Nafn skrár:GudJon-1899-02-25
Dagsetning:A-1899-02-25
Ritunarstaður (bær):Sauðafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:Dóttir Jóns Borgfirðings
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Guðný Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1869-08-06
Dánardagur:1930-11-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Reykjavík
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reykjavík
Upprunaslóðir (sýsla):Gull.
Texti bréfs

Sauðafelli 25/2 99

Elskuleigi babbi!

Kjæra þökk fyrir brjefið þitt, jig hjilt að þú værir búinn að gleyma að skrifa en það var þá ekki. það eru fáar frjittir núna nema ófærðir og mikil kvefssvöld hifur geingið og mörg gamalmenni dáið og ungt líka eins og þú hifur víst frjitt. Börn liggur alltaf, það getur ekki farið þessi bólga úr lífinu á honum, við erum að hugsa um að senda mann suður til Guðmundar Magnússonar og vita hvað hann seigir, því að þettað heilsuleisi er mjög leiðinligt.

En börnin min sem að getir enn eru vel frísk ennþá jig

er nú samt svo hrædd því að kíghóstinn er að stinga sjer náðar viðar, og börn að deyja úr honum nafni þinn er farinn að kviða að og gengur vel, en hin 2 eru nú bráðum lesandi, og enn að para dàlítið sem Ragnar þekki nú nokra stafi, og meyra er nú ekki komið, það er úti mína sál og sumar. Jig nefndi við prestinn það sem að þú baðst mig um en ekki veit jig hvort að hann veitir þjer áheyrn því að konu hifur hann sjer feða, dóttur vinnumans þar á bæ og er heldur hrúðugur yfir því að hafa feingið sjer stúlku, jig veit ekki hvað hann hugsar sjer með að fara að búa en hann um það. Ingólfur skrifaði mið pósti síðast og leið vel, og Villi skrifaði

líka nýliga með manni sem að var að fylgja Torfa ì Ólafsdal hann sigldi en ekkert var til tìðinda nema margir sigldu og Ágústa og Shamsen nýliga gift og sigldu til þýskalands. það er langt sìðan að jig hifir feingið brjef Finni bróður bara skrifað einu sinni síðan að hann kom heim aptur.

Björn biður að heilsa þjer og krakkarnir afa sìnum þau eru opt að tala um fólkið sit á Akureyri Jig held að Slira nyngi erðið og Agnar op stór. Heilsaður hjónunum lìka. Lýði þjer ætíð sem best þess óskar þín dóttur

Guðný

Myndir:12