Nafn skrár:GriJon-1861-06-06
Dagsetning:A-1861-06-06
Ritunarstaður (bær):Austurlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Grímur Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1830-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svalbarðshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Austurlandi 6ta Dag júní 1861

Herra Bókbindari óskir bestu!

Eg hrípa yður þessar fáu línur, fyrir þá orsök að eg skrifa J. Reinholt til, og bið hann um uppgjöf á vistar loforði því er eg gjörði við hann í vetur og þér voruð vottur ad, Eg veit og þarf ekki að skrifa yður orsökina til þess, því eg veit ad þér gítið fengið ad sjá bréf (Nafna ydar) sem eg sendi med þessu- þér gétid sjeð af orsökunum sem eg ber fyrir mig, og eru sannar, að eg er löglega forfatlaður að géta þetta ekki; og einkum og helst veggna handarinnar á mér, því og veit fyrir víst ad og framarlega mér fer ekki bráðum að battna verð eg sjálfsagt frá verkum í sumar, og leingur ef hana Kreppir eða Hnítir og kémur mér það ekki vel með öllum skulda bagganum mínum enn það Tjáir ekki ad Tala um það- því það sem verður að vera viljugur skal hver bera, það er því mín innileg bón Til yðar, að biðja yður svo vel gjöra, og leggja til með, til mælum mínum við Jón, að hann géfi mér þetta kvitt, eg er sann færður um hann gjörir það fyrir

orð yðar frekar enn margra annarra, og ef so fer að hann lofar ad gjöra þetta, þá bið eg yður um framm alt að FaRa hjá honum Samnínginn og eyðilegga hann so hann geti egi orðið mér að neinu Klandri seinna meir.

byrneginn bið eg ydur hvert sem þetta verdur Til nokkuri eður eg, að gjöra so vel og annað hvert skrifa mér til sjálfir, eða þú að sjá so til að Jón gjöri það við firsta tæki færi sem hægt væri- Eg sé mér ekki til neins að biðja hann þess sjálfann þær eg gjöri ráð fyrir það færi eins um það og þegar eg bað hann að skrifa mér til à móti brjefinu í vetur, að það verði ekkért svar.-

Að endíngu kveð eg yður á samt yðar öllum og óska yður als hins besta í bráð og lengd þad

mælir ydar þénustu-

skildugur

GJónasson

Myndir:12