Nafn skrár: | AndFje-1891-10-28 |
Dagsetning: | A-1891-10-28 |
Ritunarstaður (bær): | Hvítárvöllum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | mynd vantar (irr á Lbs.) |
Bréfritari: | Andrés Fjeldsted |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1839-10-31 |
Dánardagur: | 1917-04-22 |
Fæðingarstaður (bær): | Fróðá |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fróðárhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Snæf. |
Upprunaslóðir (bær): | Narfeyri |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Skógarstrandahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Snæf. |
Texti bréfs |
Hvítárvöllum 28 okt. 1891. Sír Einar minn! Af því Björn er nú að fara, þá rispa jeg yður línu. Jeg hafði fengið tilkinningu frá kunningjum mínum um, að í Ísafold væri grein um Hvanneyri eptir ritstjóran, og þeir halda að ritstjórinn beini það illri aðdróttum, að mjer, en þó sje enginn nefndur. Jeg skil nú ekki hvernig í ósköpum mjer verður eignað þettað, þar sem jeg er einn af fáum sem hjálpðaði mest og bezt til að koma tofnuninni á gang, og hefi víst einn mestan áhuga til að him (stofnunin, verði að liði; en orsökin ætti þá að vera sú, að jeg hefi látið í ljósi óánægju mína við Svein sem engin annar hefur gjört enn ráðlag hans, því valla get eg imindað mjer að BJörn rítst. sje það mannhrak, að búa þessa hugsun til að raunalausn. Það er ekki gott fyrir mig að svara greininni, af því jeg ekki place="supralinear">er svo að hann fái færi á að viðgang til framfara; það væri nú drengi bragð af yður og Sigurði á Kárastöðum eða einhverjum öðrum, að þið vilduð skora á ritstjóra Ísafoldar um að nefnda mann þann er hann dróttar þettað að, svo hann fái tækifæri til að forsvara sig, því að gjöra þannig getsakir sem Björn gjörir, er óþolandi. Á fundinum í Eskjuholti nefndi eg ekki Svein, en talaði um búnaðarskóla í heild sinni. og geta menn borið um það er heirðu. Björn bróðir yðar segir að Lárus uni sjer og þiki mjer mjög vænt um það, jeg veit að Björn máskje tefur sig við Lárus, en þá ættuð þjer að láta mig borga þá töf, því Lárus heldur sig að honum öðrum fremur. Fyrir gefið hastin yðar AF. |