Nafn skrár: | GudTho-1875-11-11 |
Dagsetning: | A-1875-11-11 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll er móðurbróðir Guðrúnar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2409 b 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Guðrún Þorsteinsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1842-11-25 |
Dánardagur: | 1918-12-19 |
Fæðingarstaður (bær): | Reykholti |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Reykholtsdalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Borg. |
Upprunaslóðir (bær): | Móeiðarhvoli ? |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hvolhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Rang. |
Texti bréfs |
Breiðabólstað 11 Novenber 1875 Elskulegi móður bróðir Jeg þakka yður kjærlega firir tvö elskuleg tilskrif og bið yður firirgefa að jeg sendi yður misuostin um dagin svona óreglulega en það kom til af því að Jón fór firr á stað enn han hafði ráð gjört enn jeg vildi ekki tefja hann á því að bíða eftir brjefi en hvað þeim 2 krónum viðvíkur sem þjer senduð þá hef jeg ekki enn þá sent honum þær af því jeg hugsaði þær ættu að vera borgun frá yður til hans firir flutníngin á misu- -ostinum enn jeg var búin að borga honum hann samt sendi jeg yður ekki peningana ef öðru vísi kann að hafa stðið á þeim enn jeg vona að þjer við hentugleika látið mig vita hvurjum ykkar jeg á að senda þá Hjeðan er ekkert að frjetta allir hesttrigðir hjer nálægt enda er það henturgast því við er um læknirs lítil Tómas er ágætur þegar til hans næst enn það má margur vera fyrir utann að ná í hann vegna hesta leisis Tíðin hefur hjer verið sú besta í haust og fjenaður þvi tikið allmiklum haustbata og kír víðast hafðar úti þangað til viku af vetri svo líkindi eru til að heígarðana muni um það eða þegar þær hafa farið stöðugt á básin snema í G Þorsteinsdótt Herra stúdent Páll Pálsson í Reykjavík |