Nafn skrár: | AndFje-1893-01-30 |
Dagsetning: | A-1890-01-30 |
Ritunarstaður (bær): | Hvítárvöllum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | hluta myndar vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Andrés Fjeldsted |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1839-10-31 |
Dánardagur: | 1917-04-22 |
Fæðingarstaður (bær): | Fróðá |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fróðárhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Snæf. |
Upprunaslóðir (bær): | Narfeyri |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Skógarstrandahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Snæf. |
Texti bréfs |
Hvítárvöllum 30 jan. 1893 Herra prestr. Einar Friðgeirsson Kæri vin! Ég hafði árett mér að vera á ferð um þettað leiti, en er nú ekki góður til ferðalaga og verð því að fresta slíku. Með Lárus minn, hagið þér yður eptir þeim kringumstæðum sem þér sjáið honum henta eða hann er fær um, hvort hann fer í 1 eða 2 bekk; auðvitað er sparnaður talsverður við það, en um það, vil eg þér séuð einráður, því eg hefi þar á litla þekkingu - Eg hefi heirt að Matti frá Firskil ætti að fara uppí 2-bekk og verði það, veit eg Lár. muni ekki líka að vera neðar, af því eg hygg að talsvert kapp sé í honum, en þá held jeg ekki aptur af honum, samt með því, að þér sjáið það honum engan skaða. Ég er einlægt meir og meir aðsannfærast um að mentunin í lat. skólanum, sé yfir höfuð að tala, ekki svo mikils virði, að fráteknum hinum lifandi tungumálum, sem eru svo ómissandi fyrir lífið, bæði að einu og öllu heima og heiman; því með þeim er sjálfsmentun möguleg, annars er upplagið enganvegin einhlítt, eg hefi mörg dæmi séð um það. Stúlka frá Fossi vill ekki bíða - Yðar gamli Andr- |