Nafn skrár:GudVig-1886-11-30
Dagsetning:A-1886-11-30
Ritunarstaður (bær):Klausturhólum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðjón Vigfússon
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1868-03-13
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grímsneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Árn.
Upprunaslóðir (bær):Neðra-Apavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Grímsneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Árn.
Texti bréfs

Klausturhól. 30./11- 86

Góði vinur!

Brjef þitt af 20. þ.m. hef jeg meðtekið, sem jeg þakka. "Nú fór ver, en vildi jeg" - mjer varð íllt við, þegar jeg fjekk brjefið þitt, (þegar að jeg las það, sem kjötinu

kom við. Svo er nú mál með vexti, að kjöt það, sem jeg hafði til sölu, var eign mágs míns Bj. Melsteðs, sem nú er til heimilis í Arnarholti Mýrarsýslu, og sem er gegmt

hjer, og sem jeg (eptir hans beiðni) ætlaði að selja, en 2ur dögum áður en að jeg fjekk þitt brjef, fjekk

jeg brjef Engar hef jeg frjettir nema meinhæga líðan. Illa er það færa við, kvernig "Magga" dugg. er

komin í stýrislykkjunni (!) og þú svona langtí burtu! já þvíl. Jeg ósk að þér líði vel, þinn einl. kunningi Guðj. Vigfusson.

frá honum, og hafði hann þá fengið kaupendur að því, í R.vík svo það er úti með þetta. Sjálfur á jeg ekki neitt

hangikjöt, því jeg hef lítið skorið, því jeg er að koma því upp, og það veizt þú, að það

er síðir fyrir frum býlingum. Mjer þykir mjög leiðinl. að geta ekki hjálpað þjer í þessu efni, en það er engum hægt að gera það, sem hann getur ekki góði Einar minn.

Mjer þykir verst að þú líður baga fyrir það, sem að þú átt hjá mjer, en jeg á ómögul. með að borga þjer það, síst

núna. Viltu ekki að jeg sendi þjer allar bækurnar aptur, alþingist. v.s. frv. ? fyrst að jeg er svona"Sk. blank." ? það er ógaman að þessu. Fyrirgef vinur. Heilsaðu

kunningjunum; einkum Herm. mínum, og að jeg vonist staðf.l. eptir brjefi frá honum, svo að jeg viti hvort hann er du. eð lif.!

korl. sá, svo mun jeg svara. þú skrifar mér víst líka, þ.v.j.

Myndir:12