Nafn skrár:GudTho-1875-01-15
Dagsetning:A-1875-01-15
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll er móðurbróðir Guðrúnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2409 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðrún Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-11-25
Dánardagur:1918-12-19
Fæðingarstaður (bær):Reykholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Móeiðarhvoli ?
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hvolhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Rang.
Texti bréfs

Breiðabólstað 15 Januar 1875

Elskulegi móðurbróðir!

Nú ætla jeg loksins að reka í burtu litina og þakka yður með þessumm linum sem best jeg gét firir yðar góða brjef í haust jeg má skammast mín hvurki að hafa skrifað yður siðan og ekki að vera búin að sína lit á því sem þejr nemduð frá húmoður yðar en það hefur dregist svona af því þjer sögðuð að ekkert lægi á því enn nú sendi jeg það með þessu brjefi og þikir mjer nú verst ef það kjemur bæði seint og illa en það er ráð við því ef þeir eru ekki mátulegir að það er að senda mjer þá aftur og seigja mjer hvað að þeim er þá skal jeg prjóna aðra og láta þá hafa það sem þessum er abótavant og þitta bið jeg yður firir alla mini að sjá itl að verði gjört þessu eru alvið mótulegir maninum minum svo þjer sjáið að þeir verða mjer ekki ónitir

ellegar ef henni líka þeir ekki á litinn jeg átti ekki grásvart enn þókti fallegra að tvenna svart samann við mórautt og svo nog um þettað Hjeðan er tíðinda laust heilsa manna fremur góð og tiðinn uppá það æskilegasta svo að aungum útifjeraði er farið að gefa 2 strá og er það sjaldgæft hjer þegar komið er undir þirra 6 kýr eru bornar og mjólka fremur vel svo jeg hef nú nóg af níu skiri helsta bútnani raunum okkar er nú hvað þverá er orðinn blómleg svo nú er búið að kaupa bát a hana enn það er svo óþægilegt að koma honumm við og svo er jeg nú hrædd að kvennfolkið mitt sem á að vera í Selinu verði ekki góðir ferjumenn og lángur vegur að gánga baðu meiginn við hana enn þegar markarfljót er einusinni komið í hana er hætt við að það yfirgefi hana ekki svo fljótt aftur enn Sera Svbjörn hefur mátt verða feigin í vetur að hafa það svo gott sem ekki neitt a sinni leið hann hefur þjónað í Holti og í vetur með landeionumm sem altaf hafa þótt nógar einsamlar en þess í góða tíð hefur bætt alla erfiðleika

firir honum það er nú sagt að nii Presturin eigi að fá Bergþóru hvol til ábúðar og er það vist mikið bitra enn vera á Krossi í flestu tilliti Jeg man nú ekki meira að tína í þennann miða við hjóninn kveðjum yður og húsbændur yðar með innilegri ósk að nibirjuða arið meigi verða ykkur gott og ánægu samt yðar elskandi systur dottur

Guðr Þorsteínsdttu

Myndir:12