Nafn skrár:GunOdd-1890-04-01
Dagsetning:A-1890-04-01
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 1. apríl 1890

Elskulegi bróðir minn!

þakklæti mitt á þessi miði að færa þjer fyrir brjefið sem þú skrifaðir 3. í jólum en jeg með tók það 4 Martz í Granton hafði það verið 13 febrúar en kom hingað á Pósthúsið 3 Martz svo því gekk slisalaust og eptir vonum fljótt nú vonast jeg eptir að þú sjert búinn að fá brjef frá mjer sem jeg skrifaði í Nóvember og verðir búinn að fá annað þegar þetta kemur heim sem jeg skrifaði mig minnir 6 Febrúar og þætti mjer slæmt ef það lenti í óskilum af því að ynnan í því voru ávísanir stílaðar til Sigurjóns á Laxamýri og Kristjáns á Úlfsbæ. hjá þeim eru hjer um bil 300 kr hverjum sem þú hefur heimild til að ganga eptir og er það fje sem þeim tilheirir. Friðriks sonum frá Húsabakka Hildi sistir þeirra og jörin frá Nýpá þetta átti að verða fargjald handa mömmu og Maríu, en afgangurinn ef nokkur irði að sendast hingað vestur en það má gjöra ráð fyrir að þeir borgi ekki hverja krónu blessaðir svo ætla jeg ekki að skrifa um þetta meir því jeg vona að þú fáir brjefið með skilum

þú biður mig að reiðast þjer ekki fyrir það hvað hilskin þú sjert að skrifa mjer. jeg get sagt þjer það að slíkt dettur mjer ekki í hug og man ekki eptir að jeg sje þjer reiður fyrir nokkurn hlut en mjer þótti fyrir að geta ekki fundið þig áður en jeg fór burtu af Húsavík og óvíst að jeg hefði þá farið en það er ekki til neins að tala um það sá tími verður ekki tekinn aptur en það er fyrir mjer eins og Jóni Olafssyni hann segir eitthvað á þá leið í kvæðum sínum „að ef hann mætti lifa upp aptur það sem liðið er þá mundi hann vilja lifa öðru vísi í annað sinn. og nú er hann hann á leiðinni híngað vestur til okkar þó jeg hafi aldrei sjeðann þikir mjer vænt um að hann kemur að hverju sem það verður

þú telur upp í brjefi þínu kindur ykkar og gripi og er gaman að sjá eða heira það einstöku sinnum sauðirnireru altof fáir bróðir! það gengur líklega svo lengst

fyrir okkur að efnin vilja verða heldur lítil til að upp filla þarfirnar og svo er það fyrir mjer ennþá. það er nú liðið ár síðan jeg kom híngað og hefur það látið mjer halfílla að sumu leiti jeg var níu vikur frá verkum fyrir það sem jeg fjekk íllt í hendina svo aptur seinna var jeg með öðrum að gjöra við bát og var svo óheppinn að detta og meiða mig í bakinu svo fyrir það var jeg halfan mánuð frá verkum (jeg held jeg hafi ekki getið umþetta fyrri í brjefum heim) þessi vinnu missir var mjer töluverður skaði mest kaup hafði jeg 1 d. 75 Cents minst 1 d. við smíðar við þá vinnu hef jeg unnið mjer inn á árinu ruma 140 dollara og er það nokkuð lítið og smíða vinnu hef jeg ekki haft síðann snemma í December og lítið um aðra vinnu helst að saga eldivið dag og dag það er borgað vist á ækið hérum bil 50 Cents þeir sem duglegir eru saga það á dag. um tíma vórum við Steini í skogji að höggva eldi við bæði Popla (Selju) og ask þær spítur hefðu þótt of góðar í eldinn hjá ykkur en hvað ábata snertir var það lakara en sögun það hefur verið hjer mjög hart í vetur hvað tíðina snertir og vinnu en menn vona nú að hvoru tvegga fari að lagast og það er víst að hjer kemur dálítil vinna í vor en dregst lengur af því að snjóin er ekkert farinn að taka enn. það sem jeg hef borgað útí Peníngum fyrir utann það sem fer í magann er 33 d efni til Skúrsins sem við erum í Eldstó 15 d. 6 d í húsa leigu eina 7. fyrir meðöl nálægt 10. fyrir fataefni og skó Skildugur er jeg við ýmsa frá 20-30 dollars sumt af þessu ekki vel ná kvæmt. þó svona standi nú efna hagurinn kvíði jeg ekki neinu ef við höfum heilsu og vinna og kaup verður þolandi í sumar, jeg hef þreifað á því í vetur að það legst altaf eitthvað til því við höfum altaf haft nóg þó stundum hafi verið litlir peningar að kaupa fyrir svo það hefði ekki þótt álitlegt heima en það er ólíkt að lifa til sveita á Islandi og í bæjum í Ameríku. hjer leita menn sjer að vinnu. ef hún fæst fær maður Centinn svo er ekki annað en að fara í einhverja búð og kaupa fyrir þau. Jeg hef gleimt að telja Eldivið sem jeg hef keipt í vetur fyrir 9 dollars og 2 rumstæði fyrir 4 svo er sjálf sagt eitthvað fleira ótalið. Smá verkfæri og þ. háttar.

Skilaðu kærri kveðju minni til Auðnahjónanna og seigðu B að líklega fynni jeg Asm. frá Litlureikjum aldrei og valla að jeg geti skrifað honum eins og hann bað mig því hann er hjer svo lángt frá, en brjefið til B Arasonar sendi jeg og er viss um að hann hefur fengið það en trúlegast þægti mjer að hann svaraði því ekki en kunnugir menn hafa sagt mjer að honum munaði ekki mikið um það þó hann sendi heim eina 100 dollara og það ætti hann víst að gjöra. þú spirð mig eptir hvernig jeg haldi það færi ef honum væri færður pilturinn? Jeg ýminda mjer að hann tækji á móti honum og ljeti hann á vitlausra Spítalann hjer í Selkirk sem er fyrir alt Manitoba fylki og þá n.l. fyrir Islendinga eins og Enska er hann kostaður af stjórninni svo að fram færsla Munda þar kostaði B. ekki eitt Cent þú spirð mig eptir fátækramálum og Sveitastjórn? jer ekki nógu kunnugur til að svara því en jeg má fullirða að það eru enginn fátækra útsvör eins og heima og því eingin á sveit það eru flestir sem baslast af hjálparlaust en ef einhver þarf hjálp annað hvert missir heilsuna eða er svo fátækur þá er honum hjálpað af frjálsum samskotum ef maðurinn er fatækur en hraustur að vinna er honum bara hjálpað eða gefið svo mikið einu sinni að það þarf ekki optar Útgjöld eru samt á mönnum þó nokkur svo sem eigna skattur Skólagjald Hunda skattur og vega bóta gjald svo eru fleiri smá útgjöld. mjer hefur dottið í hug að reina að láta þig fá greinilegra svar seinna um þetta atriði því það er mál sem ykkur líklega langar að vita um greinilega. þegar þú skrifar næst þá segðu mjer hvert þú færð "Lögberg„ líka hvert Markús fær það Sigfús sendir honum það kemur aldrei í okkar hendur heldur er það sent beint frá Winnipeg heim. hvernig bír Markús ætli hann lángi til Ameríku? hvernig líður Sigurði í Presthv. og Páli og Jónatan gamla. hvernig hefur Jón Eyjólfsson það? margt er fleira sem jeg hefði gaman af að frjetta. hvernig búa ungu hjóninn í Klambraseli jeg held það væri best fyrir þau að fara híngað vestur samt er ekki got að segja um það.

Skemtilegt hefði verið að fara með ykkur norður í Byrgi það mun vera satt sem S. breiðfjörð sagði I fleiri lönd þó feingu drengir forlaganna vaðið sjó hugurin þangað þrengist lengi er þeirra fögur æskann bjó. þó mun það vera nokkuð mismunandi eptir hvers eins upplagi jeg hef til minnis um Byrgið pennastangarskaftið mitt það er úr Reinivið þaðann sem jeg tók þegar jeg fór norður þangað frá Gr.stöðum. Þú getur um að þú hafir fundið til veikleika sem þú ert hræddur um að ekki batni og er það bátt það er líklega ekki til neins að þú sendir mjer lýsing af honum, jeg hefði viljað reina að senda þjer meðöl ef það væri hægt, þú gjörir ráð fyrir að litli vinnumaðurinn verði farinn að ganga staflaust þegar brjefið þitt komi til mín, ekki var hann svo vænn en ögn er hann farinn að ganga með við höfum öll haft bestu heilsu í vetur hjer gekk kvef um tíma en gjörði ekki vart við sig hjá okkur. Mislíngar hafa gengið hjer í bænum í vetur en eru ekki enn komnir til okkar það verður aldrei fullþakkað hvað börnin eru hraust og heilsugóð. Steina börn eru stundum hálf vesæl þó er það ekki neitt storkóstlegt Sunnudaga skóli hefur ekki verið haldinn nú um tíma vegna Mislinganna ekki hefur neima eitt barn Islenkt dáið úr þeim. Eitt hvað vildi jeg minnast á mömmu við byðjum öll að heilsa henni hana langar til að heira eitthvað af litlu stúlkum en jeg hef lítið af þeim að skrifa Rakel litla les vess þegar við byrjum að borða og annað þegar búið er og María litla líka svo þakka þær okkur fyrir matinn mjer finnst að börnin þurfi að læra að vera þakklát svo að þau heimti síður alt með sjálfskildu. litlu stúlkur sofa hjá mjer en bjössi litli hjá mömmu sinni þær fara lítið út en eru hálf latar að passa bróður sinn en meiga þó heita vænar og efnilegar eptir vonum Viðvíkjandi Ameríkuferðinni held jeg geti ekkert skrifað meira en var í næsta brjefi á undan jeg held jeg hafi gleimt að telja misuost sem gott nesti þær verða líka máske farnar þegar þessi miði kemur heim. Jeg skrifa ekki fleirum í þetta sinn því jeg gætti of seint að hvað tímanum leið en ætlast til að þetta brjef nái í Postsk 22 þm í Granton. jeg bið að heilsa öllum kunníngum sem kveðju minni vilja taka en einkum nafna mínum (með þakklæti fyrir brjefið) og öllum á þínu heimili svo vil jeg biðja að blessan drottins hvíli yfir þjer og þínum, þinn bróðir

Gunnlaugur

Myndir:123