Nafn skrár:GudTho-1874-09-29
Dagsetning:A-1874-09-29
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll er móðurbróðir Guðrúnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2409 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðrún Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-11-25
Dánardagur:1918-12-19
Fæðingarstaður (bær):Reykholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Móeiðarhvoli ?
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hvolhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Rang.
Texti bréfs

Breiðabólstað 29 Septen??1874

Elskulegi móður bróðir!

Innilega þakka jeg yðar góða brjef með Jóni um dagin líka bið jeg yður færa Húsmóður yðar ásamt kjærri kveðju mitt besta þakklæti firir sendinguna sem kom sjer firirstog fremst vel af því að jeg hef oft viljað eiga svarta svuntu og aldrei tekist nema þegar jeg hef hlað sjalf öðruvm lita svuntu og gjört svarta en sem aldrei geta orðið fallegar og þar að ekki hefur þessi svunta margfalt gildi hjá mjer framifir aðrar vegna þess hvað góður er að hema nautur en n.l. frá þeim mæðgum báðum um syltetauið meinti jeg það að ekki þirfti að láta það i kassa sjer því það væri órumlegra uppa flutningin heldur að láta krukku ofani hja Bensa því han verður altaf að flitja tóm smjer kvertel heim og er svo pakkað niðri þeim

öllu dóti sem í þaug kemst ?? SUmar fekk jeg 3 sortir frá ykkur einuntt þær sem jeg helts vildi en jeg er nú ekki svo storlát að jeg gjöri mig ekki ánægða með 2 mig lángar til ef við lifum öll að hugsa firir osti enn nú vil jeg bið jayður að seiga mjer hvurt Húsmóður yðar þikir meira koma til misuosts eða hleiposts Nú eru komin nóg harðindi hjá okkur og verður lángur vetur enn ef hann er strags kominn þeir sem fóru í efitr leit urðu að snúa aftur efti rað hafa leigið 3 dægur inna fjalli í Öskubil og hvart gil þar fult af snjó svo líklega er þar fent það sem eftir hefur staðið jeg verð nú að hætta því rjetta fólkið sem ætlar að taka þettað brjef er nú ferðbúið og færa, það Mi Vatnsdal frænda Jeg verð því að hætta og biðja yður að firirgefa þennan ómerkilega miða og helsa kjærlega Húsbændum yðar jeg á að bera yður kjæra kveðju frá manninum mínum

yðar elskandi systurd.

Guðrun Þorsteinsdóttir

Myndir:12