Nafn skrár:AndFje-1890-05-11
Dagsetning:A-1890-05-11
Ritunarstaður (bær):Hvítárvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Andrés Fjeldsted
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-10-31
Dánardagur:1917-04-22
Fæðingarstaður (bær):Fróðá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fróðárhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Snæf.
Upprunaslóðir (bær):Narfeyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skógarstrandahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Snæf.
Texti bréfs

Hvítárvöllum 11. maí 1890

Kæri sír Einar minn!

Eg hefi síðan við sáumst, verið að hugsa um Adda minn, og veit að hann er orðin doskull við lærdóminn og er það mjög eðlilegt, en ekki er neitt gagn í að láta

hann vera að haga við hann (lærdóm) ef hann ekki er með dálitlri ástundun, það skemmir en bætir ekki, venur hann á slóðaskap og leti, en við hvortveggja er mjer

mjög illa, því um mörg ár hefi eg sannfærst um þá þjóðarkvilla Væri nú svo, sem eg hefi grun um, að hann hafi lítið gagn af sumarlærdömnum, þá væri bezt að hann

kæmi bráðum heim, hann getur þó haldið honum lærdóm við þar til hann fer suður, enda ætti hann að vera í R.vík

nokkra daga undan prófi

til þess að átta sig; jeg vil nú samt láta ukkur ráða, ef þið haldið að það sje til nokkurs,gagns. Jeg gleimdi um dagiin að borga yður pramann, sem eg hafði ásett

mjer að gjöra og legg hjer inn 30kr en 2 skulu borgast við samfundi.

Heilsið konu yðar frá okkur.

yðar með vinsemd

AFjeldsted

ES. þegar hann kemur, hefur hann með sjer bækurnar, enda getur Sigurður tekið það af þeim sem hann ekki brúkar, því skjeð getur eg minti hann á að ljúka þeim

upp.

sami A.F.

Myndir:12