Nafn skrár:GurHal-1876-04-20
Dagsetning:A-1876-04-20
Ritunarstaður (bær):Stafholtsey
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Guðrún Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Stafholtsey á Sumardagin firsta 1876

Kjæra góða Madama!

Guð gefi yður allar stundir góðar og gleðilegar, Hjartanlega þakka jeg yður fyrir alla þá mik lu velvild er þér hafið auðsint mér og auðsinið mér 0000 það er mín innileg ósk að þessar fáu línur mættu lenda hjá yður glaða og heilbrigða, jafnfra mt óska eg af hjarta að þettað nia sumar sem 0f0rann í morg un milli verða yður gott og gleði legt i alla staði og öllum yðar, Jeg bírja nú nokkuð snema að þeirri þ0000 mér að en mér finst jeg ekki gétað birjað sum= arið betur með neinu öðru

og jeg á lit það líka mína bestu sumargjöf að tala við yður í þess um 000 af þvi Guð einn má vita hvurt jeg fæ nokkurn tíma að tala við yður 0000ulega, þvi sten dur alt í hans valdi sem öllum hlutum stjórnar, því þó jeg hafi nú kanskje i huggu að koma á næsta vori þá gétur það brugðist því það skipast mart á skjemri tíma (því hvilíkt er vort líf? giefa sem sjest um stund og hverfur síð= ann) Jeg gét nú lítið sagt yður í frjettum af sjálfri mér nema mer líður vel og jeg er við bærilega heilsu og hefi verið það í vetur, jeg hefi verið Eldabuska nú um tíma, aðra vikuna síðan vertíðin birjaði því gamla Eldabuskan tók við fjósinu þeg= ar fjósmaðurinn fór til sjóarins jeg stend mig nú ekert ágætlega í þessari níu stöðu, og það má með sönnu segja að það er sannan

legt sleifara lag á Eldhús verkon um hjá mér, en ekki vildi jeg óskja mér að hafa þá stöðu leingi ekki einasta af þeiri á ste000 að mér þiki þar svo ilt, heldur hefi jeg þá ímindun að allar Eldabuskur sjeu haldnar af illum öndum, þó jeg sjé ekki farin að finna neina breítingu á mér því tíminn er nú líka svo stuttur við þekkjum nú báðar hvurninn gamla Sophia er í lundinni en þó er ekki Eldakonann hérna betri í geðinu, og okur kémur ekki uppa það besta saman, jeg held að þér verðið orðinn dauð leiður á þessu þrugli svo jeg ætt la að hvíla mig þángað til póstur kémur

9 mai

Yður kemur víst undarlega fyrir sjónir þessi höttótti miði, en jeg læt mjer samt engin minkunn þykja að því þó hann eigi samnefnd við nýja sálabókina. Jeg þurfti nú að taka verkamann til

að klára brjefin mín, því áður enn jeg gat það sjálf, tókst svo illa til fyrir mjer að jeg varð að leggjast upp á sængina svo jeg þori ekki að reyna að á mig að skrifa. Samt er jeg ekki mikið veik, og vona, með guðs hjálp, að það gangi fljótt yfir aptur. Nú er víst komið mál að hætta, og bið jeg yður að fyrirgefa mjer í þetta sinn, hvað þetta brjef er illa úr garði gjört. Að endingu óska jeg að yður meigi ætíð líða eins og bezt getur beðið._

yðar einlæg

Guðrún Hallgrísdóttir

Ps Berið manninum yðar kærar kveðjur mínar, svo biður Guðrún frænka mín einn ig kærlega að heilsa yður og systrunum.

yðar sanna

Guðrún

Myndir:12