Nafn skrár:GudTho-18xx-09-12
Dagsetning:A-18xx-09-12
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll er móðurbróðir Guðrúnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2409 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðrún Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-11-25
Dánardagur:1918-12-19
Fæðingarstaður (bær):Reykholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Móeiðarhvoli ?
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hvolhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Rang.
Texti bréfs

Broðabolsta 12 septenber 18??

Elskulegi móðurbróðir!

Innilega þakka jeg yður góða bjref í sumar og því flgjandi senslingur sem mjer þókti góð og mikil og jafnvel of mikil þegar jeg sú hvað krukkurnar vóru stórar en sem lagaðist þegar jeg sá að krukkurnarþær voru ekki nærri fullar jeg vil firir mitt leiti gjarnan halda þessarr hönlun úframm ef að þjer sem standið firir þenni vilið það enn til uppbótar í þettað skifti sendi jeg yður nú eínn þekkjúþaufara því mjer fansteinsog yður að jeg heldur vera undir í útlátonum í vor enn þettað er nógur ársforði handa mjer og þær sortir sem jeg vildi helst en ef við lífum og höndlum oftar er mjer hentugra að krukku sje stúngið ofaní ílát hjá Bensa á lestonum enn ekki látið í kássa sjer því bæði er það auka flútningur og svo á jeg svo bágt með að koma kassanum til baka því altaf er nóg að láta á hestana suður og núna

verður þettað tilfellið því það er stoppað a þessa hestana Okkur hjer hefur liðið mikið vel í sumar bæði hvað heílsu snertir og svo hefur tíðinn verið skemtileg og heískapurin geingið vel þó heldur hafi verið snögt en alt er vel utslagið af túninu vor 4 hundruð stór og 11 af töðu og 5 hundruð stór af utheii og 22 hestar Nú eru gestir að tríða í hlaðið svo jeg verð að hætta við brjefaskriftir það er Prófasturinn í Odda Gr. Thomsen nú Læknirinn okkar og Arni sem arlángt á heima í Odda Sænskur Stúdent Jeg trasti yður að firirgefa þettað ljóta og stutta brjef sem endar með bestu heilla óskum til yðar og kjærri kveðju til yðar og) (húsbænda yðar frá okkur hjónonum

yðar elskandi systurdóttir

Guðrún Þorsteinsdóttir

Myndir: