Nafn skrár:GudBal-1909-07-07
Dagsetning:A-1909-07-07
Ritunarstaður (bær):Böggvisstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Guðjón Baldvinsson
Titill bréfritara:kennari
Kyn:karl
Fæðingardagur:1887-07-02
Dánardagur:1911-07-10
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Böggvisstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Dalvíkurhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Svarað 23. júlí Bögg. 7 júlí 09.

Góði vinur!.

þakka þjer kærlega fyrir brjefið og blaðið. Jeg meðtók það og las í dag. Jeg held að það sje satt sem þú segir, að grein mín standi óhögguð af ath.s. Sigurðar H. þær eru bágbornar.

Enda fanst Sigurjóni lækni það. Mjer datt hann í hug af því að hann er nýgenginn út úr stofunni hjerna. "Vinur" barst í tal. Fann læknirinn það helst að miðanum

að hann minnti á miða trúboðanna! "Að hverju leyti." spyr jeg. "það er þó ekki minst á guð eða djöfulinn himnaríki eða helvíti. En hitt er satt að þetta er aðeins miði, og hann

er siðlegs efnis" Eftir nokkra vafninga, sagði hann að ekkert væri út á þær (setningar) að setja, og miðinn gæti víst verið góður. Jeg skal geta þess um leið að jeg hef hitt

alþýðumenn, sem hefur þótt miðinn góður, og hafa glaðst yfir því að fá hann heim með sjer. Nóg hef jeg enn samt til þess að úthluta. -----||----- Jeg sje aldrei Einn reiðina. Engin

sála kaupir hana hjer. Þú værir vís til þess að lána mjer hana hingað úteftir? Jeg kem inneftir í lok þessa mánaðar. Þori ekki að lofa því samt að koma þá með ritdóm um Eimr. þó

að jeg verði búinn að fá hana. Hef ýmislegt annað í huganum. Er auk þess við líkaml. vinnu eftir því sem heilsa leyfir. Held sunnudagaskóla fyrir krakkana hjerna í nágrenninu. Hef

ekki af miklu að má eins og þú veist. - Það er satt S. les illa prófarkir, svo að jeg yrði

þjer þakklátur ef þú vildir líta yfir það sem jeg kann að senda N.landi. Mjer

hæstir til þess að gleyma kammum o.s.frv! Jeg óska systkinabandinu til heilla, því að jeg treysti því að það hafi eitthvað gott fyrir augun og stafni. ---||---

En, hvað jeg ildi segja: Geturðu ekki hjálpað mjer um ávarp þeirra "andbaminga"? Jeg sje ekki neitt af skjölum þeirra og skrifum. Mig hálf langar í fund og bardaga hjer og þyrfti

því að hafa rök andbanninga fyrir mjer til þess að geta gagnrýnt þau. Þingtíðindin ókomin hingað enn, svo að þaðan er ekkert að hafa. Jeg heyri sagt að andbanningar sjeu hjer á

mannaveiðum, en þeir fara huldu höfði eins og rotturnar.

Vertu blessaður, og berðu gömlum vinum okkar beggja kæra kveðja mína.

þinn Guðjón Baldvinsson

Myndir: