Nafn skrár:GunOdd-1889-11-10
Dagsetning:A-1889-11-10
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 10 November 1889.

Elskulegi bróðir!

Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir þau tvö brjef sem jeg hef meðtekið frá þjer, það fyrra dagsett 11. Martz en kom til mín 4 August og þú um leið brjef frá Mariu dagsett á afmælinu mínu 17 Martz en seinna brjefið frá þjer skrifað 18 Júní en í gærkveldi tók jeg það á Pósthúsinu hjer. Öll þessi brjef hafa farið til Mikleyjar og komið svo þaðan aptur en þetta seinna brjef frá þjer hefur farið fleiri króka jeg sje það á stimplonum á því, þú hefur sent það líklega með einhverjum vestur fara (þó ekki með Sigurbyrni jeg hef aldrei heirt hans getið og til Mikleyjar hefur hann valla farið en þá) svo hefur þessi vestur fari borið brjefið frá Winnipeg til Glenboro svo hefur verið keipt á það frímerki þar og sent til Winnipeg og svo þaðan og norður í Ey en eptir alt þetta var það óskemt. þú talar um að við sjeum tómlátir að skrifa hver öðrum og játa jeg að svo er frá Siðisfirði skrifaði jeg þjer miða og svo aptur frá Galskow sem jeg veit ekki hvert þú hefur fengið. Svo skrifaði jeg 19. dec. og það meðtokst þú 5 Martz. 10 Júlí skrifaði jeg þjer sem jeg vonast eptir að þú sjert buinn að fá nú. Svenbirni skrifaði jeg nálægt 18 August og eru þá upptaldar allar mínar brjefa skriptir jeg er latur að skrifa þjer eins og jeg var heima og hef stundum lítin tíma nema á Sunnudögum. Þá er að byrja á einhverjum frjettum og ætla jeg að byrja á því sem mjer þikir mest varið sem er að við höfum öll haft góða heilsu nema bjössi litli hefur dálítil útbrot sem líklega eru af kritlaveiki en nú er farið að gefa honum lísi. Sjera Magnús Skaptason kom í sumar og skírði hann 30 júlí og var hann þá nemdur Björn Isfeld. Jeg gat um í brjefi til bjössa í Seli að við hefðum vinnu við hús hjer í bænum og vann jeg þar fyrir rum 20 dollörum en sumt

af því er óborgað en en þó vona jeg að það náist með tímanum svo fengum við strax vinnu hjá smið hjer í bænum sem tók að sjer uppá akkorð að biggja Skóla hú hjer 6 mílur út á landi og var hann svo góður að gefa mjer jamt Kaup og Steina nlega 1 dollar 75 Cens fyrir þá vinnu fjekk jeg 22 d. og 11 sents í Oktober tók hann að sjer upp á sama máta að gjöra við hús í Austur Selkirk og bað hann okkur að fara þangað með sjer og vórum við fúsir á það því hann er þægilegur maður og góður verkstjóri þar höfðum við ekki nema 1 1/2 dollar í kaup í 11 daga vinnu tímin var líka stittri en vana lega því við gengum heim á kvöldinn vinnu tími hjer er vanalega 10 klt og æfinlega fæða menn sig sjálfir því það er dýrt að kaupa fæði þessi maður er af Einglandi ættaður talin besti smiðurinn hjer í Selkirk fram vgis munum við hafa vinnu með hounm ef hann þarf manna við því þó ótrúlegt sje vill hann okkur heldur en Enska en orsökin til þess mun vera sú first að við vinnum sæmilega og svo einkum það að hann fær okkur fyrir lægra kaup heldur en ynnlenda en það er ekki víst að við verðum ánægðir með það til lengdar en maður má til og sætta sig við lagt kaup á meðan maður er að kinnast I September keiptum við Steini trjávið fyrir 50 dollara (jeg tók 1/3 af honum) var það viður heldur af lakara sorti en þó fullgóður Steini bauð þetta fyrir hrúuna ómælda og setti borgunar skilmála og sá sem seldi gekk að því var hann þó ekkert neiddur til að selja svo var viðurinn mældur reindist þá að þetta var valla þriðjúngur verðs á móti góðum við svo kaupið var gott en seljandi var ánægður fyrir því hann er Islendingur og sá ekki eptir því þó landar sínir fengu góð kaup Her er mikið verslað með trjávið hann er mældur út í # fet þumlungsþikk hjerum bil svo er vist verð á fetinu helsta vinna hjer fyrir daglaunamenn er að bera borð og planka og stabla þeim upp allur þessi viður er fluttur norðan frá Winnipegvatni. þar eru margar Sögunarmillur

Úr þessum við bygði Steini sjer Hús 10 al á lengð og 7. á breidd með 6. al stoðum mikið er eptir við það svo það verði fullkomið en samt er hann búinn að flitja í það og Sigfús og Olöf jeg biggði þar rjett hjá Skúr 8 al á lengð og 7. á breidd með 3 al. st. og 4 al í honum erum við nú Eldstó er jeg líka búinn að fá en ekki búinn að borga nema að hálfu leiti þarfirnar vilja verða margar. þessi hús okkar standa með sama stræti og við vorum á í sumar fáa faðma frá fjelags Húsinu eða Kirkjunni í því husi er lesið á hverjum sunnudegi og haldinn Skóli fyrir börn og er það mikið gott þangað fer Guðný með Rakel litlu hvern Sunnudag það er búið að lofa þeim börnum sem koma á hverjum sunnudegi fram að Jolum að gleðja þau eitt hvað á Jólonum og langar Rakel litlu til að vinna til þess það eiga líka fá börn hægra með það hún fær heldur góðan vitnisburð. þessir Skólar eru góðir að því leiti að börnin fá betri vilja á að læra það sem þeim er fyrir sett sem eru vess og greinar úr Nýatestamentinu og svo að stafa og foreldrarnir fá miklumeiri kvöt til að leggja alúð á að kenna börnonum eitthvert gott orð Maria litla lærir sumt sem verið er að kenna Rakel hún er skarpari bæði til sálar og líkama.

Jeg minnist aptur á húsin okkar þó að þau sjeu ófull kominn en þá er þó mikið fengið þegar maður á Skíli yfir sig við fluttum í það 31 Oktober og vorum bunir að hafa hus á leigu í 7 manuði það kostar okkur 42 doll (nóg fargjald handa einum) sumt af því er óborgað enn sem bletturinn sem við fengum að byggja á er 33 fet á breidd og um 1040 fet á lengð og kostar 50 dollara ef við viljum kaupa hann (ekki er bitin gefin) Menn hafa von um að þessi bær muni stækka og þá um leið aukast vinna og yfir höfuð lítur betur út með vinnu aptur að sumri heldur en þetta næst liðna minsta kosti er það svo í Winnipeg. Jeg gat um að hveiti mundi verða dýrt í vetur þegar jeg skrifaði bjössa en það reindist betri uppskerann í haust heldur enn menn áttu von á í sumar svo það hefur ekkert hækkað í verði sekkurinn er núna af besta hveiti 2 d. 30 Cent en aptur á móti er hey nú sem stendur mjög dýrt

Gísli frá Svínárnesi var hjer um tíma í haust var nokkrar nætur hjá mjer áður en hann for norður til Mikleyar hann gjörði ráð fyrir að skrifa heim í blöðinn hvernin sjer litist á Ameríku Jeg veit að hann skrifar svo rjett um hana sem honum er unt en það er vandi fyrir þá sem eru ekki bunir að vera hjer nema fáar vikur því það er vandi fyrir alla mönnum hættir við að taka of mikið tillit til sinna eyinn kringumstæða hvert heldur þær eru góðar eða vondar og eptir því verður blærin á brjefonum of bjartur eða of skuggalegur, líka hættir sumum við þegar þeir skrifa af sjálfum sjer að veiða ekki nema það allra besta ofanaf til að senda heim en skilja soran eptir. En jeg hef sagt af mjer hjerumbil svo rjett og satt sem jeg hef getað jeg kæri mig ekki um að ginna neinn híngað vestur með ósönnu skjalli Tíðin hefur verið góð í haust fyrst sast hjer snjó hrím á Húsþökum seinast í Sept. og aldrei komið meiri snjór en að það hafi orðið spor rækt en nokkur frost suma daga, búinn er jeg að sjá í "Lögbergi„ hver fjekk Suðanes og fleiri frjettir að heiman t.d. frá Gautlöndum. Frjett hef jeg að tveir bræður frá Hólum í Laxardal hafi komið í sumar, þeir komu ekki til Winnipeg og hef jeg ekkert af þeim frjett líka kom Björn Kristjánsson hann fór til Dakóta þó langt væri af Hólsfjöllum ynní Reykjahverf þá sáust þó þeir þó optast svo sem einu sinni á ari Sigfus og hann en nú yminda jeg mjer að þeir sjáist aldrei framar Ameríka er stór og langt á milli þessara Islendsku nýlenda Hefði jeg verið búin að fá fyrra brjefið frá þjer hefði jeg verið kominn til Winnipeg þegar folkið kom að heimann þá hefði jeg sjeð Guðjón frá Garðshorni Kristján Hallsson og konu þeirra hún átti barn á leiðinni Skilaðu kveðju minni í klambrasel og víðar Holtakot og dýakot og víðar og víðar Guðný og litlu stúlkur byðja að heilsa ykkur svo óska jeg þjer og þínum alls góðs

Það verður hverki mart nje mikið á þessum miða jeg ætla lítið eitt að minnast á Mömmu mig langar mikið til að hún gæti komið en dettur ekki í hug að þú getir kostað hana að ná til Haraldar Þorlákssonar er mjer hjerum bil ómögulegt jeg hef ekki utaná skript til hans svo mun því folki þykja nó að eiga hjá okkur það sem við feingum þegar við fórum þó ekki sje bætt við hann veit hvar við erum og gjörði fyrirspurn til Páls Barðdals í fyrra um okkur hann sagði honum að við mundum borga þegar við gætum því við værum áreiðanlegir menn en þeir vita báðir vel að þarfir manna sem koma hjer alslausir eru svo margar fyrstu árin að það er ekki að búast við að borgaðar verði skuldir sem nokkru nemur Sama er að segja um Stefan frá Sigluvík jeg að vísu veit í hvaða nýlendu hann er en svo ekki meir en hann hefði verið manna vísastur til að lána mjer því við kintustum dálítið á leiðinni eini vegurin fyrir mig er sá að fá farbrjefið lánað hjá Baldvin Baldvinssini í Winnipeg það kostar 41 dollar og 50 sent hann hefur lofað Steina að lána honum minsta kosti eitt fargjald því meiníngin er að við viljum að Maria geti komið líka jeg hef von um að þetta geti lukkast honum gengur betur en mjer að fá lan og reinir líklega að fá það alt undir sínu nafni hann er kominn í lífsábirgðarfjelag svo þó að hann deyji tapast ekki það sem honum er lanað því Rakel fær eptir hanns dag 1000 dollara útborgaða strax eða þá eitt einhverja upphæð eptir því sem hún á kveður. Jeg er nærri viss um að Steini hefur gjört rjett í því að fara híngað vestur því

hann hefði líklega ekki komist af heima eins vel og hjer en um mig er meiri vafi það hefur líklega átt að fara eins og fór og þá er það líka best. en víst langaði mig til að finna þig áður en jeg fór af Husavík en það gat ekki orðið jeg frjetti að þú værir fram á Auðnum það er ekki til neins að tala um það jeg er ekki vonlaus en að við fáum að sjást í þessu lífi og jeg vil óska að Guð gæfi það og það gæti orðið okkur til gleði og ánæju en Guð ræður.

Þú getur um fyrir ætlun gunnu litlu og vil jeg byðja guð að blessa öll hennar áform hún bað mig þegar jeg kvaddi hana að gleima ekki að lesa í guðsorða bokonum og hef jeg reint það jeg les á hverjum Sunnudegi og hverju kveldi og langar til að uppræta börnonum guðsotta og góða siði en það er alt af veikum mætti og ófullkomleika fyrir mjer.

Það kemur líklega ekki fyrir að ykkur detti í hug að fara híngað vestur en ef það yrði er jeg sannfærður um að það er best sem fyrst og meiri líkur fyrir betri framtíð hjer fyrir þá sem úngir eru en allir meiga búast við meiru og minna erviðu eptir ýmsum atvikum og kríngum stæðum en það er mikið betra að koma hingað með tóma vasa af peningum en vera góður í málinu heldur en vera mállaus þó maður hafi nokkra peninga. I bæjonum eiga konur vanalega betra en útí sumum nú lendum að minsta kosti og jeg vil segja betra heldur en heima svo jeg íminda mjer ef konur þektu það heima þá mundu þær vilja flestar fara. Svo skrifa jeg ekki um þetta meira jeg bið að heilsa Mariu með þakklæti fyrir tilskrifið ef hún hefði nokkurn tíma ætti hún að læra Ensku bara úttalið bókmálið er ekki eins nauðsinlegt. Skilaðu kveðju minni til mömmu og allra á heimilnu og vil byðja guð að gæta hennar og ykkar allra um tíma og eylífð

Gunnlaugur Oddsson

Myndir:12345