Nafn skrár: | GudTho-1875-01-15 |
Dagsetning: | A-1875-01-15 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll er móðurbróðir Guðrúnar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2409 b 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Guðrún Þorsteinsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1842-11-25 |
Dánardagur: | 1918-12-19 |
Fæðingarstaður (bær): | Reykholti |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Reykholtsdalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Borg. |
Upprunaslóðir (bær): | Móeiðarhvoli ? |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hvolhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Rang. |
Texti bréfs |
Breiðabólstað 15 Januar 1875 Elskulegi móðurbróðir! Nú ætla jeg loksins að reka í burtu litina og þakka yður með þessumm linum sem best jeg gét firir yðar góða brjef í haust jeg má skammast mín hvurki að hafa skrifað yður siðan og ekki að vera búin að sína lit á því sem þejr nemduð frá húmoður yðar en það hefur dregist svona af því þjer sögðuð að ekkert lægi á því enn nú sendi jeg það með þessu brjefi og þikir mjer nú verst ef það kjemur bæði seint og illa en það er ráð við því ef þeir eru ekki mátulegir að það er að senda mjer þá aftur og seigja mjer hvað að þeim er þá skal jeg prjóna aðra og láta þá hafa það sem þessum er abótavant og þitta bið jeg yður firir alla mini að sjá itl að verði gjört þessu eru alvið mótulegir maninum minum svo þjer sjáið að þeir verða mjer ekki ónitir ellegar ef henni líka þeir ekki á litinn jeg átti ekki grásvart enn þókti fallegra að tvenna svart samann við mórautt og svo nog um þettað Hjeðan er tíðinda laust heilsa manna fremur góð og tiðinn uppá það firir honum það er nú sagt að nii Presturin eigi að fá Bergþóru hvol til Guðr Þorsteínsdttu |