Nafn skrár:GunEin-1889-10-17
Dagsetning:A-1889-10-17
Ritunarstaður (bær):Víðivöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Gunnlaugur Einarsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1857-06-27
Dánardagur:1940-06-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grýtubakkahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Víðivöllum 17. október 1889.

Kæri tengdabróðir!

Jeg er nú hjer um bil vonlaus um að sjá línu frá þjer. Síðan 4 febr; síðast liðin, hefi jeg ekki fengið svo mikið sem kveðju sending frá þjer. Að sinni get jeg ekki

talið til stórskuldar hjá þjer fyrir brjefaskriftir, en eftir síðustu brjefi þínu 4 fb. að dæma þá bjóst jeg við tíðari brjefaviðskiptum okkar á milli en orðið hafa. Í áminnstu

brjefi gaztu þess að þú hefði rreynt að lesa um góða bújörð.sauðjörð, handa mjer, en það myndi ekki takast fyr en ef til vildi vorið 1890; enda væri hvergi nærri svo

reynt að hrútunum er að þú gætir gefið vissa von um þetta, og ef alvöru ætti úr að gjöra, þyrftun við að skrifast rækil. á um það._ Þetta er öll sú von og vissa

sem jeg hefi fengið frá þjer í þessa átt. En síðan hefi jeg fengið ekki svo óljósa frjett af því, að þú hafir fengið bújörð handa mjer í vor sem leið, og náttúrlega

átt von á að jeg settist niður á hana um leið, en svo þegar það brást og jeg ekki kom, orðið í vandræðum að lesa þig við jörðin aptur, og máske

verið gjörður ómerkilegri maður fyrir bragðið._ Að þetta sje sönn saga á jeg bágt með að trúa, þar engin svoleiðis skrif hafa farið okkar á milli

sem gjörðu ráð fyrir súðurferð minni svo snemma., Jeg vona því fastlega að í þessu sje einhver missögn, ef það er ekki tilhæfu laust, sem jeg helgt vildi óska, því ef þú

hefðir á einhvern hátt misskilið svo orð mín, að þú hyggðir á að jeg komi alfarin suður í vor eð var, þá var líka eðlilegt að þjer hefði fundist jeg gabba þig þegar ekki

varð neitt úr neinu. Jeg annars ætla ekki að hugsa frekar

utí þetta mál; það verður fyrir mjer, sem ráðgáta þangað til þú skýrir það fyrir mjer. Asgeir br drap lítið eitt á þetta mál, en jeg hafði engan bætri í það. Í sumar

hripaði je gþjer á þá leið að jeg væri heldur að heykjast við suðurferðina, og aftalaði að þú hefðir frekar fyrir að útvega mjer hæli._ Þetta gjörði jeg mest fyrir áeggja

skildmenna minna, sem einlægt hafa verið mótfallin þessari ráðagjörð minni, en ekki af því að jeg hefði vísa bújörð hjer enda erum við í sama vanda stödd hvað

vegaleysið snertir; hjer opnast engin vegur í þá átt, og jeg býst ekki við að frumtíðin gjöri það. A Víðivöllum verðum við ekki lengur, því Johanni br. veitir ekki af

allri jörðinni. Þessi óvissa um sama stað, gjörir okkur mikil leiðindi og óþægð því við þorum ekki að ráða til okkar fólk meðan svo er ástætt.

Að öðru leiti er líðan okkar bærileg Sumarið hefur verið hið æskilegasta, sem jeg hefi lifað, og en er bezta tíð; aðeins orfáir stórfeldir úrkomudagar hafa komið á

haustinu, og dálitið snjóföl kom einusinni. Heyjafli almennt með mesta og bezta móti Fjársæla hefur aldrei verið önnur eins. Fjarsaleg eftirsókn um fje af

Fastira hálfa og allvel borgað. Veturgamalt frá 10 til 16 kr og tvævetl frá 14 til 19. en fjeð var og er líka ágætlega gott til frálags, og jeg er mjög hræddur

um að menn hafi gengið alt of langt í fjársölunni því fæstir hafa nokkuð teljandi af sláturfje til heimilis þarfa. Af Eyjafirði hafa farið í haust 6 gufuskip fermd af sauðfje,

úr Þingeyjar- og -Eyjafjarðarsýslu. það er sýsl. fjöldi. Blaðið er þrotið. Systkyn þín heilsa þjer kærlega. -

Liði þjer ætíð sem bezt óskar þinn einl. br

Gunnl Einarsson

Myndir:12