Nafn skrár:GudJon-1899-02-14
Dagsetning:A-1899-02-14
Ritunarstaður (bær):Sauðafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:Dóttir Jóns Borgfirðings
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Guðný Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1869-08-06
Dánardagur:1930-11-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Reykjavík
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reykjavík
Upprunaslóðir (sýsla):Gull.
Texti bréfs

V 24/3.

Sauðafelli 14/2 99

Elskuleigi pabbi minn!

Jig ætla eingöngu að manna mig upp og skrifa þjer það er ekki svo opt en frjetta ríkt verður það ekki. það hifur verið umhlapìngasamter það sem af er vetrinum þangað til síðan fyrir viku þá hafa verið stíllur en hagalaust, en ì nòtt breitti hann sjer í hvassviður og rigningu svo að allar ár eru ófærar og kem jig líkliga ekki þessu brjefi á pòstinn. Pestinn skildi okkur ekki eptir fremur en aðra góða bændur, en það er nú nokkuð langt síðan að hún hætti, en um daginn drápust 2 með svo sem viku millibili. Krakkarnir eru öll vel frísk, Stebbi þekir mikið af stóru stöfunum þó hafi ekkert óvist honum nema það sem að hann hifur verið að spurja um

hann spyr svo mikið að það er ekki gott að svara honum ekki er Anna litla eins fullorðinsleg að sínu leiti, en hún hermir allt eptir Steppa og kann þó nokku ap vísum, stundum slást þau svo það má til að skilja þau, og opt heirist grátur á Sauðafelli. Jón litli er efnilegur hann er að Taka Tennur nú sem álast hann er fjarska þægur, en hann sækir sig mít með tímanum eins og hinsogskirnir hans. Björn er alltaf að fara ferðir vestur í sýslu við og við, nú bráðum fer hann 2 ferðir aðra í smáþjófnaðamáli, en hina eitthvað í bùi Sjera Friðriks Eggers, en hann fær peninga fyrir, og allir geta alltaf ratað þá Ingólfur lætur alltaf vel ap sjer í Hóluninum, það er sveimjer gott, nú er samt leiðinlegt en með sumu ogitur að hann skuli vera svona veik alltap hvað, það má vera þreitandi líf. þá verður að Taka viljann fyrir verkið við þettað brjef. Björn biður að heilsa það er ekki víst að hann skrifi börnin biðja

að heilsa Afa sínum stundum eru þau að ríða norður til ykkar, og þá er með frjettum hvað þau hafa feingið gott, það er kaffi og pönnukókur og jólakaka Að endingu òska jig þjer allrar banunar og vellýðar á þessu nýja ári

þess óskar þín dóttur

Guðný

Myndir:12