Nafn skrár:GudTho-1871-09-08
Dagsetning:A-1871-09-08
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll er móðurbróðir Guðrúnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2409 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðrún Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-11-25
Dánardagur:1918-12-19
Fæðingarstaður (bær):Reykholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Móeiðarhvoli ?
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hvolhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Rang.
Texti bréfs

Breiðabólstað 8 Septenber 1871

Elskulegi móður bróðir!

Rjett gátuð þjer til að mjer mundi bregða í brún þegar jeg reif upp sendinguna frá yður og mest geingur yfir mig hvað klóklega þjer ætlið að fara að því að láta mig ekki álíta bókina eíns og gjöf frá yður en það geri jeg nú og hef ánægu af að eiga hána í miníngu ykkar móður minar sálugu beggja og þakka yður því inilega bæði firir hana og tilskrifið Hjeðan er ekkert að frjetta mjer og minum liður við það vanalega heldur vel nema vhað rosen sem er orðin hálfsmanaðar gamall er

er nú okkar mesta mein því fryst og fremst eigum við hjerumbil 3 hundruð hesta af heiíúti og svo allan okkar mó, og skán við fjárhúsin en h alt er það í hraukum en nokkur bót í máli er sú að jeg er líklega birgframað miðjum vetri með gamlan eldivið first jeg er nú búin að eiga yður úr eldhúsinu verð jeg að seíga yður úr búrinu og eru þar 8 tunur af skyri og er það úr ánum því kyrnar géra ekki betur en hafa ofan af fyrir fólkinu með hvítu ?yer vanta fjállagrösin til að drígja með Jeg veit nú ekki hvað jeg á að monta meira af búskapnum nema ef vera ksyldi að jeg er af aungum að dráttum farin að eiða en nema af munuð eir voruni Jeg veit

þjer verdið nú feigin að verða laus við þessa matar suðu og enda jeg því með forlátsbón og óskum bærilega heilsu og rólega elli ásamt kjærri kveðju okkar kjæru þakkl. fyrir alla yðar trigð og umhiggu

yðar elskani Sisturdóttir

Guðrún Þosteinsdóttir

Myndir:12