Nafn skrár:GunEin-1892-02-21
Dagsetning:A-1892-02-21
Ritunarstaður (bær):Fjósatungu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Gunnlaugur Einarsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1857-06-27
Dánardagur:1940-06-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grýtubakkahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Fjósætungu 21 febr 1891

Kæri tengdabróðir!

Jeg þakka brjef frá 2 ágúst í sumar. Jeg hefi ekki aukið mjer annir, með brjefaskriftum til þín; mjer ferst ekki eins slóðalega við neinn, sem jeg hefi brjefaskipti

við, og er sá slóðaskapur meðfram sprottin af því, að jeg veit, að frá Þverá forðu mikið greinilegri skrif um það, sem þig fýsir að frenga af ættmönnum þínum en

þeir sem jeg gæti af hendi leysl, og enn fremur hefi jeg ætlast til að Björn bróðir segði þjer það belzta af hogum okkar, því honum hefi jeg hripað af og til.

af högum okkar hefur lítil breyting orðið, utan sú, að heilsan hefur ekki verið í ógðu lægi nú í tíma. Friðrika er nýrisin úr rekkju eptir 3vikna þunga legu.

Litla elskan okkar hefur og, til langi tíma verið mjög (kraunk) krönk

af kirtlaveiki sem ekki vill batna. Ingibjörg er heldur ekki vel frísk, hún er bæði magaveik, og líkl. ekki góð í lifrinni. Jeg held það liggi í landi hjer í Fjósatungu, sífeldur

lasleiki það er optast einhver krankur, og til þess liggja sjálfast þar orsakir

Jeg þakka þjer fyrir um líðingu á skuldinni góðu jeg hefi ekki athugað nákvæmlega hvað hun er mikil A jeg að færa þjer til útgjalda ferða kostnað Nönnu, og

legsteins aðgjörðina alla? Jeg hefi borgað Skúla hana 30 kr, en jeg veit ekki nema að Skúli hafi skuldað Asg; svo það dregist frá: Að láta þig gjalda þess, það að munir

þeir sumir sem mjer vóru fengnir seldust innan við virðingar verð, það hefi jeg ekki ætlað mjer, og vil heldur ekki.

Það er nóg sem jeg hefi dreigið þig á því, sem þjer bar. Segðu mjer álit þitt um kot Asgeirs en láttu hann samt ekki vita um að, því honum

finnst mákse að jeg tortrygga sig með þv´ði, að leyta upplýsinga hjá þjer Mjer dettur ekki í hug, að rengja góðvilja hans, en betur sjá augu en auga, og hann er

stundum nokkuð storhuga, og gleymir máske að geta galla á því, sem hann hefur sjálfur álit að. - Systur þínar heilsa þjer kærl. _ Fyrirgefðu auðvirðul. blað.

Með kærri kveðju til þín og þinna þinn einl. bróðir Gunnl. Einarsson Blessaman bið jeg þig að

fyrirgefa ?? min ????

Myndir:12