Nafn skrár:GudTho-1872-04-14
Dagsetning:A-1872-04-14
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll er móðurbróðir Guðrúnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2409 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðrún Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-11-25
Dánardagur:1918-12-19
Fæðingarstaður (bær):Reykholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Móeiðarhvoli ?
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hvolhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Rang.
Texti bréfs

Breiðabolstað 14 April 1872

Elskulegi góði móðurbróðir!

Með stírurnar í augunum fer jeg nú að birja þettað brjef því pósturin kom í gærkvöld þegar við vórum háttuð og ætlar víst snemma til að ná heima Síslu manni áður en han fer til kirkju og áttu þjer þó skilið að jeg hefði alvakandi og með fullu viti þakkað yðar elskulega brjef um dagin sem var lángtum betra en jeg verðskuldaði þó jeg hefði feigin viljað eíga það skilið. Af okkur hjerna er það að frjettja að við erum við góða heilsu og höfum nóg að borða sem nú hefur verið mesta neið með hjá fólki allvíða þó það sje lakust um Landeíar þvi þar er víða kýr fá??

og lið ljettar Hei held jeg eíngin muni önur eins i görðum einsog nú jeg hef 12 ky bornar og þará 21 man og 3 kálfa Sverrir er nú ní farin með strák sinn þeír eru farnir að höggva steína fyrir Sjera Armund og eru að því í Tjaldi uppá Helluvaði því aldreí kom ukfæri til að koma þeim heim að Odda Jeg veit þjer hafið frjett frá fall mágs míns á Móeðar-hvoli og var honum mikil þörf á hvíldini jeg hef aldrei sjeð maneskju géta veitt sjer eís litla björg því hún var hreint eig eíngin hun var í 7 vikur búin að vera máttlaus að hun gat ekki hreift eírn fingur en höfuðið gat hun hreift til á koddanum og talað svo rjett han skildist en altaf hafdi hann rænu frami í andlát og

fjekk það hægt hvurni Rsistir mini liður framveigis kjemur nú mest uppá hvurnin börnin manust því nóg hefur hún við að stiðjast Jeg legg hjer að gamni mínu bréf og vísur sem þórun moður sistir mín sendi mjer þegar jeg skrifaði heni lát móður minar sál. í firra sagði jeg í brjefinu að gaman væri að eíga einhvur ljóðmæli eftir hana frá munihenar sem ætti í svo hægt með að irkja Nú skilst mjer á brjefi henar einsog hún ætlist til að vísurnar komi á prent en það kann jeg ekki við mjer finst mig ekkjert lánga til að setja í þjóðólf þó jeg skrifi eða tali við kuningja min og nokkuð líkt finst mjer með þettað kanski líka jeg miskilji Þ jeg ætla að biðja yður að seíga mjer yðar meíníngu um þetta Nú hætti jeg þessu ljóta klóri semjeg

vildi óska þjer gætuð firir gefið mjer og tékið viljunn firir verkið því brjefin min eru altaf ljót og leíðinleg það veit jeg sjálf og hvað þá firir yður að lesa sem skrifið svo laúng og skemtileg brjef Maðurin min biður hjartanlega að heilsa yður og jeg bið kjærlega að heilsa Húsbændum yðar verið svo best kv. af yðar elskandi systurdóttir

Guðrúnu Þorsteinsd. mig la´ngar að láta yður heira visu sem maðurin min gjörði til að grafa firir neðan nafnið á skjöldin á kistu mágs míns hún var svona Sú hönd er sjúkra sárin græddi hún sjálf er köld og stirnuð hjer sú rödd er áðurgleði glæddi í grafar kirð hún þöggnuð er hönd mun þjer rjett er reísir þig rödd muntu heira er gleður þig

Myndir:12