Nafn skrár:GudJon-1898-12-01
Dagsetning:A-1898-12-01
Ritunarstaður (bær):Sauðafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:Dóttir Jóns Borgfirðings
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Guðný Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1869-08-06
Dánardagur:1930-11-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Reykjavík
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reykjavík
Upprunaslóðir (sýsla):Gull.
Texti bréfs

Sauðafelli 1/12 98

Elskuleigi Pabbi!

Kjæra þökk fyrir brjefið þitt það verða nú ekki miklar frjittir heldur en vontar. Björn er ekki heima hann í er í embættisferð verður í Sýslu er búin að vera viku en verður víst minst 3 vikur og því að viður líka Tepja hann tan dag á þær úrþynningur. annars hafa ekki mikil frost verið hingað til. það hafa geingið mikil veikindi hjer bæði Sumarliði á Breiðabólstað sem er ríðandi bóndinn er dáinn og Benidikt á Háafelli sem að er mjög efnaður maður og framm fara maður er dáinn, guð hefur líka geingit kvef og Taugaveiki, en ekkert af þessu hifur ennþá nád til okkar hvað sem

verður. það er sorglegt að frjitta af þorbjörgu og leiðinligast að þeir skuli ekki geta hjálpað henni neitt, bara að hún hafi ekki miklar þjáningar, aumingja litlu krakkarnir, þó að mörg börn eigi verra þá er öllum vorkunn sem að verða niðurlausir, en jig er að vona það besta en leiðinlegt að frjitta ekkert svna leingi, jig veit ekki hvernig að þau foru að ef að Gunna væri ekki því að það er víst ant þörf à henni en ekki síst nùna, en hvað jig var heppin að jig sótti ekki undir Gunnu því að jig var að hugsa um að reina að nema hana að vera ì vetur, bara að Gunna verði nú frísk. Krakkarnir eru nú að míndast við að lesa þau ekta en að stafa og skrifa en Jón er nù farinn að kvíða að hann er víst vel greindur en hann er latur dàlìtið en það er nú ekki að

marka hann er svo ungur, en Ragnar hann þekkir marga stafi en jig held honum ekkert að því, Prestur hifur það satt hann situr í erðidrykkjinum með 2 konanna sín við hverja hlið, og þær sitja saman í Kyrkjunni og kynast marga kona svo að allt er ì besta gangi það er langt sìðan að jig hefi flutt frá Íngólfi en þá leið þú vel. það er leiðinlegt með flóðið á blaðinu, en jig stóð àðan snöggvast upp og þà þurfti Stebbi að koma með blóðugann patann, og lak á. Allir Krakkarnir biðja að heilsa Afa sínum. Heilsaðu kærliga. Að endíngu óska jig þjer gleðilegrar jóla og Nýjárs.

þín dóttur

Guðný

Myndir:12