisJon-1890-04-17 |
Dagsetning: | A-1890-04-17 |
Ritunarstaður (bær): | Syðra-Hvarfi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Svarfdæla, Dalvík |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | Þorsteinn |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Gísli Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi,bókbindari |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1873-10-12 |
Dánardagur: | 1868-01-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Syðra-Hvarf |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Eyf. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Syðra Hvarfi 17 April 1890 Góði Þorsteinn minn! Guð gefi þér allar stundir góðar og betri en ég kann að biðja Inni legustu hjartans þakkir fyrir alt gott undna farið, og þar á meðal bréfið frá 1 og 10 septem firra ár með tekið á Jóla daginn sama ár með góðum skilum Þó að eg pári þessar linur verða þær frétta fáar því margir skrifa þér og það sem við hefur boðrið síðan þú fórðst, að það hrekkur ekki handa öllum. Sumarið eptir að þú fórst var mjög gott og hey feingur og nýting í góðu lagi en mjög reynast heyinn létt vera búnir að gánga fjallgöngur okkar en þann snjó tók upp aptur og varð al auð jörð en mjög óstilt Stór rigningar ofsa veður og hríðar jel skiptust á en jörð var þíð framm á vetur því til dæmist að taka slettaði ég þúfur tæpann mánuð af vetri og er það víst fá dæmi hér í svoet í vetur hefur verið mjög óstilt og talsverður snjór komið en tékið vel á milli, nú er gratt yfir alt, og hríðar kuldi og litil fönn í byggð en mikil til fjalla Eins og aður er getið var gras vöxtur góður næst liðið sumar. Víðast hvar en framar var þó snökt hér einsog vant er eikum eingið við feingum 200 hesta af út heygi ur heima landi og 130 hesta af töðu Næst liðið Sumar og haust var tals vert unnið að jarða bótum hér í sveit einkum þúfna sléttu við hér sléttuðum 180 ferhynings faðma. Góð uppskéra var á næpum og rófum í Sumar e fleira að ekki er minni vandi að gæta feingins fjár en afla þess hér feingust 6 tunnur af rófum og 3 af Kartöplum, ekki skemdist hér neitt til muna Fáfir hafa dáið síðan þú fórst Gunnar í Efstakóti og Guðrun móð Kristjans sem her var - dóu í haust líka dóu í haust Hallgrímur gamli á Hámundastöðum og Astríður á Krossum. 8 Desem í vetur dó Séra Páll í vVðvík frú séra Zofoníasar orti sálm eptir séra Pál og legg eg hann hér ynnaní því eg hugsaði að þú hefir skemtun af að sjá hann nam fyrst fjörðinn, forstöðunemdinn mættist til að hreppar nir legðu fjár stirk til hátíðarinnar. hér í hrepp var stöfnuð Tombóla í þeim tilgángi hana á að halda á Tjörn á Sumardaginn fyrsta. Björn á Atlastöðum minkar við sig í vor og býr eptir leiðis á fjórðapart af jörðinn en Arni á Hærings stöðum flitur sig þángað í Hæringsstað fer Bergur í þorleifsstöðum í þorleifsstaðir fer Jón sonur Björns á Hóli. Jón Þorvaldsson á Hofi hættir að búa en þángað fer þorfinnur á Hrísum í Hrísir fér Björn sonur Arnþórs á Moldhaugum, fleiri jarða biltingar eru en ekki raðnar á þessu vori svo eg muni Nú er Arni í Dæli að kaupa þann helminginn sem þórður átti af Dæli hann á að kosta 800 krónur líka atlar þórður að kaupa Hnjúk og hann á að kosta 2,500 krónur Verzlunum var ögn líflegri þetta ár en að undan förnu, ull fór á 70aura var haldin í Hofs rettinni í haust féð seldist heldur vel vetur gamalt á 12 kr til jafnaðar geldar ær á 14 kr og Sauðir á 16 til 18 kr 25 aura og mest alt borgað í Gulli útí hönd. 198 sauðum var haldiði hóp og svo var boðið í þá. Christu Havstein varð hæst bjóðandi nefnilega 18 kr 25 fyrir hvern, það voru 7 merkur veignar sem hann snaraði út fyrir hópinn Nafni minn í Gröf biður kærlega að heilsa þér og óskar að þér líði sem best á þessu þínu æfi hveldi Nafni þinn og Jóhann skrifa skrifa þér víst bráðum, Steini þinn skrifar þér líklega ekki í þetta sinn. hann er búinn að læra 12 kafla og var hættur að læra fyrir Páska en er nú altaf að lesa upp Allir hér eru með góðri heilsu nema pabbi hann er mjög lasinn altaf Nú fyrir stuttu kom líka kom Kaupskipið Ýngibjorg báðar með mikið af vörum, og ekki urðu þær varar við ýs þá er nú mal að hætta þessu Allir hér biðja ynnilega að heilsa þér. Guð og gæfa veri með þér æfin lega þess óskar Gísli Jonsson |
Myndir: |