Nafn skrár:GdrArn-1882-01-24
Dagsetning:A-1882-01-24
Ritunarstaður (bær):Eskifirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Guðrún S. Arnesen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1854-05-31
Dánardagur:1943-04-10
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Arnesen verslunarhúsi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Seyðisfjörður
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Eskifirði hinn 24/1. 82.

Velæruverðugur herra prófastur sér D Halldórsson

Yður mun furða á, að fá línur frá mér, og þó kannski enn meir, er þér sjáið hvers efnis þær eru. það er nefnilega ásetningur minn, að ganga í bindindi og óska því, að þér viljið sýna mér þá velvild, að taka mig, sem meðlim inn í bindindisfélagið hér í sveit; ég vona, að þér áfellið mig ekki fyrir þessa breitni mína, þó það enn sé ekki orðið algengt, að kvenn= menn gangi í þess háttar félög. Verið kvaddir með vinsemd og virð= ingu.

Yðar þónustu reiðubundin

Guðrún S. Arnesen

Myndir:1